Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2025 11:46 Jóhann Kristófer hefur engar áhyggjur af því að hann muni ekki selja upp hraðar en HúbbaBúbba. Rapparinn Jóhann Kristófer betur þekktur sem Joey Christ segir það algjörlega af og frá að erjur hans við tónlistar- og fótboltamanninn Eyþór Wöhler og „hinn gaurinn“ séu sviðsettar. Hann á von á því að þurfa ekki að hætta í tónlist vegna málsins en HúbbaBúbba virðist hafa samþykkt áskorun hans. Rapparinn ræddi málið frá A til Ö í Brennslunni á FM957 í morgun en erjurnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Vísir greindi frá erjunum í gær og ræddi við bæði Jóhann Kristófer og Eyþór Wöhler, sem er forsprakki hljómsveitarinnar HúbbaBúbba. Jóhann sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif. Eyþór sagði Jóhann vera með sveitina á heilanum því honum gengi ekki eins vel og þeim. Droppaði Eyþór meðal annars lagi um Jóhann, „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ og Jóhann svaraði fyrir sig á Instagram og birti áskorun til sveitarinnar. Sá sem myndi selja síðar upp á tónleika sína, 19. desember í Austurbæ hjá HúbbaBúbba, 20. desember hjá Joey Christ, myndi einfaldlega hætta í tónlist. Tónleikastaðurinn og tímasetningin hefur vakið grunsemdir netverja líkt og komið er inn á í Brennslunni. Tónleikarnir vekja upp spurningar „Það sem ég hef núna heyrt og hef verið að flakka á samfélagsmiðlum, einhverjir tala um að þetta sé planað beef og einhverskonar stunt,“ segir Rikki G í Brennslunni en þeir Egill Ploder heyrðu í rapparanum um málið. Í þættinum segir hann erjurnar eiga rætur að rekja til byrjun ársins þegar hann hafi gefið út yfirlýsingu um að það yrði að taka til í senunni. „Svo er þetta búið að vera back and forth jabs. Svo er búið að grafa upp einhver tíst þar sem ég sagðist ætla að kjósa þann flokk sem ætlar að banna fótboltagaurum að gera tónlist. Þessir gaurar náttúrulega eru stórir á vellinum en svo þegar það er hnippt í þá utan hans eru þeir ekki alveg eins stórir.“ @eythorwohler @joey christ ♬ original sound - eythorwohler Rapparinn segir erjurnar því hafa verið að souvide-ast lengi. Honum finnist gaman að heyra af illindum, enda sjaldgæf. Hvað segirðu við fólkið sem heldur að þetta sé planað? „Ég segi að það megi bara halda það ef það vill. Allt sem ég er búinn að vera að segja er eitthvað sem ég bara staðfast trúi. Ég veit ekki hvernig eitthvað getur verið fake við það.“ View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) „Hinn gaurinn“ sagðist vera til Þá spyr Rikki Jóhann að því hvort að honum hafi borist svar frá HúbbaBúbba um áskorunina? „Hinn gaurinn.....“ Kristall? „Já hann. Hann sagðist vera til, hann svaraði hjá mér. En er hann í bandinu? Mér finnst þetta alltaf bara vera Eyþór?“ spyr Jóhann og bendir Egill honum á að hann sé atvinnumaður í knattspyrnu en Kristall Máni Ingason er einkar hæfileikaríkur leikmaður Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og á auk þess landsleiki að baki fyrir Ísland. Bjartsýnn á að taka þetta Þá er þetta bara on? „Þá er þetta bara on!“ segir rapparinn. En eru þeir að fara að standa við þetta? „Til þess er leikurinn gerður. Ég vona að þeir standi við þetta, ég myndi standa við þetta. Þetta er heiðursmannasamkomulag og það er spurning hversu miklir heiðursmenn þetta eru.“ Þú ert bjartsýnn að standa uppi sem sigurvegari? „Ég er rólegur. Ef til þess kemur að ég þarf að hætta að gefa út tónlist þá kann ég að gera mjög margt annað. Maður hefur verið í útvarpinu, maður hefur leikið og leikstýrt, þannig ég hef ekki áhyggjur af því að ég hafi neitt að gera.“ Brennslan Tónlist Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira
Vísir greindi frá erjunum í gær og ræddi við bæði Jóhann Kristófer og Eyþór Wöhler, sem er forsprakki hljómsveitarinnar HúbbaBúbba. Jóhann sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif. Eyþór sagði Jóhann vera með sveitina á heilanum því honum gengi ekki eins vel og þeim. Droppaði Eyþór meðal annars lagi um Jóhann, „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ og Jóhann svaraði fyrir sig á Instagram og birti áskorun til sveitarinnar. Sá sem myndi selja síðar upp á tónleika sína, 19. desember í Austurbæ hjá HúbbaBúbba, 20. desember hjá Joey Christ, myndi einfaldlega hætta í tónlist. Tónleikastaðurinn og tímasetningin hefur vakið grunsemdir netverja líkt og komið er inn á í Brennslunni. Tónleikarnir vekja upp spurningar „Það sem ég hef núna heyrt og hef verið að flakka á samfélagsmiðlum, einhverjir tala um að þetta sé planað beef og einhverskonar stunt,“ segir Rikki G í Brennslunni en þeir Egill Ploder heyrðu í rapparanum um málið. Í þættinum segir hann erjurnar eiga rætur að rekja til byrjun ársins þegar hann hafi gefið út yfirlýsingu um að það yrði að taka til í senunni. „Svo er þetta búið að vera back and forth jabs. Svo er búið að grafa upp einhver tíst þar sem ég sagðist ætla að kjósa þann flokk sem ætlar að banna fótboltagaurum að gera tónlist. Þessir gaurar náttúrulega eru stórir á vellinum en svo þegar það er hnippt í þá utan hans eru þeir ekki alveg eins stórir.“ @eythorwohler @joey christ ♬ original sound - eythorwohler Rapparinn segir erjurnar því hafa verið að souvide-ast lengi. Honum finnist gaman að heyra af illindum, enda sjaldgæf. Hvað segirðu við fólkið sem heldur að þetta sé planað? „Ég segi að það megi bara halda það ef það vill. Allt sem ég er búinn að vera að segja er eitthvað sem ég bara staðfast trúi. Ég veit ekki hvernig eitthvað getur verið fake við það.“ View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) „Hinn gaurinn“ sagðist vera til Þá spyr Rikki Jóhann að því hvort að honum hafi borist svar frá HúbbaBúbba um áskorunina? „Hinn gaurinn.....“ Kristall? „Já hann. Hann sagðist vera til, hann svaraði hjá mér. En er hann í bandinu? Mér finnst þetta alltaf bara vera Eyþór?“ spyr Jóhann og bendir Egill honum á að hann sé atvinnumaður í knattspyrnu en Kristall Máni Ingason er einkar hæfileikaríkur leikmaður Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og á auk þess landsleiki að baki fyrir Ísland. Bjartsýnn á að taka þetta Þá er þetta bara on? „Þá er þetta bara on!“ segir rapparinn. En eru þeir að fara að standa við þetta? „Til þess er leikurinn gerður. Ég vona að þeir standi við þetta, ég myndi standa við þetta. Þetta er heiðursmannasamkomulag og það er spurning hversu miklir heiðursmenn þetta eru.“ Þú ert bjartsýnn að standa uppi sem sigurvegari? „Ég er rólegur. Ef til þess kemur að ég þarf að hætta að gefa út tónlist þá kann ég að gera mjög margt annað. Maður hefur verið í útvarpinu, maður hefur leikið og leikstýrt, þannig ég hef ekki áhyggjur af því að ég hafi neitt að gera.“
Brennslan Tónlist Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Sjá meira