Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2026 22:57 Árni Samúelsson tekur á móti gestum á síðustu sýningu Bíóhallarinnar. Vísir/Samsett Bíóhöllin við Álfabakka snýr aftur til upprunans í sínum síðasta mánuði sýninga. Þar verða næstu vikurnar sýndar ýmsar kvikmyndir sem stóðu fyrstu gestum kvikmyndahússins til boða árið 1982. Fyrsta bíómyndin sem sýnd var í Bíóhöllinni verður svo sömuleiðis sú síðasta, Being There með Peter Sellers í aðalhlutverki. Árni Samúelsson, bíókóngur og stofnandi Sambíóanna segir það hafa verið hægara sagt en gert að brjótast inn í bíóbransann í Reykjavík á sjöunda áratugnum þegar hann steig sín fyrstu skref. Árið 1968 tók hann yfir rekstri Nýja bíós í Keflavík sem varð þá fyrsta Sambíóið. Hann segir hann fljótlega hafa langað að fara í bæinn. „En þá var ekkert auðvelt að fara í bæinn því þessir greifar sem voru að reka bíóin þá sem voru ansi mörg,“ segir Árni sem stiklaði á stóru um söguna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heimsfrumsýningar í Reykjavík Annan mars 1982 opnar svo Bíóhöllin, sem síðar varð að Sambíóunum Álfabakka. Henni fylgdu ýmsar nýjungar í íslenskum kvikmyndahúsarekstri svo sem kók sem hægt var að kaupa flöskulaust, hágæðahljóðkerfi og margt fleira. Aðalatriðið sem laðaði kvikmyndaunnendur var þó úrval kvikmynda. Árni fór til Hollywood á fund hinna og þessara framleiðslufyrirtækjanna stóru og fékk það í gegn að myndirnar bárust til Íslands og í Bíóhöllina á sama tíma og þær fóru í kvikmyndahús í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í fyrsta sinn fóru fram heimsfrumsýningar á erlendum kvikmyndum á Íslandi. „Þeir höfðu aldrei farið út hinir. Þeir höfðu aldrei komið til Hollywood,“ segir hann og á væntanlega við hina „greifana“ í kvikmyndahúsaiðnaði borgarinnar á þeim tíma. Fyrsta bíómyndin sem sýnd var í Bíóhöllinni verður jafnframt sú síðasta sem sýnd verður í Sambíóunum Álfabakka: hin geysivinsæla Being There með Peter Sellers í aðalhlutverki. Árni segir það hafa verið erfitt að fá myndina til sýningar á sínum tíma. Rétthafarnir hafi viljað fá fimm hundruð Bandaríkjadölum meira en hann tímdi. Hann samþykkti að lokum samninginn og sá heldur betur ekki eftir því, enda var myndin í sýningu í eitt ár og þrjá mánuði eftir opnun. Tæplega hálf milljón gesta á einu ári Ýmislegt hefur breyst í kvikmyndaiðnaðinum frá 1982 en Árni tekur sérstaklega fram þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hafði á rekstur bíóhúsa. Ísland hafi í raun komið feiknarvel út úr því enda stóðu Íslendingar ekki á sér við að snúa aftur í grátauklæddu sætin. Annars staðar hafi kvikmyndahúsum fækkað töluvert hraðar. Yfir áratugina fjóra sem sýningar fóru fram á Álfabakka segir Árni gæði mynda og fjölbreytt úrval hafa skipt sköpum. „Það var þvílík traffík hérna. Ég skal segja þér það að eitt árið fengum við 450 þúsund manns í Bíóhöllina. Það er það mesta sem ég veit að hefur komið hérna í eitt bíó á einu ári,“ segir hann. „Það er allavega Íslandsmet.“ Árni tekur á móti þeim síðustu Árni segist sjá eftir Álfabakkanum en að það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hætta starfsemi. Sambíóin geti ekki rekið þrjú stór bíó á höfuðborgarsvæðinu. „Við leggjum nú aðallega áherslu á Kringluna og Egilshöllina. Þetta eru flott bíó með allt það nýjasta og flottasta. Ef við hefðum viljað halda áfram með Álfabakkann hefðum við þurft að leggja ansi mikið fé í hann til að endurnýja það sem verður að gera í dag,“ segir hann. Þann 31. janúar verður Being There sýnd í Sambíóunum Álfabakka í síðasta sinn áður en dregið verður endanlega fyrir hvíta tjaldið. Árni stefnir á það að taka þar sjálfur á móti síðustu bíógestunum. Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Reykjavík Tímamót Reykjavík síðdegis Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Árni Samúelsson, bíókóngur og stofnandi Sambíóanna segir það hafa verið hægara sagt en gert að brjótast inn í bíóbransann í Reykjavík á sjöunda áratugnum þegar hann steig sín fyrstu skref. Árið 1968 tók hann yfir rekstri Nýja bíós í Keflavík sem varð þá fyrsta Sambíóið. Hann segir hann fljótlega hafa langað að fara í bæinn. „En þá var ekkert auðvelt að fara í bæinn því þessir greifar sem voru að reka bíóin þá sem voru ansi mörg,“ segir Árni sem stiklaði á stóru um söguna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Heimsfrumsýningar í Reykjavík Annan mars 1982 opnar svo Bíóhöllin, sem síðar varð að Sambíóunum Álfabakka. Henni fylgdu ýmsar nýjungar í íslenskum kvikmyndahúsarekstri svo sem kók sem hægt var að kaupa flöskulaust, hágæðahljóðkerfi og margt fleira. Aðalatriðið sem laðaði kvikmyndaunnendur var þó úrval kvikmynda. Árni fór til Hollywood á fund hinna og þessara framleiðslufyrirtækjanna stóru og fékk það í gegn að myndirnar bárust til Íslands og í Bíóhöllina á sama tíma og þær fóru í kvikmyndahús í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í fyrsta sinn fóru fram heimsfrumsýningar á erlendum kvikmyndum á Íslandi. „Þeir höfðu aldrei farið út hinir. Þeir höfðu aldrei komið til Hollywood,“ segir hann og á væntanlega við hina „greifana“ í kvikmyndahúsaiðnaði borgarinnar á þeim tíma. Fyrsta bíómyndin sem sýnd var í Bíóhöllinni verður jafnframt sú síðasta sem sýnd verður í Sambíóunum Álfabakka: hin geysivinsæla Being There með Peter Sellers í aðalhlutverki. Árni segir það hafa verið erfitt að fá myndina til sýningar á sínum tíma. Rétthafarnir hafi viljað fá fimm hundruð Bandaríkjadölum meira en hann tímdi. Hann samþykkti að lokum samninginn og sá heldur betur ekki eftir því, enda var myndin í sýningu í eitt ár og þrjá mánuði eftir opnun. Tæplega hálf milljón gesta á einu ári Ýmislegt hefur breyst í kvikmyndaiðnaðinum frá 1982 en Árni tekur sérstaklega fram þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hafði á rekstur bíóhúsa. Ísland hafi í raun komið feiknarvel út úr því enda stóðu Íslendingar ekki á sér við að snúa aftur í grátauklæddu sætin. Annars staðar hafi kvikmyndahúsum fækkað töluvert hraðar. Yfir áratugina fjóra sem sýningar fóru fram á Álfabakka segir Árni gæði mynda og fjölbreytt úrval hafa skipt sköpum. „Það var þvílík traffík hérna. Ég skal segja þér það að eitt árið fengum við 450 þúsund manns í Bíóhöllina. Það er það mesta sem ég veit að hefur komið hérna í eitt bíó á einu ári,“ segir hann. „Það er allavega Íslandsmet.“ Árni tekur á móti þeim síðustu Árni segist sjá eftir Álfabakkanum en að það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hætta starfsemi. Sambíóin geti ekki rekið þrjú stór bíó á höfuðborgarsvæðinu. „Við leggjum nú aðallega áherslu á Kringluna og Egilshöllina. Þetta eru flott bíó með allt það nýjasta og flottasta. Ef við hefðum viljað halda áfram með Álfabakkann hefðum við þurft að leggja ansi mikið fé í hann til að endurnýja það sem verður að gera í dag,“ segir hann. Þann 31. janúar verður Being There sýnd í Sambíóunum Álfabakka í síðasta sinn áður en dregið verður endanlega fyrir hvíta tjaldið. Árni stefnir á það að taka þar sjálfur á móti síðustu bíógestunum.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Reykjavík Tímamót Reykjavík síðdegis Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“