Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2026 09:57 Gunnar hvetur sumarbústaðaeigendur til að fara annað með flugelda. Bóndi í Grímsnes- og Grafningshreppi hvetur sumarbústaðaeigendur til þess að skjóta upp flugeldum frekar heima hjá sér heldur en út í sumarbústað. Hann segir óvenju mikið hafa verið skotið upp í sveitinni á gamlársdag í ár með tilheyrandi eltingaleikjum við hrossin á bænum. Gunnar Emil Árnason bóndi vakti athygli á því að mikið væri skotið upp í hreppnum í íbúahópi á Facebook. „Af hverju þurfið þið sumarhúsaeigendur að koma hingað úr Reykjavík eða einhverstaðar frá til að skjóta upp draslinu ykkar innan um skepnurnar okkar? Hafið dótið ykkar bara í bænum og gleðilegt nýtt ár.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að betur hafi farið en á horfðist á gamlársdag. Mest hafi verið skotið upp síðdegis þann dag. Minna um kvöldið og líklega hafi fólk verið að skjóta upp flugeldum fyrir krakkana. „Þetta var um fimmleytið, maður var hér á fullu í matargerð og varð að stökkva út til að elta graðhesta. Það var óvenjumikið skotið upp í ár, við höfum verið að lenda í þessu í gegnum árin en óvenju mikið núna. Við erum með svo mikið af hrossum sem við komum ekki öllu inn. Við erum umvafin þessum sumarbústöðum hér og það er auðvitað aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir þetta, en þetta hjálpar ekki.“ Höfðuð þið upp á öllum hrossunum sem fældust? „Já þetta fór eins vel og hægt er, sem betur fer. En þetta er ekki gott, þau verða bara skelfingu lostin í þessu. Ég var á því að menn gætu bara verið heima hjá sér og skotið upp þar en ekki hér út í sveitinni.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Flugeldar Dýr Hestar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Gunnar Emil Árnason bóndi vakti athygli á því að mikið væri skotið upp í hreppnum í íbúahópi á Facebook. „Af hverju þurfið þið sumarhúsaeigendur að koma hingað úr Reykjavík eða einhverstaðar frá til að skjóta upp draslinu ykkar innan um skepnurnar okkar? Hafið dótið ykkar bara í bænum og gleðilegt nýtt ár.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að betur hafi farið en á horfðist á gamlársdag. Mest hafi verið skotið upp síðdegis þann dag. Minna um kvöldið og líklega hafi fólk verið að skjóta upp flugeldum fyrir krakkana. „Þetta var um fimmleytið, maður var hér á fullu í matargerð og varð að stökkva út til að elta graðhesta. Það var óvenjumikið skotið upp í ár, við höfum verið að lenda í þessu í gegnum árin en óvenju mikið núna. Við erum með svo mikið af hrossum sem við komum ekki öllu inn. Við erum umvafin þessum sumarbústöðum hér og það er auðvitað aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir þetta, en þetta hjálpar ekki.“ Höfðuð þið upp á öllum hrossunum sem fældust? „Já þetta fór eins vel og hægt er, sem betur fer. En þetta er ekki gott, þau verða bara skelfingu lostin í þessu. Ég var á því að menn gætu bara verið heima hjá sér og skotið upp þar en ekki hér út í sveitinni.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Flugeldar Dýr Hestar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira