Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 6. janúar 2026 09:08 Guðlaugur Þór hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkkinn frá 2003. Vísir/Ívar Fannar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. Guðlaugur Þór segir það verkefni blasa við í færslu sem hann birti rétt í þessu að reisa þurfi Reykjavík úr „þeim rústum sem óstjórn vinstrimeirihluta síðustu ára skilur eftir sig.“ Hann segir enga framtíðarsýn í stjórn borgarinnar, fjármálin séu í rúst og að í samgöngumálum sé mest kapp lagt á að koma í veg fyrir að fólk komist leiðar sinnar. „Þessu þarf að breyta og um það snúast kosningarnar í vor. Mestu máli skiptir að tryggja að nauðsynlegar breytingar verði á stjórn borgarinnar og þær breytingar verða ekki án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sterkt umboð frá Reykvíkingum til að stýra málum til betri vegar,“ segir Guðlaugur Þór í færslunni. Hann segist hafa mikinn metnað fyrir hönd Reykvíkinga og vilji leggja sitt af mörkum. Hann hafi velt því alvarlega fyrir sér að bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins en að vandlega íhuguðu máli hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að þátttaka hans myndi kalla fram flokkadrætti sem hafi verið flokknum erfiðir á síðustu árum. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem ég hef fengið á síðustu vikum og þrátt fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fundið, þá hefur sú skoðun mín ekki breyst – skoðun sem ég lýsti í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins í mars síðastliðnum þegar mögulegt framboð mitt til formanns bar á góma – að ég þyrfti að leggja mitt af mörkum til að draga úr þessum flokkadráttum. Erfiðir flokkadrættir Slíkir flokkadrættir nú, þegar á brattan er að sækja í landsmálum en sóknarfæri eru á því að fella vinstrimeirihlutann í Reykjavík, eru ekki það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Ég trúi því og treysti að um þetta getum við sjálfstæðismenn í Reykjavík staðið saman, hvar í fylkingu sem menn telja sig standa,“ segir Guðlaugur í færslu sinni. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu búnir að fá sig fullsadda af óstjórn vinstrimeirihlutans í Reykjavík og að sóknarfæri séu til staðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný við forystu í borginni. „Til þess þurfum við sjálfstæðismenn að ganga samhentir til verka og fylkja liði að baki forystu flokksins í höfuðborginni,“ segir hann að lokum. Mikið hefur verið fjallað um það síðustu daga að Guðlaugur ætli fram gegn sitjandi oddvita, Hildi Björnsdóttur. Í byrjun desember mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 31 prósent fylgi í Reykjavík og var þannig sá stærsti. Í annarri könnun, nokkrum dögum seinna, kom fram að um níu prósent vilji Hildi sem borgarstjóra. Í byrjun janúar mældist flokkurinn svo með 35 prósenta fylgi. Guðlaugur Þór birti færslu á Facebook-síðu sinni fyrir stuttu. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum. 2. desember 2025 20:19 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Guðlaugur Þór segir það verkefni blasa við í færslu sem hann birti rétt í þessu að reisa þurfi Reykjavík úr „þeim rústum sem óstjórn vinstrimeirihluta síðustu ára skilur eftir sig.“ Hann segir enga framtíðarsýn í stjórn borgarinnar, fjármálin séu í rúst og að í samgöngumálum sé mest kapp lagt á að koma í veg fyrir að fólk komist leiðar sinnar. „Þessu þarf að breyta og um það snúast kosningarnar í vor. Mestu máli skiptir að tryggja að nauðsynlegar breytingar verði á stjórn borgarinnar og þær breytingar verða ekki án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sterkt umboð frá Reykvíkingum til að stýra málum til betri vegar,“ segir Guðlaugur Þór í færslunni. Hann segist hafa mikinn metnað fyrir hönd Reykvíkinga og vilji leggja sitt af mörkum. Hann hafi velt því alvarlega fyrir sér að bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins en að vandlega íhuguðu máli hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að þátttaka hans myndi kalla fram flokkadrætti sem hafi verið flokknum erfiðir á síðustu árum. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem ég hef fengið á síðustu vikum og þrátt fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fundið, þá hefur sú skoðun mín ekki breyst – skoðun sem ég lýsti í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins í mars síðastliðnum þegar mögulegt framboð mitt til formanns bar á góma – að ég þyrfti að leggja mitt af mörkum til að draga úr þessum flokkadráttum. Erfiðir flokkadrættir Slíkir flokkadrættir nú, þegar á brattan er að sækja í landsmálum en sóknarfæri eru á því að fella vinstrimeirihlutann í Reykjavík, eru ekki það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Ég trúi því og treysti að um þetta getum við sjálfstæðismenn í Reykjavík staðið saman, hvar í fylkingu sem menn telja sig standa,“ segir Guðlaugur í færslu sinni. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu búnir að fá sig fullsadda af óstjórn vinstrimeirihlutans í Reykjavík og að sóknarfæri séu til staðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný við forystu í borginni. „Til þess þurfum við sjálfstæðismenn að ganga samhentir til verka og fylkja liði að baki forystu flokksins í höfuðborginni,“ segir hann að lokum. Mikið hefur verið fjallað um það síðustu daga að Guðlaugur ætli fram gegn sitjandi oddvita, Hildi Björnsdóttur. Í byrjun desember mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 31 prósent fylgi í Reykjavík og var þannig sá stærsti. Í annarri könnun, nokkrum dögum seinna, kom fram að um níu prósent vilji Hildi sem borgarstjóra. Í byrjun janúar mældist flokkurinn svo með 35 prósenta fylgi. Guðlaugur Þór birti færslu á Facebook-síðu sinni fyrir stuttu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum. 2. desember 2025 20:19 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum. 2. desember 2025 20:19