Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. desember 2025 22:01 Drengurinn hefur ítrekað ráðist á strætisbílstjóra við Krossmóa. Vísir/Vilhelm Sextán ára drengur sem hefur ítrekað ráðist á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Drengurinn er forsjárlaus en fékk að dvelja hjá frænku sinni sem hann endaði á að ráðast á. Drengurinn var alls ákærður fyrir sex líkamsárásir sem áttu sér stað frá september í fyrra til mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir fjögur fíkniefna- og vopnalagabrot. Hann var fundinn sekur um allar líkamsárásirnar og játaði sök í öllum fíkniefna- og vopnalagabrotunum. Af þeim sex líkamsárásum sem drengurinn var kærður fyrir voru þrjár gegn einum og sama bílstjóra strætisvagns. Fyrsta brotið gegn bílstjóranum átti sér stað þann 18. október 2024 en að sögn bílstjórans var drengurinn að reykja rafrettu í strætisvagninum, fór út á enda leiðarinnar en kom síðar aftur með tveimur vinum. Vagnstjórinn rak þá út úr vagninum vegna reykinganna og þegar hann ætlaði að loka hurðinni höfðu strákarnir haldið hurðinni opinni og drengurinn kýldi hann í andlitið og braut gleraugu bílstjórans. Þegar drengurinn var spurður af lögreglu af hverju hann kýldi vagnstjórann, en atvikið náðist á upptöku, sagðist hann ekki vita af hverju. „Ég veit það ekki. Hann þurfti að segja eitthvað shit við mig. Ég kýli ekkert fólk randomly,“ sagði drengurinn en sagði fyrir dómi að bílstjórinn hefði ýtt honum og því hefði hann kýlt hann í varnarskyni. Dómarinn leit svo á að ekki gæti hann borið fyrir sig neyðarvörn þar sem hann hefði hæglega getað gengið á brott og var drengurinn dæmdur sekur. „Hann á að keyra“ Önnur líkamsárásin gegn bílstjóranum átti sér stað 12. desember við Krossmóa. Að sögn bílstjórans átti drengurinn að hafa farið inn í strætisvagn að aftan en bílstjórinn sagt honum að yfirgefa vagninn þar sem drengurinn hefði áður ráðist á hann og væri þekktur fyrir að bera hníf. „Ég er ekki að fara drulla mér út ef þessi hommi segir mér að drulla mér út. Hann á að keyra,“ sagði drengurinn við skýrslutöku. Drengurinn yfirgaf vagninn en tók við að lemja á hurðina til að fá bílstjórann til að opna vagninn. Bílstjórinn yfirgaf vagninn og kom til átaka á milli þeirra en drengurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hann og sparkað í bringu hans. Nokkur vitni voru að atvikinu sem héldu drengnum aftur, sem var dæmdur sekur fyrir að hafa lamið bílstjórann. Þann 10. mars 2025 barst lögreglu önnur tilkynning um líkamsárás í Krossmóa. Drengurinn og áðurnefndur bílstjóri voru á vettvangi þegar lögreglu bar að garði en bílstjórinn sagði að drengurinn hefði ráðist á sig og var sá síðarnefndi handtekinn í kjölfarið. Vitni sáu bílstjórann neita drengnum um far með vagninum þar sem hann greiddi ekki fargjaldið. Annað vitnið, og jafnframt vinur drengsins, sagði við lögreglu að drengurinn og bílstjórinn væru með eitthvað „beef“. Missamræmi er á milli frásagnar bílstjórans og drengsins en sá síðarnefndi hélt því fram að bílstjórinn hefði skallað sig. Hann viðurkenndi að hafa „smettað“ bílstjórann, hent honum í jörðina og slegið hann tvisvar til þrisvar en neitar því að hafa sparkað í bílstjórann. Bílstjórinn neitaði því að hafa byrjað átökin en samkvæmt vitni sem var á staðnum var það drengurinn sem sló fyrsta höggið. Fingur bílstjórans brotnaði í átökunum en engir áverkar voru sem studdu frásögnina að hann hefði skallað drenginn. Drengurinn réðst síðan á annan bílstjóra þann 30. nóvember 2024 og játaði sök í því máli. Í dóminum kemur fram að hann sló bílstjórann einu sinni með þeim afleiðingum að hann hlaut blóðnasir og kvarnaðist úr framtönn hægra megin. Á herðum Barnaverndar eftir að móðirin afsalaði sér forsjá Drengurinn var kærður og sakfelldur fyrir tvær aðrar líkamsárásir, annars vegar fyrir að kýla annan í öxlina fyrir utan Vatnaveröld og hins vegar fyrir að ráðast á frænku sína sem hann bjó hjá. Móðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins og hefur faðirinn aldrei verið með forræði. Drengurinn er því í umsjón Barnaverndar. Hann dvaldi því hjá föðursystur sinni um tíma, gegn því að hann myndi ekki neyta fíkniefna. Hana grunaði að hann hefði neytt fíkniefna og sagði drengnum að hann gæti ekki búið hjá henni ef hann héldi áfram. Þá myndi hún segja tengdaforeldrum drengsins frá fíkniefnaneyslunni. Drengurinn reiddist, réðst á frænku sína og endað höfuð hennar á borðplötunni. Hún hlaut áverka í munni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði frænkan að hann hefði ekki áður hagað sér á þann hátt við hana en að hann væri ekki heilbrigt barn. Drengurinn viðurkenndi að hafa reiðst og ætlað að taka af henni símann. Faldi fíkniefni í nærbuxum á Stuðlum Drengurinn játaði sök í fjórum fíkniefna- og vopnalagabrotum. Í september 2024 fundust 8,80 grömm af amfetamíni í hans fórum og mánuði síðar voru höfð af honum 9,88 grömm af amfetamíni og 4,12 grömm af marijúna. Hann hafði falið efnin í nærbuxunum sínum þegar hann var á meðferðarheimilinu Stuðlum. Þá var hann tvisvar sinnum með hníf á almannafæri, annars vegar með sextán sentimetra löngu blaði á tjaldsvæði í Sandgerði og hins vegar með með tíu sentimetra löngu blaði í Reykjanesbæ. Dómur drengsins var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 20. október síðastliðinn en er nýbirtur á vef héraðsdóms. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin og þurfti alls að greiða rúmar sex milljónir króna. Tekinn var til hliðsjónar aldur drengsins og að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Dómsmál Reykjanesbær Meðferðarheimili Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Drengurinn var alls ákærður fyrir sex líkamsárásir sem áttu sér stað frá september í fyrra til mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir fjögur fíkniefna- og vopnalagabrot. Hann var fundinn sekur um allar líkamsárásirnar og játaði sök í öllum fíkniefna- og vopnalagabrotunum. Af þeim sex líkamsárásum sem drengurinn var kærður fyrir voru þrjár gegn einum og sama bílstjóra strætisvagns. Fyrsta brotið gegn bílstjóranum átti sér stað þann 18. október 2024 en að sögn bílstjórans var drengurinn að reykja rafrettu í strætisvagninum, fór út á enda leiðarinnar en kom síðar aftur með tveimur vinum. Vagnstjórinn rak þá út úr vagninum vegna reykinganna og þegar hann ætlaði að loka hurðinni höfðu strákarnir haldið hurðinni opinni og drengurinn kýldi hann í andlitið og braut gleraugu bílstjórans. Þegar drengurinn var spurður af lögreglu af hverju hann kýldi vagnstjórann, en atvikið náðist á upptöku, sagðist hann ekki vita af hverju. „Ég veit það ekki. Hann þurfti að segja eitthvað shit við mig. Ég kýli ekkert fólk randomly,“ sagði drengurinn en sagði fyrir dómi að bílstjórinn hefði ýtt honum og því hefði hann kýlt hann í varnarskyni. Dómarinn leit svo á að ekki gæti hann borið fyrir sig neyðarvörn þar sem hann hefði hæglega getað gengið á brott og var drengurinn dæmdur sekur. „Hann á að keyra“ Önnur líkamsárásin gegn bílstjóranum átti sér stað 12. desember við Krossmóa. Að sögn bílstjórans átti drengurinn að hafa farið inn í strætisvagn að aftan en bílstjórinn sagt honum að yfirgefa vagninn þar sem drengurinn hefði áður ráðist á hann og væri þekktur fyrir að bera hníf. „Ég er ekki að fara drulla mér út ef þessi hommi segir mér að drulla mér út. Hann á að keyra,“ sagði drengurinn við skýrslutöku. Drengurinn yfirgaf vagninn en tók við að lemja á hurðina til að fá bílstjórann til að opna vagninn. Bílstjórinn yfirgaf vagninn og kom til átaka á milli þeirra en drengurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hann og sparkað í bringu hans. Nokkur vitni voru að atvikinu sem héldu drengnum aftur, sem var dæmdur sekur fyrir að hafa lamið bílstjórann. Þann 10. mars 2025 barst lögreglu önnur tilkynning um líkamsárás í Krossmóa. Drengurinn og áðurnefndur bílstjóri voru á vettvangi þegar lögreglu bar að garði en bílstjórinn sagði að drengurinn hefði ráðist á sig og var sá síðarnefndi handtekinn í kjölfarið. Vitni sáu bílstjórann neita drengnum um far með vagninum þar sem hann greiddi ekki fargjaldið. Annað vitnið, og jafnframt vinur drengsins, sagði við lögreglu að drengurinn og bílstjórinn væru með eitthvað „beef“. Missamræmi er á milli frásagnar bílstjórans og drengsins en sá síðarnefndi hélt því fram að bílstjórinn hefði skallað sig. Hann viðurkenndi að hafa „smettað“ bílstjórann, hent honum í jörðina og slegið hann tvisvar til þrisvar en neitar því að hafa sparkað í bílstjórann. Bílstjórinn neitaði því að hafa byrjað átökin en samkvæmt vitni sem var á staðnum var það drengurinn sem sló fyrsta höggið. Fingur bílstjórans brotnaði í átökunum en engir áverkar voru sem studdu frásögnina að hann hefði skallað drenginn. Drengurinn réðst síðan á annan bílstjóra þann 30. nóvember 2024 og játaði sök í því máli. Í dóminum kemur fram að hann sló bílstjórann einu sinni með þeim afleiðingum að hann hlaut blóðnasir og kvarnaðist úr framtönn hægra megin. Á herðum Barnaverndar eftir að móðirin afsalaði sér forsjá Drengurinn var kærður og sakfelldur fyrir tvær aðrar líkamsárásir, annars vegar fyrir að kýla annan í öxlina fyrir utan Vatnaveröld og hins vegar fyrir að ráðast á frænku sína sem hann bjó hjá. Móðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins og hefur faðirinn aldrei verið með forræði. Drengurinn er því í umsjón Barnaverndar. Hann dvaldi því hjá föðursystur sinni um tíma, gegn því að hann myndi ekki neyta fíkniefna. Hana grunaði að hann hefði neytt fíkniefna og sagði drengnum að hann gæti ekki búið hjá henni ef hann héldi áfram. Þá myndi hún segja tengdaforeldrum drengsins frá fíkniefnaneyslunni. Drengurinn reiddist, réðst á frænku sína og endað höfuð hennar á borðplötunni. Hún hlaut áverka í munni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði frænkan að hann hefði ekki áður hagað sér á þann hátt við hana en að hann væri ekki heilbrigt barn. Drengurinn viðurkenndi að hafa reiðst og ætlað að taka af henni símann. Faldi fíkniefni í nærbuxum á Stuðlum Drengurinn játaði sök í fjórum fíkniefna- og vopnalagabrotum. Í september 2024 fundust 8,80 grömm af amfetamíni í hans fórum og mánuði síðar voru höfð af honum 9,88 grömm af amfetamíni og 4,12 grömm af marijúna. Hann hafði falið efnin í nærbuxunum sínum þegar hann var á meðferðarheimilinu Stuðlum. Þá var hann tvisvar sinnum með hníf á almannafæri, annars vegar með sextán sentimetra löngu blaði á tjaldsvæði í Sandgerði og hins vegar með með tíu sentimetra löngu blaði í Reykjanesbæ. Dómur drengsins var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 20. október síðastliðinn en er nýbirtur á vef héraðsdóms. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin og þurfti alls að greiða rúmar sex milljónir króna. Tekinn var til hliðsjónar aldur drengsins og að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.
Dómsmál Reykjanesbær Meðferðarheimili Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira