Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2026 11:20 Valdimar Víðisson er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Valdimar Víðisson bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér til að leiða lista Framsoknar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að Valdimar hafi leitt Framsókn í síðustu kosningum, orðið formaður bæjarráðs. Hann hafi frá 1. janúar 2025 verið bæjarstjóri og er fullyrt í tilkynningunni að hann hafi vakið mikla og jákvæða athygli fyrir störf sín fyrir Hafnfirðinga. „Það hafa verið forréttindi að fá að starfa fyrir íbúa Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Fyrst sem varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á síðasta kjörtímabili, síðan sem bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og nú sem bæjarstjóri. Hafnarfjörður er yndislegur bær og ég er afar þakklátur fyrir hversu vel mér og fjölskyldu minni hefur verið tekið frá því að við fluttum hingað fyrir um 18 árum síðan. Bær mótaður af sjónum og hrauninu, bær með sterkt hjarta.“ Valdimar segist brenna fyrir því að vinna vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga og hafi í sínum störfum lagt mikla áherslu á að vera í góðu og nánu sambandi við íbúa og fyrirtæki í bænum. Það hafi skipt hann miklu máli og verið honum dýrmæt stoð í störfum sínum. „Margt hefur gengið vel, þó ekkert sé fullkomið. Það er því alltaf svigrúm til að gera enn betur. Vel hefur gengið í uppbyggingu og í að styðja við fjölskyldur í bænum og það viljum við halda áfram að gera. Fram undan eru þó stórar áskoranir sem fela jafnframt í sér mikil tækifæri og kalla á samvinnu og skýra sýn,“ skrifar Valdimar. „Þar má nefna samgöngumál, þar sem mikilvægt er að tryggja öryggi og bæta flæði samhliða áframhaldandi uppbyggingu. Við þurfum að tryggja fjölbreytt húsnæði fyrir alla, þannig að fólk hafi raunhæfa möguleika á að búa og festa rætur í bænum. Jafnframt verðum við að styrkja áfram það sem skiptir mestu máli í daglegu lífi: góða þjónustu, öflugt skólastarf, velferðarkerfi og blómlegt íþrótta- og menningarlíf.“ Hann segist í störfum sínum hafa lagt áherslu á lausnamiðaða nálgun, heiðarleika og samtal og að ná árangri með fólki. Tuttugu ára reynsla hans sem skólastjórnandi hafi einnig nýst sér vel í störfum hans fyrir bæjarfélagið. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að vinna með fólki, hlusta og finna lausnir sem bæta okkar fallega bæ. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram lista Framsóknar í Hafnarfirði og óska eftir þínum stuðningi í baráttunni fram undan.“ Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Sjá meira
Þar kemur fram að Valdimar hafi leitt Framsókn í síðustu kosningum, orðið formaður bæjarráðs. Hann hafi frá 1. janúar 2025 verið bæjarstjóri og er fullyrt í tilkynningunni að hann hafi vakið mikla og jákvæða athygli fyrir störf sín fyrir Hafnfirðinga. „Það hafa verið forréttindi að fá að starfa fyrir íbúa Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Fyrst sem varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á síðasta kjörtímabili, síðan sem bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og nú sem bæjarstjóri. Hafnarfjörður er yndislegur bær og ég er afar þakklátur fyrir hversu vel mér og fjölskyldu minni hefur verið tekið frá því að við fluttum hingað fyrir um 18 árum síðan. Bær mótaður af sjónum og hrauninu, bær með sterkt hjarta.“ Valdimar segist brenna fyrir því að vinna vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga og hafi í sínum störfum lagt mikla áherslu á að vera í góðu og nánu sambandi við íbúa og fyrirtæki í bænum. Það hafi skipt hann miklu máli og verið honum dýrmæt stoð í störfum sínum. „Margt hefur gengið vel, þó ekkert sé fullkomið. Það er því alltaf svigrúm til að gera enn betur. Vel hefur gengið í uppbyggingu og í að styðja við fjölskyldur í bænum og það viljum við halda áfram að gera. Fram undan eru þó stórar áskoranir sem fela jafnframt í sér mikil tækifæri og kalla á samvinnu og skýra sýn,“ skrifar Valdimar. „Þar má nefna samgöngumál, þar sem mikilvægt er að tryggja öryggi og bæta flæði samhliða áframhaldandi uppbyggingu. Við þurfum að tryggja fjölbreytt húsnæði fyrir alla, þannig að fólk hafi raunhæfa möguleika á að búa og festa rætur í bænum. Jafnframt verðum við að styrkja áfram það sem skiptir mestu máli í daglegu lífi: góða þjónustu, öflugt skólastarf, velferðarkerfi og blómlegt íþrótta- og menningarlíf.“ Hann segist í störfum sínum hafa lagt áherslu á lausnamiðaða nálgun, heiðarleika og samtal og að ná árangri með fólki. Tuttugu ára reynsla hans sem skólastjórnandi hafi einnig nýst sér vel í störfum hans fyrir bæjarfélagið. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að vinna með fólki, hlusta og finna lausnir sem bæta okkar fallega bæ. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram lista Framsóknar í Hafnarfirði og óska eftir þínum stuðningi í baráttunni fram undan.“
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Sjá meira