Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. desember 2025 20:19 Katrín Björk er naglafræðingur og hefur einnig haslað sér völl á samfélagsmiðlinum Youtube. Bylgjan Katrín Björk Birgisdóttir ræddi háleit markmið sín í Íslandi í dag fyrr á árinu en meðal þeirra var að greiða tíu milljónir króna inn á húsnæðislánið fyrir áramót, ekki kaupa ný föt og lesa bók. Þótt það hafi gengið misvel að ná öllum markmiðunum er hún farin að huga að næsta ári. Fréttastofa náði tali af Katrínu Björk, nú þegar árið er senn á enda, til að athuga hvernig hefði gengið með markmiðin. „Það var ekki allt sem tókst, við náðum til dæmis ekki að borga tíu milljónir af húsinu,“ segir Katrín Björk. „Það hjálpaði samt að hafa þetta markmið, við náðum því ekki alveg en þetta voru nokkrar milljónir sem fóru inn á höfuðstólinn.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð háleitasta markmiði sínu gat Katrín þulið upp fjölda markmiða sem hún náði á árinu. Þar á meðal var að lesa heila bók, laga ýmislegt á heimilinu, heimsækja nýjan áfangastað og kaupa einungis notuð föt. „Mér fannst geggjað að kaupa einungis notuð föt, það var miklu auðveldara en ég hélt,“ segir hún. Hugar að næsta ári Í gærkvöldi settist Katrín Björk niður með makanum sínum og lögðu þau á ráðin um hver markmið komandi árs yrðu. Hún segist ætla að setja sér aftur markmið um að leggja inn á höfuðstól húsnæðislánsins, en ef til vill verður upphæðin ekki eins há og nú. „Maður verður að hafa þau svo þetta ýti í mann.“ Hún mælir með því fyrir alla þá sem ætla að setja sér álíka markmið að skrifa þau á blað og hafa þau sýnileg á fjölförnum stað á heimili fólks. Markmiðin þurfi líka að vera alls konar og mismunandi erfið þar sem það felist ákveðin hvatning í því að ná markmiðunum sínum. Klárar loks snyrtivörurnar Katrín Björk heldur úti YouTube-rás undir nafninu Kate Wiium þar sem hún deilir alls kyns sparnaðarráðum og tillögum um hvernig eigi að lifa minimalískan lífsstíl. Meðal markmiða Katrínar var akkúrat að birta tíu myndbönd á YoTtube á árinu, sem hún náði. Hún er einnig með stór markmið varðandi YouTube-rásina á komandi ári og tengir hana við annað markmið, sem er að kaupa engar snyrtivörur á árinu. Á rásinni birtir hún myndbönd þar sem hún tekur þátt í nýjustu tískunni, verkefni sem kallast Project pan og snýst um að klára allar snyrtivörur áður en fest eru kaup á nýjum. „Maður fær alls konar gjafir og svo safnast þetta saman. Ég er til dæmis eina konan á heimilinu svo ég er rosalega lengi að klára sjampó og hárnæringu. Ef maður er kominn með samansafn af gjöfum á maður snyrtivörur sem endast í næstum fimm ár,“ segir hún. Katrín Björk ætlar því ekki að kaupa neinar snyrtivörur á næsta ári heldur einungis nýta þær sem hún á nú þegar. Að hennar mati er minni neysla að verða vinsæl, í stað endalausrar kauphyggju séu margir sem taka þátt í Project pan. „Í byrjun árs þegar ég nefndi þetta vissi enginn hvað þetta væri og það var allt um að kaupa og prófa nýjar vörur. Núna er allt á samfélagsmiðlum eins og TikTok morandi í vanneyslu og Project pan, það er mjög vinsælt.“ Fjármál heimilisins Áramót Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Katrínu Björk, nú þegar árið er senn á enda, til að athuga hvernig hefði gengið með markmiðin. „Það var ekki allt sem tókst, við náðum til dæmis ekki að borga tíu milljónir af húsinu,“ segir Katrín Björk. „Það hjálpaði samt að hafa þetta markmið, við náðum því ekki alveg en þetta voru nokkrar milljónir sem fóru inn á höfuðstólinn.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð háleitasta markmiði sínu gat Katrín þulið upp fjölda markmiða sem hún náði á árinu. Þar á meðal var að lesa heila bók, laga ýmislegt á heimilinu, heimsækja nýjan áfangastað og kaupa einungis notuð föt. „Mér fannst geggjað að kaupa einungis notuð föt, það var miklu auðveldara en ég hélt,“ segir hún. Hugar að næsta ári Í gærkvöldi settist Katrín Björk niður með makanum sínum og lögðu þau á ráðin um hver markmið komandi árs yrðu. Hún segist ætla að setja sér aftur markmið um að leggja inn á höfuðstól húsnæðislánsins, en ef til vill verður upphæðin ekki eins há og nú. „Maður verður að hafa þau svo þetta ýti í mann.“ Hún mælir með því fyrir alla þá sem ætla að setja sér álíka markmið að skrifa þau á blað og hafa þau sýnileg á fjölförnum stað á heimili fólks. Markmiðin þurfi líka að vera alls konar og mismunandi erfið þar sem það felist ákveðin hvatning í því að ná markmiðunum sínum. Klárar loks snyrtivörurnar Katrín Björk heldur úti YouTube-rás undir nafninu Kate Wiium þar sem hún deilir alls kyns sparnaðarráðum og tillögum um hvernig eigi að lifa minimalískan lífsstíl. Meðal markmiða Katrínar var akkúrat að birta tíu myndbönd á YoTtube á árinu, sem hún náði. Hún er einnig með stór markmið varðandi YouTube-rásina á komandi ári og tengir hana við annað markmið, sem er að kaupa engar snyrtivörur á árinu. Á rásinni birtir hún myndbönd þar sem hún tekur þátt í nýjustu tískunni, verkefni sem kallast Project pan og snýst um að klára allar snyrtivörur áður en fest eru kaup á nýjum. „Maður fær alls konar gjafir og svo safnast þetta saman. Ég er til dæmis eina konan á heimilinu svo ég er rosalega lengi að klára sjampó og hárnæringu. Ef maður er kominn með samansafn af gjöfum á maður snyrtivörur sem endast í næstum fimm ár,“ segir hún. Katrín Björk ætlar því ekki að kaupa neinar snyrtivörur á næsta ári heldur einungis nýta þær sem hún á nú þegar. Að hennar mati er minni neysla að verða vinsæl, í stað endalausrar kauphyggju séu margir sem taka þátt í Project pan. „Í byrjun árs þegar ég nefndi þetta vissi enginn hvað þetta væri og það var allt um að kaupa og prófa nýjar vörur. Núna er allt á samfélagsmiðlum eins og TikTok morandi í vanneyslu og Project pan, það er mjög vinsælt.“
Fjármál heimilisins Áramót Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira