Jón Gnarr biðst afsökunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 08:58 Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur beðið Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á að hafa ranglega sakað flokkinn um að leggja á erfðafjárskatt í ráðherratíð Geirs H. Haarde. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur beðið Sjálfstæðisflokkinn og Geir H. Haarde, fyrrverandi ráðherra og formann flokksins, afsökunar á að hafa ranglega sagt flokkinn undir stjórn Geirs fyrst hafa lagt á erfðafjárskatt á Íslandi. Sjálfur telji hann skattinn „sérstaklega vondan skatt“ auk þess sem hann kveðst ekki sérstaklega hrifinn af sköttum almennt, sem séu „allt of margir og allt of ósanngjarnir.“ Ummælin lét Jón falla þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við afgreiðslu frumvarps fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira á Alþingi, í framhaldi af umræðu um fjárlög 2026. „Mér gramdist mjög þegar að þáverandi fjármálaráðherra Geir H. Haarde setti á erfðafjárskatt,“ sagði Jón meðal annars í ræðunni þann 17. desember síðastliðinn. „Ég tel að þetta hafi verið stór mistök hjá Sjálfstæðisflokknum að setja þennan skatt á okkur.“ Erfðafjárskattur verið á Íslandi síðan á 18. öld Hið rétta er hins vegar að rekja má uppruna erfðafjárskatts á Íslandi ríflega 230 ár aftur í tímann, en þau eiga uppruna í dönskum lögum og má fyrst rekja til tilskipunar frá Dönum í september árið 1792 sem lögleidd var hér á landi. Afsökunarbeiðnina setur Jón síðan fram í færslu á Facebook í gærkvöldi. „En ég gerði mig sekan um ákveðið upphlaup, ákveðna fljótfærni. Það var í síðustu umræðum um fjárlög. Þá fór ég upp í pontu og gerði grein fyrir atkvæði mínu,” skrifar Jón um leið og hann bendir á að sjálfur hafi hann aldrei verið hrifinn af sköttum. „Mér leiðast þeir. Og þeir eru allt of margir. Og alltof ósanngjarnir. Eins og t.d. virðisaukaskattur, þar sem hinn fátæki borgar nákvæmlega jafnmikið og sá ríki. Skemmtanaskattur er líklega leiðinlegasti skattur sem ég hef heyrt um. Ætti að hafa heitið leiðindaskattur. Ég gæti haft hér langt mál um stimpilgjald en læt það vera,“ heldur Jón áfram í færslunni. Sjálfur sviðið undan erfðafjárskatti „Erfðafjárskattur er sérstaklega vondur skattur. Þar er verið að tvískatta, borga aftur rentu af einhverju sem fyrir löngu er búið er að greiða fyrir. Sem sá munaðarleysingi sem ég er þá hef ég gengið í gegnum þessi svipugöng sjálfur og fundið sviða þeirra eigin skinni. Ég sagði í pontu að ég greiddi atkvæði með þessum hluta en með semingi vegna erfðarfjárskattsins og bætti svo við að það væri skattur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt á okkur af þáverandi hæstvirtum fjármálaráðherra Geir H. Haarde árið 2004,” skrifar Jón og viðurkennir að þetta hafi ekki verið rétt hjá honum. Erfðafjárskatturinn eigi sér lengri sögu en honum hafi þótt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að beita sér fyrir því að afnema umræddan skatt í ljósi þess hagstæða efnahagsástands sem hafi ríkt árið 2004. Jón bendir á að kurr hafi verið meðal Sjálfstæðismanna í þingsal þegar hann lét ummælin falla. Hins vegar hafi enginn þingmaður flokksins kvatt sér hljóðs og leiðrétt ummælin sjálfir í pontu, heldur hafi Sigríður Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra flokksins, og nú þingmaður Miðflokksins, tekið það á sig að leiðrétta ummæli Jóns og benda á að erfðafjárskatturinn eigi sér lengri sögu. Hann kveðst þó ekki taka undir skammir Sigríðar fyrir að hafa nafngreint Geir, sem hún hafi sagt að ekki væri hefð fyrir að gera að mönnum fjarstöddum. „En hitt skal ég viðurkenna að það var rangt af mér að halda því fram að erfðafjárskatturinn hafi verið settur á af Sjálfstæðisflokknum og Geir H. Haarde. Bið ég hann og flokkinn afsökunar á orðum mínum. Nóg er víst sótt að íhaldinu þessa dagana svo ég fari ekki að sverta það lygum. Ég segi þetta af einlægni þótt ég slái á létta strengi í lokin. Það að maður grínist þýðir ekki að honum sé ekki alvara. Og öllum verða á mistök hvort sem þeir viðurkenna þau eða ekki,“ skrifar Jón, en færsluna í heild sinni má sjá hér að ofan. Þess skal einnig getið að þær breytingar á erfðafjárskatti sem til umræðu voru á þinginu og Jón vísar til urðu ekki að lögum á haustþingi. Í framhaldi af ábendingum sem bárust þingnefnd var ákveðið að slá breytingunum á frest og „skoða betur áhrifin,“ líkt og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis orðaði það. Danir hinir sönnu sökudólgar? Rétt er að lög um erfðafjárskatt voru sett í fjármálaráðherratíð Geirs H. Haarde árið 2004. Hins vegar byggja þau lög á mun eldri ákvæðum laga um erfðafjárskatt sem rekja uppruna sinn til danskrar löggjafar, líkt og rakið er í greinargerð með frumvarpinu frá 2004. Ákveðið hafi verið árið 2000 að ráðast í endurskoðun á þágildandi lögum um erfðafjárskatt sem voru frá árinu 1984 sem þá voru talin orðin úrelt. „Núgildandi lög um erfðafjárskatt eru að mörgu leyti orðin úrelt, enda sett við allt aðrar aðstæður en við búum við nú. Lögin eiga uppruna sinn í dönskum lögum, en fyrstu ákvæðin um erfðafjárskatt í Danmörku er að finna í tilskipun 12. september 1792 sem einnig var lögleidd hér á landi,“ segir meðal annars í greinargerð með frumvarpinu frá árinu 2004. Þær reglur hafi síðan verið áréttaðar og þeim breytt í febrúar árið 1810 og voru þau lög í gildi til ársins 1911 þegar samþykkt voru ný lög sem náðu yfir erfðafjárskatt. Lögin tóku síðan allnokkrum breytingum á þeim 73 árum sem síðan liðu þar til sett voru ný heildarlög um erfðafjárskatt árið 1984, í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem samanstóð af Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þau lög tóku nokkrum en fáum breytingum þar til sett voru ný lög árið 2004. Lesa má nánar um sögulegar forsendur erfðafjárskatts sem raktar voru í greinargerð með frumvarpi Geirs H. Haarde h Alþingi Viðreisn Skattar, tollar og gjöld Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira
Ummælin lét Jón falla þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við afgreiðslu frumvarps fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira á Alþingi, í framhaldi af umræðu um fjárlög 2026. „Mér gramdist mjög þegar að þáverandi fjármálaráðherra Geir H. Haarde setti á erfðafjárskatt,“ sagði Jón meðal annars í ræðunni þann 17. desember síðastliðinn. „Ég tel að þetta hafi verið stór mistök hjá Sjálfstæðisflokknum að setja þennan skatt á okkur.“ Erfðafjárskattur verið á Íslandi síðan á 18. öld Hið rétta er hins vegar að rekja má uppruna erfðafjárskatts á Íslandi ríflega 230 ár aftur í tímann, en þau eiga uppruna í dönskum lögum og má fyrst rekja til tilskipunar frá Dönum í september árið 1792 sem lögleidd var hér á landi. Afsökunarbeiðnina setur Jón síðan fram í færslu á Facebook í gærkvöldi. „En ég gerði mig sekan um ákveðið upphlaup, ákveðna fljótfærni. Það var í síðustu umræðum um fjárlög. Þá fór ég upp í pontu og gerði grein fyrir atkvæði mínu,” skrifar Jón um leið og hann bendir á að sjálfur hafi hann aldrei verið hrifinn af sköttum. „Mér leiðast þeir. Og þeir eru allt of margir. Og alltof ósanngjarnir. Eins og t.d. virðisaukaskattur, þar sem hinn fátæki borgar nákvæmlega jafnmikið og sá ríki. Skemmtanaskattur er líklega leiðinlegasti skattur sem ég hef heyrt um. Ætti að hafa heitið leiðindaskattur. Ég gæti haft hér langt mál um stimpilgjald en læt það vera,“ heldur Jón áfram í færslunni. Sjálfur sviðið undan erfðafjárskatti „Erfðafjárskattur er sérstaklega vondur skattur. Þar er verið að tvískatta, borga aftur rentu af einhverju sem fyrir löngu er búið er að greiða fyrir. Sem sá munaðarleysingi sem ég er þá hef ég gengið í gegnum þessi svipugöng sjálfur og fundið sviða þeirra eigin skinni. Ég sagði í pontu að ég greiddi atkvæði með þessum hluta en með semingi vegna erfðarfjárskattsins og bætti svo við að það væri skattur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt á okkur af þáverandi hæstvirtum fjármálaráðherra Geir H. Haarde árið 2004,” skrifar Jón og viðurkennir að þetta hafi ekki verið rétt hjá honum. Erfðafjárskatturinn eigi sér lengri sögu en honum hafi þótt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að beita sér fyrir því að afnema umræddan skatt í ljósi þess hagstæða efnahagsástands sem hafi ríkt árið 2004. Jón bendir á að kurr hafi verið meðal Sjálfstæðismanna í þingsal þegar hann lét ummælin falla. Hins vegar hafi enginn þingmaður flokksins kvatt sér hljóðs og leiðrétt ummælin sjálfir í pontu, heldur hafi Sigríður Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra flokksins, og nú þingmaður Miðflokksins, tekið það á sig að leiðrétta ummæli Jóns og benda á að erfðafjárskatturinn eigi sér lengri sögu. Hann kveðst þó ekki taka undir skammir Sigríðar fyrir að hafa nafngreint Geir, sem hún hafi sagt að ekki væri hefð fyrir að gera að mönnum fjarstöddum. „En hitt skal ég viðurkenna að það var rangt af mér að halda því fram að erfðafjárskatturinn hafi verið settur á af Sjálfstæðisflokknum og Geir H. Haarde. Bið ég hann og flokkinn afsökunar á orðum mínum. Nóg er víst sótt að íhaldinu þessa dagana svo ég fari ekki að sverta það lygum. Ég segi þetta af einlægni þótt ég slái á létta strengi í lokin. Það að maður grínist þýðir ekki að honum sé ekki alvara. Og öllum verða á mistök hvort sem þeir viðurkenna þau eða ekki,“ skrifar Jón, en færsluna í heild sinni má sjá hér að ofan. Þess skal einnig getið að þær breytingar á erfðafjárskatti sem til umræðu voru á þinginu og Jón vísar til urðu ekki að lögum á haustþingi. Í framhaldi af ábendingum sem bárust þingnefnd var ákveðið að slá breytingunum á frest og „skoða betur áhrifin,“ líkt og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags og viðskiptanefndar Alþingis orðaði það. Danir hinir sönnu sökudólgar? Rétt er að lög um erfðafjárskatt voru sett í fjármálaráðherratíð Geirs H. Haarde árið 2004. Hins vegar byggja þau lög á mun eldri ákvæðum laga um erfðafjárskatt sem rekja uppruna sinn til danskrar löggjafar, líkt og rakið er í greinargerð með frumvarpinu frá 2004. Ákveðið hafi verið árið 2000 að ráðast í endurskoðun á þágildandi lögum um erfðafjárskatt sem voru frá árinu 1984 sem þá voru talin orðin úrelt. „Núgildandi lög um erfðafjárskatt eru að mörgu leyti orðin úrelt, enda sett við allt aðrar aðstæður en við búum við nú. Lögin eiga uppruna sinn í dönskum lögum, en fyrstu ákvæðin um erfðafjárskatt í Danmörku er að finna í tilskipun 12. september 1792 sem einnig var lögleidd hér á landi,“ segir meðal annars í greinargerð með frumvarpinu frá árinu 2004. Þær reglur hafi síðan verið áréttaðar og þeim breytt í febrúar árið 1810 og voru þau lög í gildi til ársins 1911 þegar samþykkt voru ný lög sem náðu yfir erfðafjárskatt. Lögin tóku síðan allnokkrum breytingum á þeim 73 árum sem síðan liðu þar til sett voru ný heildarlög um erfðafjárskatt árið 1984, í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem samanstóð af Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þau lög tóku nokkrum en fáum breytingum þar til sett voru ný lög árið 2004. Lesa má nánar um sögulegar forsendur erfðafjárskatts sem raktar voru í greinargerð með frumvarpi Geirs H. Haarde h
Alþingi Viðreisn Skattar, tollar og gjöld Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Sjá meira