Innlent

Innan­lands­flugi Icelandair af­lýst

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þessi mynd var tekni þegar, vegna óveðurs, farþegaþotur Icelandair lentu í Reykjavík í stað Keflavíkurflugvallar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þessi mynd var tekni þegar, vegna óveðurs, farþegaþotur Icelandair lentu í Reykjavík í stað Keflavíkurflugvallar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst.

Á vefsíðu innanlandsflugvalla má sjá að öllum ferðum Icelandair hefur verið aflýst. Fyrsta vél átti að fara til Akureyrar klukkan átta í morgun og sú síðasta til Akureyrar korter yfir sex í kvöld.

Eina flugferðin sem er enn á dagskrá er ferð Norlandair frá Reykjavík til Bíldudals. Einnig er gert ráð fyrir að sú vél snúi aftur og lendi á Reykjavíkurflugvelli rúmlega hálf fjögur.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugferðunum hafi verið aflýst vegna veðurs. Farþegum hefur verið boðið flug á morgun þar sem þörf er á.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×