Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2026 10:54 Andrew Ure fór í fjallgöngu á gamlársdag en sneri ekki heim aftur. Skoski söngvarinn og verslunareigandinn Andrew Ure fannst látinn á fjallinu Ben Vane, daginn eftir afmælisdag sinn, eftir að hafa lagt einn af stað í fjallgöngu á gamlársdag til að prófa nýjan klifurbúnað. Ure fagnaði 41 árs afmæli sínu 30. desember síðastliðinn og lagði af stað morguninn eftir í fjallgöngu upp á fjallið Ben Vane í Arrochar-ölpunum skammt frá Loch Lomond. Þegar hann skilaði sér ekki heim í kjölfarið voru björgunarsveitir kallaðar út og fannst hann látinn skömmu fyrir miðnætti á gamlársdag 2025. Ekki hefur verið greint frá því hver dánarorsök hans var. Andrew var fyrirferðarmikill í skosku menningarlífi í nærsamfélagi sínu, stofnaði tónlistarhátíðina Vibration Festival sem breyttist svo í Falkirk Fest, rak verslunina The Wee Whisky Shop í Linlithgow og var söngvari hljómsveitarinnar The Ray Summers, sem höfðu hitað upp fyrir ýmsar stærri sveitir. „Á afmælinu þínu vildirðu horfa á stjörnurnar með mér. Ekki vissi ég þá að degi síðar yrðirðu ein af þessum stjörnum. Þú varst leiðarljósið mitt og stærsta stjarnan af öllum,“ skrifaði ekkja hans, Linsey Waddell, á Facebook. Hjónin Linsey Waddell og Andrew Ure áður en hann lést. Fjöldi fólks hefur minnst Ure á samfélagsmiðlum, þar á meðal bróðir hans, David Ure. „Á Hogmanay [gamlárskvöld] var Andy gríðarspenntur fyrir því hvað væri í vændum fyrir okkur 2026 en fyrst af öllu fyrir því að fara í fjallgöngu í nýja afmælisbúnaðinum. Því miður, sneri hann ekki heim aftur,“ sagði bróðirinn sem þakkaði björgunarsveitum sérstaklega fyrir hjálpina. „Ég hef misst litla bróður minn, besta vin minn, viðskiptafélaga, málpípu mína og ástæðuna fyrir því að ég notaði símann minn daglega,“ skrifaði hann. Andlát Skotland Bretland Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Ure fagnaði 41 árs afmæli sínu 30. desember síðastliðinn og lagði af stað morguninn eftir í fjallgöngu upp á fjallið Ben Vane í Arrochar-ölpunum skammt frá Loch Lomond. Þegar hann skilaði sér ekki heim í kjölfarið voru björgunarsveitir kallaðar út og fannst hann látinn skömmu fyrir miðnætti á gamlársdag 2025. Ekki hefur verið greint frá því hver dánarorsök hans var. Andrew var fyrirferðarmikill í skosku menningarlífi í nærsamfélagi sínu, stofnaði tónlistarhátíðina Vibration Festival sem breyttist svo í Falkirk Fest, rak verslunina The Wee Whisky Shop í Linlithgow og var söngvari hljómsveitarinnar The Ray Summers, sem höfðu hitað upp fyrir ýmsar stærri sveitir. „Á afmælinu þínu vildirðu horfa á stjörnurnar með mér. Ekki vissi ég þá að degi síðar yrðirðu ein af þessum stjörnum. Þú varst leiðarljósið mitt og stærsta stjarnan af öllum,“ skrifaði ekkja hans, Linsey Waddell, á Facebook. Hjónin Linsey Waddell og Andrew Ure áður en hann lést. Fjöldi fólks hefur minnst Ure á samfélagsmiðlum, þar á meðal bróðir hans, David Ure. „Á Hogmanay [gamlárskvöld] var Andy gríðarspenntur fyrir því hvað væri í vændum fyrir okkur 2026 en fyrst af öllu fyrir því að fara í fjallgöngu í nýja afmælisbúnaðinum. Því miður, sneri hann ekki heim aftur,“ sagði bróðirinn sem þakkaði björgunarsveitum sérstaklega fyrir hjálpina. „Ég hef misst litla bróður minn, besta vin minn, viðskiptafélaga, málpípu mína og ástæðuna fyrir því að ég notaði símann minn daglega,“ skrifaði hann.
Andlát Skotland Bretland Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“