Innlent

Pétur vill leiða Við­reisn í Kópa­vogi

Agnar Már Másson skrifar
Pétur Björgvin Sveinsson er starsfmaður þingflokks Viðreisnar.
Pétur Björgvin Sveinsson er starsfmaður þingflokks Viðreisnar. Aðsend

Pétur Björgvin Sveinsson, aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í Kópavogi.

Pétur, sem er markaðssérfræðingur, greinir frá þessu í tilkynningu til Vísis. Viðreisn í Kópavogi heldur prófkjör um efstu þrjú sæti listans laugardaginn 7. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á morgun, 23. janúar. 

„Ég vil tilheyra nýrri kynslóð leiðtoga. Kynslóð sem sameinar reynslu, fagmennsku og ferska nálgun. Ungt fólk er stór og vaxandi hluti Kópavogs og það er mikilvægt að rödd ungs fólks heyrist mun skýrar og þeirra áherslur fái hljómgrunn öllum bæjarbúum til hagsbóta,“ skrifar hann. 

Kópavogur standi á tímamótum; bærinn hafi vaxið hratt, samfélagið breyst og þarfir íbúa þróast. Hann segir leikskólamál vera mikilvægasta jafnréttismálið og segir að leikskólar ekki að virki eins og fólk vilji. „Við þurfum að skoða málin með þarfir barna, foreldra og starfsfólks í huga,“ skrifar hann í tilkynninguna.

Pétur kallar Kópavog sinn heimabæ og kveðst vera fjórðu kynslóðar Kópavogsbúi.

„Hér hafa kynslóðir fjölskyldu minnar lifað, unnið og lagt sitt af mörkum til bæjarfélagsins, og ég vil taka virkan þátt í að móta næstu kafla í sögu bæjarins. Ég bý nú í Hvömmunum ásamt manninum mínum, Helga Snæ Ómarssyni og hundinum okkar, Noel Mána. Vinn sem aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar á Alþingi og hef öðlast dýrmæta reynslu þar. Ég er menntaður verkefnastjóri frá Danmörku þar sem ég bjó í 12 ár. Elska að vera fluttur aftur í Kópavoginnn, hér eigum við svo sannarlega heima.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×