Lífið

Kynntist manninum á Tinder í Covid

Atli Ísleifsson skrifar
Gerði þú þér grein fyrir því hver var undir pokanum?
Gerði þú þér grein fyrir því hver var undir pokanum?

Mörg þúsund manns horfðu á nýjasta þátt af Bítinu í bílnum þar sem leynigestur vikunnar söng lagið These Boots Were Made for Walking sem Nancy Sinatra gerði frægt.

Búið er að giska á alls kyns persónur sem gætu verið undir pokanum en nú er komið að því að opinbera hver það var. Ef þú vilt ekki vita það skaltu hætta að lesa hér en hægt er að horfa á flutning leynigestsins í þessari frétt

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Og leynigestur vikunnar er enginn annar en borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir.

Í þessum sérlega opinberunarþætti ræðir Dóra Björt um lífið og tilveruna, hvernig hún kynntist manninum sínum og af hverju hún hellti sér í pólitík.

Þáttinn má horfa á hér fyrir neðan:

Klippa: Mesta innlifun í þessari seríu

Tengdar fréttir

„Ég hef aldrei séð dansandi poka“

Nýjasti leynigestur vefþáttanna Bítið í bílnum fer gjörsamlega á kostum í karókíflutningi á laginu These Boots Were Made For Walking. Gesturinn meira að segja dansar með, sem hefur ekki verið lenskan í þáttunum hingað til.

„Og leynigesturinn er enginn annar en…“

Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa vakið eftirtekt en í þáttunum syngur leynigestur karókí á rúntinum með Heimi, Lilju og Ómari, þáttarstjórnendum Bítisins á Bylgjunni.

„Hvaða rugl er þetta?“

Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa svo sannarlega slegið í gegn en í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti. Leynigesturinn er með poka yfir hausnum og syngur karókílag að eigin vali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.