Flensan orðin að faraldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 12:01 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir flensufaraldur skollinn á. Vísir/Arnar Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. Greiningum á inflúensu hefur fjölgað hratt síðustu vikur og er tveimur til fjórum vikum fyrr á ferðinni en undanfarna vetur. „Þetta er að fara hratt upp núna og við erum komin í faraldur. Það sama er að gerast í löndunum í kringum okkur, hin Norðurlöndin eru með sama mynstur og eru komin á svipaðan stað, sama tegundin af inflúensu líka,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Sýnir hve alvarleg veikindin geta verið Fólk á öllum aldri hefur verið að smitast og af þeim sem lögðust inn á spítala í síðustu viku voru fimmtán 65 ára og eldri, tveir voru á aldrinum fimmtán til 64 ára og fjögur börn undir fimmtán. Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar um síðustu helgi að eitt barn hefði verið sett í öndunarvél. „Þetta sýnir bara hvað þetta geta verið alvarleg veikindi,“ segir Guðrún. Hún segist ekkert hafa heyrt af því að veikindin séu öðruvísi en áður. „En auðvitað þegar er mikil dreifing á inflúensu þá smitast fleiri og þá er hætta á að fólk í áhættuhópum smitist líka og það er í hættu á að verða alvarlegar veikt en það er ekki í sjálfu sér að þessi inflúensa sé að valda meiri veikindum.“ Ekki of seint að fara í bólusetningu Veikindin vara hjá mörgum í allt að tvær vikur og hefur áhrifa þeirra því gætt mjög um samfélagið allt. Guðrún segir þátttöku í bólusetningum ekki hafa verið eins góða og vonast var eftir og eins hafi áhrif að flensan hafi komið fyrr en áður. „Þegar það kemur þarna í október og svo kemur inflúensan fljótt á eftir og við erum ekki búin að bólusetja eins marga eins og ef hún hefði komið þremur, fjórum vikum seinna. Þannig það spilar líka inn í, það tekur ákveðinn tíma fyrir bóluefnið að virka,“ segir Guðrún. „Ég vil hvetja fólk til að fara í bólusetningu, það er ekki of seint. Sérstaklega eldra fólk auðvitað og þá sem eru í áhættuhópum eins og börn, barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Greiningum á inflúensu hefur fjölgað hratt síðustu vikur og er tveimur til fjórum vikum fyrr á ferðinni en undanfarna vetur. „Þetta er að fara hratt upp núna og við erum komin í faraldur. Það sama er að gerast í löndunum í kringum okkur, hin Norðurlöndin eru með sama mynstur og eru komin á svipaðan stað, sama tegundin af inflúensu líka,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Sýnir hve alvarleg veikindin geta verið Fólk á öllum aldri hefur verið að smitast og af þeim sem lögðust inn á spítala í síðustu viku voru fimmtán 65 ára og eldri, tveir voru á aldrinum fimmtán til 64 ára og fjögur börn undir fimmtán. Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar um síðustu helgi að eitt barn hefði verið sett í öndunarvél. „Þetta sýnir bara hvað þetta geta verið alvarleg veikindi,“ segir Guðrún. Hún segist ekkert hafa heyrt af því að veikindin séu öðruvísi en áður. „En auðvitað þegar er mikil dreifing á inflúensu þá smitast fleiri og þá er hætta á að fólk í áhættuhópum smitist líka og það er í hættu á að verða alvarlegar veikt en það er ekki í sjálfu sér að þessi inflúensa sé að valda meiri veikindum.“ Ekki of seint að fara í bólusetningu Veikindin vara hjá mörgum í allt að tvær vikur og hefur áhrifa þeirra því gætt mjög um samfélagið allt. Guðrún segir þátttöku í bólusetningum ekki hafa verið eins góða og vonast var eftir og eins hafi áhrif að flensan hafi komið fyrr en áður. „Þegar það kemur þarna í október og svo kemur inflúensan fljótt á eftir og við erum ekki búin að bólusetja eins marga eins og ef hún hefði komið þremur, fjórum vikum seinna. Þannig það spilar líka inn í, það tekur ákveðinn tíma fyrir bóluefnið að virka,“ segir Guðrún. „Ég vil hvetja fólk til að fara í bólusetningu, það er ekki of seint. Sérstaklega eldra fólk auðvitað og þá sem eru í áhættuhópum eins og börn, barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05