Lífið

„Ég hef aldrei séð dansandi poka“

Atli Ísleifsson skrifar
Það reynist eflaust einhverjum erfitt að giska á hver er undir pokanum að þessu sinni.
Það reynist eflaust einhverjum erfitt að giska á hver er undir pokanum að þessu sinni.

Nýjasti leynigestur vefþáttanna Bítið í bílnum fer gjörsamlega á kostum í karókíflutningi á laginu These Boots Were Made For Walking. Gesturinn meira að segja dansar með, sem hefur ekki verið lenskan í þáttunum hingað til.

Það reynist eflaust einhverjum erfitt að giska á hver er undir pokanum að þessu sinni, en leynigesturinn kom þáttarstjórnendum Bítisins á Bylgjunni, þeim Heimi, Lilju og Ómari, rækilega á óvart.

Geturðu ímyndað þér hver er undir pokanum? Ef þú vilt giska geturðu farið inná Facebook-síðu Bylgjunnar og skrifað athugasemd undir myndbandið þar. Í boði eru veglegir vinningar frá Elko, Serrano og Bakarameistaranum.

Nýjasta þáttinn af Bítið í bílnum er að finna hér fyrir neðan.

Klippa: Þið trúið því ekki hver er undir pokanum

Tengdar fréttir

„Og leynigesturinn er enginn annar en…“

Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa vakið eftirtekt en í þáttunum syngur leynigestur karókí á rúntinum með Heimi, Lilju og Ómari, þáttarstjórnendum Bítisins á Bylgjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.