Innlent

Bein út­sending: Hvatningar­verð­laun ÖBÍ

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Verðlaunaafhendingin hefst klukkan ellefu.
Verðlaunaafhendingin hefst klukkan ellefu. ÖBÍ

Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka verða veitt á Grand hóteli í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun veita verðlaunin.

Tilnefndir eru:

Hákon Atli Bjarkason

Fyrir að vera frábær fyrirmynd og stuðla að inngildingu ungs fatlaðs íþróttafólks.

Listvinnzlan

Fyrir brautryðjendastarf á sviði listsköpunar fatlaðs fólks og fjölgun atvinnutækifæra.

Magnús Orri Arnarson

Fyrir einstakt framlag á sviði vitundarvakningar, kvikmyndagerðar og íþrótta.

Sigurður Hólmar Jóhannesson

Fyrir að lyfta grettistaki í málaflokki fatlaðra barna og barna með sjaldgæfa sjúkdóma.

Hvatningarverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2007. Árið 2024 hlutu tvö leikverk verðlaunin, annars vegar Fúsi, aldur og fyrri störf eftir Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson og hins vegar Taktu flugið, beibí eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur. 

Alþjóðadagur fatlaðs fólks er í dag, 3. desember. ÖBÍ stendur fyrir átakinu Upplýst samfélag þar sem allir eru hvattir til að lýsa landið allt í einkennislit réttindabaráttu fatlaðs fólks, fjólubláum.

Hátíðin hefst klukkan ellefu og má gera ráð fyrir að hún standi yfir til um það bil 12:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×