Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2026 22:57 Billy Long sést hér til hægri við Donald Trump, skömmu eftir aðra stefnuræðu forsetans árið 2019. EPa/Doug Mills Undirskriftasöfnun er hafin til stuðnings Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna gagnvart Íslandi, en sá vakti hörð viðbrögð þegar hann gantaðist með að Ísland gæti orðið 52. ríki Bandaríkjanna á eftir Grænlandi. Hann baðst síðar afsökunar á orðum sínum en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gert alvarlegar athugasemdir við ummælin og kallað fulltrúa bandaríska sendiráðsins á Íslandi á teppið. Einnig gagnrýndi Sigmar Guðmundsson, þingflokksmaður Viðreisnar, Long á Alþingi í dag og sagði grín hans ógna fullveldi smárra ríkja. Vilja að Þorgerður taki vel á móti Long Val Bergsveinssyni þykir Long hafa fengið fullharðar viðtökur og safnar nú undirskriftum á Ísland.is undir yfirskriftinni „Styðjum Billy Long sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.“ „Við, undirrituð, fögnum tilnefningu Donalds Trump á Billy Long sem næsta sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og viljum að íslensk stjórnvöld taki vel á móti honum,“ segir í ákallinu. Ísland hafi átt langt og sterkt vinasamband við Bandaríkin sem spanni áratugi og byggi meðal annars á sameiginlegum gildum og varnarsamstarfi. „Þetta samband er of mikilvægt til að láta einn gamansaman brandara – sagðan í pólitísku umhverfi Washington – skaða það.“ Kallað er eftir því að Þorgerður Katrín utanríkisráðherra og stjórnvöld taki sendiherraefninu opnum örmum og haldi áfram að byggja upp samstarf ríkjanna „með hlátri, trausti og samstarfi!“ Guðmundur Franklín vill að fólk standi í lappirnar Alls hafa 35 sett nafn sitt við listann þegar þetta er ritað en söfnunin hófst fyrr í dag. Meðal þeirra sem fagna framtakinu er Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, en hann hefur verið duglegur að lýsa yfir stuðningi sínum við Trump og hans ríkisstjórn á samfélagsmiðlum. „Reynum að standa í lappirnar gegn þessu íslenska woke liði og styðjum Billy Long í embættið sem sendiherra USA á Íslandi, með undirskrift okkar,“ skrifar Guðmundur um undirskriftasöfnunina. Fleiri vilja Long burt Undirskriftalisti þessi kemur fast á hæla annarrar söfnunar þar sem Þorgerður Katrín er hvött til þess að hafna Long sem sendiherra á Íslandi og kalla eftir því að Bandaríkjastjórn tilefni annan „sem sýni Íslandi og Íslendingum meiri virðingu.“ Sú söfnun hófst í gær og hafa 3.729 sett nafn sitt við listann þegar þetta er ritað. Greint var frá því í gær að Long hefði grínast með það við þingmenn á Bandaríkjaþingi að Ísland yrði gert að 52. ríki Bandaríkjanna og hann sjálfur myndi taka við embætti ríkisstjóra. Bandaríkjastjórn tilnefndi Long sem næsta sendiherra á Íslandi en Bandaríkjaþing hefur ekki enn skipað hann í stöðuna. Arctic Today greindi frá því í dag að Long hafi beðist afsökunar á þessum ummælum sínum. Einungis hafi verið um grín að ræða. „Þetta var ekkert alvarlegt, ég var með fólki sem ég hafði ekki hitt í þrjú ár og það var að grínast með að Jeff Landry yrði ríkisstjóri Grænlands og fór svo að grínast með mig og ef einhver tók því illa, þá biðst ég afsökunar,“ hafði Arctic Today eftir Long. Áður grínast með Ísland Long er íhaldssamur repúblikani sem tók fyrst sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir heimaríki sitt Missouri árið 2011. Þar sat hann í sex kjörtímabil til ársins 2023. Áður hafði hann meðal annars unnið sem uppboðshaldari og fasteignasali á heimaslóðum. Hinn 69 ára gamli Long var skattstjóri Bandaríkjanna í innan við tvo mánuði, skemur en nokkur annar í sögu stofnunarinnar. Dagana áður en Long var sparkað frá skattinum hafði slegið í brýnu á milli stofnunarinnar og Hvíta hússins vegna upplýsinga sem það falaðist eftir til þess að hafa hendur í hári fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Ísland hefur áður verið skotspónn hins gamansama Long. Í færslu sem hann birti eftir að hann var tilnefndur sendiherra á Íslandi gerði hann að því skóna að forsetinn hefði misskilið ósk hans um að fá að ganga til liðs við ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna, og sent hann til Íslands í staðinn. Bandaríkin Utanríkismál Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. 15. janúar 2026 17:04 Sendiherraefnið biðst afsökunar Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis hafi verið um grín að ræða. 15. janúar 2026 15:20 Grín sendiherrans ógni Íslandi Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum. 15. janúar 2026 11:48 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Hann baðst síðar afsökunar á orðum sínum en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gert alvarlegar athugasemdir við ummælin og kallað fulltrúa bandaríska sendiráðsins á Íslandi á teppið. Einnig gagnrýndi Sigmar Guðmundsson, þingflokksmaður Viðreisnar, Long á Alþingi í dag og sagði grín hans ógna fullveldi smárra ríkja. Vilja að Þorgerður taki vel á móti Long Val Bergsveinssyni þykir Long hafa fengið fullharðar viðtökur og safnar nú undirskriftum á Ísland.is undir yfirskriftinni „Styðjum Billy Long sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.“ „Við, undirrituð, fögnum tilnefningu Donalds Trump á Billy Long sem næsta sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og viljum að íslensk stjórnvöld taki vel á móti honum,“ segir í ákallinu. Ísland hafi átt langt og sterkt vinasamband við Bandaríkin sem spanni áratugi og byggi meðal annars á sameiginlegum gildum og varnarsamstarfi. „Þetta samband er of mikilvægt til að láta einn gamansaman brandara – sagðan í pólitísku umhverfi Washington – skaða það.“ Kallað er eftir því að Þorgerður Katrín utanríkisráðherra og stjórnvöld taki sendiherraefninu opnum örmum og haldi áfram að byggja upp samstarf ríkjanna „með hlátri, trausti og samstarfi!“ Guðmundur Franklín vill að fólk standi í lappirnar Alls hafa 35 sett nafn sitt við listann þegar þetta er ritað en söfnunin hófst fyrr í dag. Meðal þeirra sem fagna framtakinu er Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, en hann hefur verið duglegur að lýsa yfir stuðningi sínum við Trump og hans ríkisstjórn á samfélagsmiðlum. „Reynum að standa í lappirnar gegn þessu íslenska woke liði og styðjum Billy Long í embættið sem sendiherra USA á Íslandi, með undirskrift okkar,“ skrifar Guðmundur um undirskriftasöfnunina. Fleiri vilja Long burt Undirskriftalisti þessi kemur fast á hæla annarrar söfnunar þar sem Þorgerður Katrín er hvött til þess að hafna Long sem sendiherra á Íslandi og kalla eftir því að Bandaríkjastjórn tilefni annan „sem sýni Íslandi og Íslendingum meiri virðingu.“ Sú söfnun hófst í gær og hafa 3.729 sett nafn sitt við listann þegar þetta er ritað. Greint var frá því í gær að Long hefði grínast með það við þingmenn á Bandaríkjaþingi að Ísland yrði gert að 52. ríki Bandaríkjanna og hann sjálfur myndi taka við embætti ríkisstjóra. Bandaríkjastjórn tilnefndi Long sem næsta sendiherra á Íslandi en Bandaríkjaþing hefur ekki enn skipað hann í stöðuna. Arctic Today greindi frá því í dag að Long hafi beðist afsökunar á þessum ummælum sínum. Einungis hafi verið um grín að ræða. „Þetta var ekkert alvarlegt, ég var með fólki sem ég hafði ekki hitt í þrjú ár og það var að grínast með að Jeff Landry yrði ríkisstjóri Grænlands og fór svo að grínast með mig og ef einhver tók því illa, þá biðst ég afsökunar,“ hafði Arctic Today eftir Long. Áður grínast með Ísland Long er íhaldssamur repúblikani sem tók fyrst sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir heimaríki sitt Missouri árið 2011. Þar sat hann í sex kjörtímabil til ársins 2023. Áður hafði hann meðal annars unnið sem uppboðshaldari og fasteignasali á heimaslóðum. Hinn 69 ára gamli Long var skattstjóri Bandaríkjanna í innan við tvo mánuði, skemur en nokkur annar í sögu stofnunarinnar. Dagana áður en Long var sparkað frá skattinum hafði slegið í brýnu á milli stofnunarinnar og Hvíta hússins vegna upplýsinga sem það falaðist eftir til þess að hafa hendur í hári fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Ísland hefur áður verið skotspónn hins gamansama Long. Í færslu sem hann birti eftir að hann var tilnefndur sendiherra á Íslandi gerði hann að því skóna að forsetinn hefði misskilið ósk hans um að fá að ganga til liðs við ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna, og sent hann til Íslands í staðinn.
Bandaríkin Utanríkismál Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. 15. janúar 2026 17:04 Sendiherraefnið biðst afsökunar Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis hafi verið um grín að ræða. 15. janúar 2026 15:20 Grín sendiherrans ógni Íslandi Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum. 15. janúar 2026 11:48 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. 15. janúar 2026 17:04
Sendiherraefnið biðst afsökunar Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis hafi verið um grín að ræða. 15. janúar 2026 15:20
Grín sendiherrans ógni Íslandi Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum. 15. janúar 2026 11:48