Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2025 16:50 Hrafnkell V. Gíslason, til vinstri, er forstjóri Fjarskiptastofu og Páll Ásgrímsson er aðallögfræðingur Sýnar. Valgarður Gíslason/Sýn Fjarskiptastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án nokkurs endurgjalds. Fjarskiptastofa segist engin dæmi þekkja um það innanlands, eða erlendis frá, að dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi sín. Aðallögfræðingur Sýnar segir það alrangt. Þá gerir hann alvarlegar athugasemdir við að stofnunin birti fjárhæðir í viðskiptasamningum milli Sýnar og Símans opinberlega. Sýn greindi frá niðurstöðu Fjarskiptastofu í fréttatilkynningu í gær, þar sem kom meðal annars fram að forsvarsmenn Sýnar teldu ákvörðunina andstæða eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar. Áður hafði verið greint frá annarri ákvörðun Fjarskiptastofu sem varðaði beiðni Símans um að fá að dreifa enska boltanum á lokuðu kerfi sínu. Fjarskiptastofa taldi það eðlilega og sanngjarna beiðni. Í því máli féllst FST hins vegar á að það með Sýn að Síminn skyldi greiða eðlilegt endurgjald fyrir flutninginn þar sem um áskriftarstöð væri að ræða Fjarskiptastofa hefur nú birt ítarlega tilkynningu á vef sínum þar sem forsendur ákvörðuninnar eru reifaðar. Fjallað er um tilkynninguna hér að neðan og enn neðar má lesa viðtal við Pál Ásgrímsson, aðallögfræðing Sýnar, um málið. Síminn greiðir Sýn fyrir að sýna sína stöð Í tilkynningu Fjarskiptastofu, FST, segir að sá mikilvægi munur sé á flutningsréttarbeiðnum Símans í þessum tveimur málum að hið síðara varði opna línulega frírás á meðan hitt málið varði íþróttaáskriftarstöðvar Sýnar. Þar til mál þessi komu upp í júlí síðastliðnum hafi það tíðkaðst það í um það bil tvo áratugi milli félaganna að það félag sem flutti sjónvarpsútsendingar gagnaðilans fékk greitt fyrir það frá viðkomandi fjölmiðlaveitu, þar sem kostnaðurinn féll fyrst og fremst til hjá viðkomandi dreifiveitu. „Þannig hefur Sýn greitt Símanum tugi milljóna króna á ári fyrir að flytja línulegt myndefni Sýnar. Í kjölfar þessa máls hætti Síminn að innheimta endurgjald af Sýn fyrir flutning á opnu rás Sýnar og flytur Síminn nú rásina án endurgjalds. Nú krefst Sýn þess að Síminn greiði Sýn fyrir það að Síminn flytji rásina. Þá má geta þess að Síminn greiðir Sýn fyrir að flytja opnu sjónvarpsstöð Símans um sjónvarpsdreifikerfi Sýnar, rétt eins og Sýn greiddi Símanum fyrir slíkan flutning áður en til þessa máls kom.“ FST þekki engin dæmi um það innanlands, eða erlendis frá, að dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi sín. Meginreglan hafi verið öfug, það er að fjölmiðlaveitur greiði fyrir flutninginn ef um greiðslur er á annað borð að ræða. Þá hafi verið litið svo á að það sé viðkomandi fjölmiðlaveitu í hag að dreifing efnisins sé sem víðtækust, þar sem slíkar stöðvar fjármagni sig fyrst og fremst á auglýsingatekjum og kostun, þar sem ekki sé um áskriftartekjur að ræða. Þess megi geta að rétt tæplega 40 þúsund heimili notast við IPTV kerfi Símans og mörg þúsund þeirra horfi á fréttir Sýnar dag hvern. Stuðli að valfrelsi neytenda Þá segir að meginmarkmið flutningsréttarákvæðis fjölmiðlalaga sé að stuðla að valfrelsi neytenda við val á efnis- og dreifiveitum og að standa vörð um samkeppni á sjónvarps- og fjarskiptamörkuðum. Verndarandlagið vísi til almannahagsmuna á kostnað hagsmuna einstakra fjölmiðlaveitna, sérstaklega þeirra sem einnig stunda fjarskiptastarfsemi. Markmiðin eigi að koma í veg fyrir að það ástand skapist að notendur standi frammi fyrir því að við val á efnisveitu eða fjarskiptafyrirtæki takmarkist aðgangur þeirra að myndefni. „Mikilvægt þykir að neytendur geti valið þær efnis- og dreifiveitur sem þeir kjósa, óháð efninu. Var ákvæðinu sérstaklega ætlað, að gefnu tilefni, að draga úr áhrifum lóðrétts eignarhalds á efnis- og dreifiveitum.“ FST hafi einnig horft til jafnræðisreglu þeirrar sem fram kemur flutningsréttarákvæðinu. Þar komi fram að fjölmiðlaveita skuli gæta jafnræðis hvað slíkan flutnings varðar gagnvart sjálfri sér og tengdu fjarskiptafyrirtæki annars vegar og gagnvart ótengdu fjarskiptafyrirtæki sem óskar flutnings hins vegar. „Þar sem Sýn dreifir og hyggst áfram dreifa umræddu efni á eigin IPTV kerfi (og sjónvarpsappi), en útiloka dreifingu um slíkt kerfi Símans fæli það að mati FST í sér brot gegn umræddri jafnræðisreglu. Telur FST að mismunun sú sé lóð á vogaskálar þess að beiðnin uppfylli umrædd skilyrði.“ Eldra fólk og í viðkvæmri stöðu noti enn myndlykla Þá hafi það verið niðurstaða FST að þrátt fyrir að OTT lausnir (öpp) við myndmiðlun væru komnar fram úr IPTV hvað fjölda varðar sé ekkert sem bendi til annars en að IPTV kerfi verði áfram mikilvægur valmöguleiki fyrir notendur hér á landi á næstu árum, sérstaklega fyrir eldri aldurshópa og fólk í viðkvæmri stöðu. Annað hvert heimili noti enn þá myndlykla til að nálgast sjónvarpsefni. FST hafi látið framkvæma fyrir sig neytendakönnun sem leiddi þetta í ljós, auk þess sem þar hafi komið fram að um 40 prósent svarenda noti IPTV sem helstu leið til sjónvarpsáhorfs. FST hafi því ekki fallist á það sjónarmið Sýnar að IPTV væru orðin eða væru við það að verða úreld leið til sjónvarpsáhorfs, enda væri það ekki í samræmi við rauntölur né hegðun Sýnar, sem hampaði IPTV lausn sinni ekki síður en sjónvarpsappi félagsins. Fjölmiðlanefnd, sem hafi skilað inn lögbundnu áliti í málinu, hafi verið sammála ofangreindu mati FST á mikilvægi IPTV. „Þá var það mat FST að þeir sem vildu áfram nota myndlykla hefðu því þurft að færa sig til Sýnar, og þá væri hætta á að mörg heimili myndu einnig færa fjarskiptin yfir sökum áhrifa vöndla Sýnar sem innihalda bæði sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu, þ.m.t. internetþjónustu.“ Boð um aðgang að appinu tæmi ekki réttinn Í tilkynningu FST segir að hitt meginágreiningsefni málsins hafi, líkt og í hinu málinu, hverfst um þá staðreynd að Sýn hafi boðið Símanum heildsöluaðgang að sjónvarpsappi Sýnar (OTT lausn), sem eina valkostinn, á sama tíma og Sýn viðheldur eigin IPTV lausn. Sýn hafi talið að þar með sé flutningsréttarbeiðni Símans ekki eðlileg og sanngjörn. „Var það niðurstaða FST að framangreint boð Sýnar tæmi ekki flutningsrétt Símans þannig að hún teldist ekki uppfylla framangreind skilyrði. Slík lausn væri ekki jafngild dreifingu um IPTV kerfi fyrir stóra hópa landsmanna, líkt og Fjölmiðlanefnd tekur undir, enda eiga tilteknir hópar ekki auðvelt með að tileinka sér tækninýjungar, auk þess sem aðrir kjósa IPTV fram yfir OTT af ýmsum ástæðum.“ Vegna þessa mætti búast við röskun hjá nokkuð stórum hópi notenda yrði lokað fyrir umræddar sjónvarpsútsendingar í IPTV kerfi Símans. Að mati FST sé það ekki í samræmi við orðalag og markmið flutningsréttarákvæðisins að þau tugþúsund heimila sem áfram vilji nota myndlykla hafi aðeins val um myndlykla frá Sýn. Það sé mat FST að Sýn væri ótvírætt að takmarka val fjölmargra heimila með því að loka fyrir sjónvarpsdreifingu um IPTV kerfi Símans og að þvinga mikinn fjölda þeirra til að gera breytingar á því hvernig þau haga sjónvarpsáhorfi sínu og koma inn á sjónvarpskerfi Sýnar, á sama tíma og Sýn bryti gegn framangreindri jafnræðisreglu. Hefði falið í sér enga samkeppni um dreifingu á ókeypis efni Þá segir að að lokum hafi Fjarskiptastofa tekið afstöðu til samkeppnislegra sjónarmiða sem tengjast flutningsréttarbeiðni Símans. Niðurstaðan hafi verið að slík sjónarmið styðji það að hún teljist eðlileg og sanngjörn. Eitt meginmarkmið flutningsréttarákvæðisins, fyrir utan að auka valfrelsi neytenda, sé að tryggja samkeppni á sjónvarps- og fjarskiptamarkaði. Í áliti Samkeppniseftirlitsins í málinu sé tekið undir það hver þessi meginmarkmið eru. Þá hafi Samkeppniseftirlitið vísað til þess að lykillinn að samkeppni og valfrelsi neytenda sé að sambærilegt efni sé í boði í ólíkum fjarskiptakerfum og að ákvæði fjölmiðlalaga um flutningsrétt séu mikilvæg til að tryggja virka samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum. Það sé niðurstaða FST að Sýn sé ekki að bjóða Símanum flutningsrétt á umræddum sjónvarpsútsendingum, heldur aðeins heildsölu á sjónvarpsdreifingu Sýnar. „Ef þetta yrði að veruleika yrði engin samkeppni um flutning á umræddu efni. Sem aftur hefði svo áhrif á fjarskiptamarkaði á borð við internetmarkað og mögulegan markað fyrir vöndla sem sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu. Því væri mikilvægt fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki, sérstaklega þau sem starfræktu IPTV sjónvarpsdreifikerfi, að fá slíkt efni til dreifingar.“ Að auki myndi aðgerð Sýnar leiða til þess að viðskiptavinir Símans þyrftu að ganga í viðskiptasamband við Sýn til að geta virkjað og notað sjónvarpsapp Sýnar. Slíkt fyrirkomulag væri afar óæskilegt út frá samkeppnislegum sjónarmiðum. „Með hinni yfirlýstu aðgerð Sýnar er að mati FST farið gegn einu meginmarkmiði flutningsréttarákvæðisins, þ.e. að standa vörð um samkeppni á sjónvarps- og fjarskiptamörkuðum. Mikilvægt er að samkeppni ríki milli dreifiveitna og að fjölbreyttar dreifileiðir standi neytendum til boða, óháð sjónvarpsefni.“ Séríslenskt ákvæði Þá segir að FST hafni þeim málsástæðum Sýnar að túlka beri flutningsréttarbeiðni Símans samræmisskýringu við EES rétt, að slíkar beiðnir geti aðeins náð til samfélagslega mikilvægra viðburða eða aðeins viðburða sem hafa fjölræði og menningarpólitík að markmiði eða að flutningsréttur Símans takmarki þjónustufrelsi Sýnar samkvæmt EES samningnum. „Um er að ræða séríslenskt ákvæði sem á sér ekki stoð í EES rétti og því ekki unnt að skýra það samræmisskýringu við EES rétt. Þetta er staðfest í áliti Fjölmiðlanefndar.“ Alþekkt að greitt sé fyrir dreifingu efnis Páll Ásgrímsson, aðallögfræðingur Sýnar, segir í samtali við Vísi að það sé einfaldlega rangt hjá FST að það þekkist ekki dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi. Erlendis þekkist dæmi um að efni í opinn dagskrá ríkisrekinna sjónvarpsstöðva sé dreift án endurgjalds um fjarskiptanet og án þess að fjarskiptafyrirtækið fái greiðslur á móti. „Að krefja einkarekinn fréttamiðil um ókeypis veitingu efnis til markaðsráðandi dreifiaðila gengur lengra en þekkist í Evrópu. Þar er þvert á móti þekkt módel að greitt sé fyrir slíkt efni á grundvelli svokallaðs FRAND módels,“ segir hann. FRAND stendur fyrir Fair, Reasonable and Non Discriminatory pricing. Ekki hægt að rukka nema beiðni liggi fyrir Hvað Ísland varðar hafi grundvallarreglan um endurgjald fyrir flutning mótast í framkvæmd stjórnvalda. Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofu frá árinu 2012, sem varðaði ágreining milli Ríkisútvarpsins og Vodafone, hafi stofnunin komist að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að ekki væri unnt að ákvarða endurgjald fyrir flutning nema að beiðni þess aðila sem krafinn væri um greiðslu hefði komið fram. „Rúv hafði ekki óskað eftir flutningi hjá Vodafone og því bar Rúv ekki að greiða fyrir hann.“ Í ákvörðuninni hafi sagt: „Út frá skýrum ákvæðum laganna, lögskýringargögnum og almennum lögskýringarsjónarmiðum verði ekki annað talið en að beiðni verði að koma fram af hálfu þess sem óskar aðgangs að dreifikerfi eða efni, svo að til greiðsluskyldu geti komið á grundvelli laganna.“ Sá sem biður um aðgang ætti að greiða Páll segir að með gagnályktun frá þessari niðurstöðu sé ljóst að þegar fjarskiptafyrirtæki, líkt og Síminn í þessu tilviki, óskar eftir aðgangi að efni fjölmiðlaveitu á grundvelli flutningsréttarákvæðis fjölmiðlalaga, þá sé það þeim, sem beiðnina setur fram, sem beri að greiða sanngjarnt endurgjald fyrir þann aðgang. „Krafa um að fá kostnaðarsamt efni, sem felur meðal annars í sér rekstur fréttastofu og kaup á dýru dagskrárefni, afhentan endurgjaldslaust frá beinum samkeppnisaðila getur tæplega talist „eðlileg og sanngjörn beiðni“ í skilningi laganna.“ Lögin væri ólög hefði FST rétt fyrir sér Þá segir Páll að FST telji sig ekki hafa heimildir til að ákvarða verðlagningu fyrir aðgang að efni opinna sjónvarpsstöðva. Sýn telji þetta ranga túlkun. Væri hún rétt hefði FST þaðan af síður rétt til að banna fjölmiðlaveitu að setja upp sanngjarnt endurgjald fyrir höfundaréttarvarið efni sitt, enda færi það gegn meginreglum höfundalaga. „Það sem meira er, ef þessi skýring á lögunum væri rétt hjá Fjarskiptastofu, væru lögin einfaldlega í andstöðu við eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins, en samkvæmt því ákvæði má engan skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Skoða að leita réttar síns vegna brota FST á stjórnsýslulögum Loks segir Páll það ámælisvert að Fjarskiptastofa upplýsi í fréttatilkynningu um fjárhæðir í viðskiptasamningum sem hafa á undangengnum árum verið í gildi milli Símans og Sýnar. Þetta feli í sér brot á stjórnsýslulögum og lögum um Fjarskiptastofu, sem kveði á um að fara skuli með upplýsingar um viðskiptahagsmuni sem trúnaðarmál. Hann vísar til álits Umboðsmanns Alþingis frá árinu 2018 þar sem Umboðsmaður fjallaði um um skyldur stjórnvalda varðandi meðferð upplýsinga og áréttaði að aðilar yrðu að geta treyst því að farið væri með upplýsingar í samræmi við lög. „Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem Fjarskiptastofa misfer með viðkvæmar viðskiptalegar upplýsingar og Sýn hefur til skoðunar að leita réttar síns í þeim efnum,“ segir Páll að lokum. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Neytendur Samkeppnismál Sýn Síminn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Sýn greindi frá niðurstöðu Fjarskiptastofu í fréttatilkynningu í gær, þar sem kom meðal annars fram að forsvarsmenn Sýnar teldu ákvörðunina andstæða eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar. Áður hafði verið greint frá annarri ákvörðun Fjarskiptastofu sem varðaði beiðni Símans um að fá að dreifa enska boltanum á lokuðu kerfi sínu. Fjarskiptastofa taldi það eðlilega og sanngjarna beiðni. Í því máli féllst FST hins vegar á að það með Sýn að Síminn skyldi greiða eðlilegt endurgjald fyrir flutninginn þar sem um áskriftarstöð væri að ræða Fjarskiptastofa hefur nú birt ítarlega tilkynningu á vef sínum þar sem forsendur ákvörðuninnar eru reifaðar. Fjallað er um tilkynninguna hér að neðan og enn neðar má lesa viðtal við Pál Ásgrímsson, aðallögfræðing Sýnar, um málið. Síminn greiðir Sýn fyrir að sýna sína stöð Í tilkynningu Fjarskiptastofu, FST, segir að sá mikilvægi munur sé á flutningsréttarbeiðnum Símans í þessum tveimur málum að hið síðara varði opna línulega frírás á meðan hitt málið varði íþróttaáskriftarstöðvar Sýnar. Þar til mál þessi komu upp í júlí síðastliðnum hafi það tíðkaðst það í um það bil tvo áratugi milli félaganna að það félag sem flutti sjónvarpsútsendingar gagnaðilans fékk greitt fyrir það frá viðkomandi fjölmiðlaveitu, þar sem kostnaðurinn féll fyrst og fremst til hjá viðkomandi dreifiveitu. „Þannig hefur Sýn greitt Símanum tugi milljóna króna á ári fyrir að flytja línulegt myndefni Sýnar. Í kjölfar þessa máls hætti Síminn að innheimta endurgjald af Sýn fyrir flutning á opnu rás Sýnar og flytur Síminn nú rásina án endurgjalds. Nú krefst Sýn þess að Síminn greiði Sýn fyrir það að Síminn flytji rásina. Þá má geta þess að Síminn greiðir Sýn fyrir að flytja opnu sjónvarpsstöð Símans um sjónvarpsdreifikerfi Sýnar, rétt eins og Sýn greiddi Símanum fyrir slíkan flutning áður en til þessa máls kom.“ FST þekki engin dæmi um það innanlands, eða erlendis frá, að dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi sín. Meginreglan hafi verið öfug, það er að fjölmiðlaveitur greiði fyrir flutninginn ef um greiðslur er á annað borð að ræða. Þá hafi verið litið svo á að það sé viðkomandi fjölmiðlaveitu í hag að dreifing efnisins sé sem víðtækust, þar sem slíkar stöðvar fjármagni sig fyrst og fremst á auglýsingatekjum og kostun, þar sem ekki sé um áskriftartekjur að ræða. Þess megi geta að rétt tæplega 40 þúsund heimili notast við IPTV kerfi Símans og mörg þúsund þeirra horfi á fréttir Sýnar dag hvern. Stuðli að valfrelsi neytenda Þá segir að meginmarkmið flutningsréttarákvæðis fjölmiðlalaga sé að stuðla að valfrelsi neytenda við val á efnis- og dreifiveitum og að standa vörð um samkeppni á sjónvarps- og fjarskiptamörkuðum. Verndarandlagið vísi til almannahagsmuna á kostnað hagsmuna einstakra fjölmiðlaveitna, sérstaklega þeirra sem einnig stunda fjarskiptastarfsemi. Markmiðin eigi að koma í veg fyrir að það ástand skapist að notendur standi frammi fyrir því að við val á efnisveitu eða fjarskiptafyrirtæki takmarkist aðgangur þeirra að myndefni. „Mikilvægt þykir að neytendur geti valið þær efnis- og dreifiveitur sem þeir kjósa, óháð efninu. Var ákvæðinu sérstaklega ætlað, að gefnu tilefni, að draga úr áhrifum lóðrétts eignarhalds á efnis- og dreifiveitum.“ FST hafi einnig horft til jafnræðisreglu þeirrar sem fram kemur flutningsréttarákvæðinu. Þar komi fram að fjölmiðlaveita skuli gæta jafnræðis hvað slíkan flutnings varðar gagnvart sjálfri sér og tengdu fjarskiptafyrirtæki annars vegar og gagnvart ótengdu fjarskiptafyrirtæki sem óskar flutnings hins vegar. „Þar sem Sýn dreifir og hyggst áfram dreifa umræddu efni á eigin IPTV kerfi (og sjónvarpsappi), en útiloka dreifingu um slíkt kerfi Símans fæli það að mati FST í sér brot gegn umræddri jafnræðisreglu. Telur FST að mismunun sú sé lóð á vogaskálar þess að beiðnin uppfylli umrædd skilyrði.“ Eldra fólk og í viðkvæmri stöðu noti enn myndlykla Þá hafi það verið niðurstaða FST að þrátt fyrir að OTT lausnir (öpp) við myndmiðlun væru komnar fram úr IPTV hvað fjölda varðar sé ekkert sem bendi til annars en að IPTV kerfi verði áfram mikilvægur valmöguleiki fyrir notendur hér á landi á næstu árum, sérstaklega fyrir eldri aldurshópa og fólk í viðkvæmri stöðu. Annað hvert heimili noti enn þá myndlykla til að nálgast sjónvarpsefni. FST hafi látið framkvæma fyrir sig neytendakönnun sem leiddi þetta í ljós, auk þess sem þar hafi komið fram að um 40 prósent svarenda noti IPTV sem helstu leið til sjónvarpsáhorfs. FST hafi því ekki fallist á það sjónarmið Sýnar að IPTV væru orðin eða væru við það að verða úreld leið til sjónvarpsáhorfs, enda væri það ekki í samræmi við rauntölur né hegðun Sýnar, sem hampaði IPTV lausn sinni ekki síður en sjónvarpsappi félagsins. Fjölmiðlanefnd, sem hafi skilað inn lögbundnu áliti í málinu, hafi verið sammála ofangreindu mati FST á mikilvægi IPTV. „Þá var það mat FST að þeir sem vildu áfram nota myndlykla hefðu því þurft að færa sig til Sýnar, og þá væri hætta á að mörg heimili myndu einnig færa fjarskiptin yfir sökum áhrifa vöndla Sýnar sem innihalda bæði sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu, þ.m.t. internetþjónustu.“ Boð um aðgang að appinu tæmi ekki réttinn Í tilkynningu FST segir að hitt meginágreiningsefni málsins hafi, líkt og í hinu málinu, hverfst um þá staðreynd að Sýn hafi boðið Símanum heildsöluaðgang að sjónvarpsappi Sýnar (OTT lausn), sem eina valkostinn, á sama tíma og Sýn viðheldur eigin IPTV lausn. Sýn hafi talið að þar með sé flutningsréttarbeiðni Símans ekki eðlileg og sanngjörn. „Var það niðurstaða FST að framangreint boð Sýnar tæmi ekki flutningsrétt Símans þannig að hún teldist ekki uppfylla framangreind skilyrði. Slík lausn væri ekki jafngild dreifingu um IPTV kerfi fyrir stóra hópa landsmanna, líkt og Fjölmiðlanefnd tekur undir, enda eiga tilteknir hópar ekki auðvelt með að tileinka sér tækninýjungar, auk þess sem aðrir kjósa IPTV fram yfir OTT af ýmsum ástæðum.“ Vegna þessa mætti búast við röskun hjá nokkuð stórum hópi notenda yrði lokað fyrir umræddar sjónvarpsútsendingar í IPTV kerfi Símans. Að mati FST sé það ekki í samræmi við orðalag og markmið flutningsréttarákvæðisins að þau tugþúsund heimila sem áfram vilji nota myndlykla hafi aðeins val um myndlykla frá Sýn. Það sé mat FST að Sýn væri ótvírætt að takmarka val fjölmargra heimila með því að loka fyrir sjónvarpsdreifingu um IPTV kerfi Símans og að þvinga mikinn fjölda þeirra til að gera breytingar á því hvernig þau haga sjónvarpsáhorfi sínu og koma inn á sjónvarpskerfi Sýnar, á sama tíma og Sýn bryti gegn framangreindri jafnræðisreglu. Hefði falið í sér enga samkeppni um dreifingu á ókeypis efni Þá segir að að lokum hafi Fjarskiptastofa tekið afstöðu til samkeppnislegra sjónarmiða sem tengjast flutningsréttarbeiðni Símans. Niðurstaðan hafi verið að slík sjónarmið styðji það að hún teljist eðlileg og sanngjörn. Eitt meginmarkmið flutningsréttarákvæðisins, fyrir utan að auka valfrelsi neytenda, sé að tryggja samkeppni á sjónvarps- og fjarskiptamarkaði. Í áliti Samkeppniseftirlitsins í málinu sé tekið undir það hver þessi meginmarkmið eru. Þá hafi Samkeppniseftirlitið vísað til þess að lykillinn að samkeppni og valfrelsi neytenda sé að sambærilegt efni sé í boði í ólíkum fjarskiptakerfum og að ákvæði fjölmiðlalaga um flutningsrétt séu mikilvæg til að tryggja virka samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum. Það sé niðurstaða FST að Sýn sé ekki að bjóða Símanum flutningsrétt á umræddum sjónvarpsútsendingum, heldur aðeins heildsölu á sjónvarpsdreifingu Sýnar. „Ef þetta yrði að veruleika yrði engin samkeppni um flutning á umræddu efni. Sem aftur hefði svo áhrif á fjarskiptamarkaði á borð við internetmarkað og mögulegan markað fyrir vöndla sem sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu. Því væri mikilvægt fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki, sérstaklega þau sem starfræktu IPTV sjónvarpsdreifikerfi, að fá slíkt efni til dreifingar.“ Að auki myndi aðgerð Sýnar leiða til þess að viðskiptavinir Símans þyrftu að ganga í viðskiptasamband við Sýn til að geta virkjað og notað sjónvarpsapp Sýnar. Slíkt fyrirkomulag væri afar óæskilegt út frá samkeppnislegum sjónarmiðum. „Með hinni yfirlýstu aðgerð Sýnar er að mati FST farið gegn einu meginmarkmiði flutningsréttarákvæðisins, þ.e. að standa vörð um samkeppni á sjónvarps- og fjarskiptamörkuðum. Mikilvægt er að samkeppni ríki milli dreifiveitna og að fjölbreyttar dreifileiðir standi neytendum til boða, óháð sjónvarpsefni.“ Séríslenskt ákvæði Þá segir að FST hafni þeim málsástæðum Sýnar að túlka beri flutningsréttarbeiðni Símans samræmisskýringu við EES rétt, að slíkar beiðnir geti aðeins náð til samfélagslega mikilvægra viðburða eða aðeins viðburða sem hafa fjölræði og menningarpólitík að markmiði eða að flutningsréttur Símans takmarki þjónustufrelsi Sýnar samkvæmt EES samningnum. „Um er að ræða séríslenskt ákvæði sem á sér ekki stoð í EES rétti og því ekki unnt að skýra það samræmisskýringu við EES rétt. Þetta er staðfest í áliti Fjölmiðlanefndar.“ Alþekkt að greitt sé fyrir dreifingu efnis Páll Ásgrímsson, aðallögfræðingur Sýnar, segir í samtali við Vísi að það sé einfaldlega rangt hjá FST að það þekkist ekki dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi. Erlendis þekkist dæmi um að efni í opinn dagskrá ríkisrekinna sjónvarpsstöðva sé dreift án endurgjalds um fjarskiptanet og án þess að fjarskiptafyrirtækið fái greiðslur á móti. „Að krefja einkarekinn fréttamiðil um ókeypis veitingu efnis til markaðsráðandi dreifiaðila gengur lengra en þekkist í Evrópu. Þar er þvert á móti þekkt módel að greitt sé fyrir slíkt efni á grundvelli svokallaðs FRAND módels,“ segir hann. FRAND stendur fyrir Fair, Reasonable and Non Discriminatory pricing. Ekki hægt að rukka nema beiðni liggi fyrir Hvað Ísland varðar hafi grundvallarreglan um endurgjald fyrir flutning mótast í framkvæmd stjórnvalda. Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofu frá árinu 2012, sem varðaði ágreining milli Ríkisútvarpsins og Vodafone, hafi stofnunin komist að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að ekki væri unnt að ákvarða endurgjald fyrir flutning nema að beiðni þess aðila sem krafinn væri um greiðslu hefði komið fram. „Rúv hafði ekki óskað eftir flutningi hjá Vodafone og því bar Rúv ekki að greiða fyrir hann.“ Í ákvörðuninni hafi sagt: „Út frá skýrum ákvæðum laganna, lögskýringargögnum og almennum lögskýringarsjónarmiðum verði ekki annað talið en að beiðni verði að koma fram af hálfu þess sem óskar aðgangs að dreifikerfi eða efni, svo að til greiðsluskyldu geti komið á grundvelli laganna.“ Sá sem biður um aðgang ætti að greiða Páll segir að með gagnályktun frá þessari niðurstöðu sé ljóst að þegar fjarskiptafyrirtæki, líkt og Síminn í þessu tilviki, óskar eftir aðgangi að efni fjölmiðlaveitu á grundvelli flutningsréttarákvæðis fjölmiðlalaga, þá sé það þeim, sem beiðnina setur fram, sem beri að greiða sanngjarnt endurgjald fyrir þann aðgang. „Krafa um að fá kostnaðarsamt efni, sem felur meðal annars í sér rekstur fréttastofu og kaup á dýru dagskrárefni, afhentan endurgjaldslaust frá beinum samkeppnisaðila getur tæplega talist „eðlileg og sanngjörn beiðni“ í skilningi laganna.“ Lögin væri ólög hefði FST rétt fyrir sér Þá segir Páll að FST telji sig ekki hafa heimildir til að ákvarða verðlagningu fyrir aðgang að efni opinna sjónvarpsstöðva. Sýn telji þetta ranga túlkun. Væri hún rétt hefði FST þaðan af síður rétt til að banna fjölmiðlaveitu að setja upp sanngjarnt endurgjald fyrir höfundaréttarvarið efni sitt, enda færi það gegn meginreglum höfundalaga. „Það sem meira er, ef þessi skýring á lögunum væri rétt hjá Fjarskiptastofu, væru lögin einfaldlega í andstöðu við eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins, en samkvæmt því ákvæði má engan skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Skoða að leita réttar síns vegna brota FST á stjórnsýslulögum Loks segir Páll það ámælisvert að Fjarskiptastofa upplýsi í fréttatilkynningu um fjárhæðir í viðskiptasamningum sem hafa á undangengnum árum verið í gildi milli Símans og Sýnar. Þetta feli í sér brot á stjórnsýslulögum og lögum um Fjarskiptastofu, sem kveði á um að fara skuli með upplýsingar um viðskiptahagsmuni sem trúnaðarmál. Hann vísar til álits Umboðsmanns Alþingis frá árinu 2018 þar sem Umboðsmaður fjallaði um um skyldur stjórnvalda varðandi meðferð upplýsinga og áréttaði að aðilar yrðu að geta treyst því að farið væri með upplýsingar í samræmi við lög. „Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem Fjarskiptastofa misfer með viðkvæmar viðskiptalegar upplýsingar og Sýn hefur til skoðunar að leita réttar síns í þeim efnum,“ segir Páll að lokum. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Neytendur Samkeppnismál Sýn Síminn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira