Innlent

Tveir með al­var­lega á­verka eftir líkams­á­rás

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
IMGL8585
Vísir/Viktor Freyr

Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás á Akureyri í nótt þar sem hnífi hafði verið beitt. Þrír voru handteknir vegna málsins. 

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að tveir hinna handteknu hafi verið með alvarlega áverka og verið fluttir til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Einn hinna handteknu hafi verið með stunguáverka á tveimur stöðum og annar með umtalsverða áverka í andliti. Að læknisskoðun lokinni hafi hinir handteknu verið fluttir í fangageymslu lögreglustöðvarinnar á Akureyri.

Þá segir að rannsókn málsins sé á frumstigi. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×