Flensan orðin að faraldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 12:01 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir flensufaraldur skollinn á. Vísir/Arnar Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. Greiningum á inflúensu hefur fjölgað hratt síðustu vikur og er tveimur til fjórum vikum fyrr á ferðinni en undanfarna vetur. „Þetta er að fara hratt upp núna og við erum komin í faraldur. Það sama er að gerast í löndunum í kringum okkur, hin Norðurlöndin eru með sama mynstur og eru komin á svipaðan stað, sama tegundin af inflúensu líka,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Sýnir hve alvarleg veikindin geta verið Fólk á öllum aldri hefur verið að smitast og af þeim sem lögðust inn á spítala í síðustu viku voru fimmtán 65 ára og eldri, tveir voru á aldrinum fimmtán til 64 ára og fjögur börn undir fimmtán. Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar um síðustu helgi að eitt barn hefði verið sett í öndunarvél. „Þetta sýnir bara hvað þetta geta verið alvarleg veikindi,“ segir Guðrún. Hún segist ekkert hafa heyrt af því að veikindin séu öðruvísi en áður. „En auðvitað þegar er mikil dreifing á inflúensu þá smitast fleiri og þá er hætta á að fólk í áhættuhópum smitist líka og það er í hættu á að verða alvarlegar veikt en það er ekki í sjálfu sér að þessi inflúensa sé að valda meiri veikindum.“ Ekki of seint að fara í bólusetningu Veikindin vara hjá mörgum í allt að tvær vikur og hefur áhrifa þeirra því gætt mjög um samfélagið allt. Guðrún segir þátttöku í bólusetningum ekki hafa verið eins góða og vonast var eftir og eins hafi áhrif að flensan hafi komið fyrr en áður. „Þegar það kemur þarna í október og svo kemur inflúensan fljótt á eftir og við erum ekki búin að bólusetja eins marga eins og ef hún hefði komið þremur, fjórum vikum seinna. Þannig það spilar líka inn í, það tekur ákveðinn tíma fyrir bóluefnið að virka,“ segir Guðrún. „Ég vil hvetja fólk til að fara í bólusetningu, það er ekki of seint. Sérstaklega eldra fólk auðvitað og þá sem eru í áhættuhópum eins og börn, barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Greiningum á inflúensu hefur fjölgað hratt síðustu vikur og er tveimur til fjórum vikum fyrr á ferðinni en undanfarna vetur. „Þetta er að fara hratt upp núna og við erum komin í faraldur. Það sama er að gerast í löndunum í kringum okkur, hin Norðurlöndin eru með sama mynstur og eru komin á svipaðan stað, sama tegundin af inflúensu líka,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Sýnir hve alvarleg veikindin geta verið Fólk á öllum aldri hefur verið að smitast og af þeim sem lögðust inn á spítala í síðustu viku voru fimmtán 65 ára og eldri, tveir voru á aldrinum fimmtán til 64 ára og fjögur börn undir fimmtán. Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar um síðustu helgi að eitt barn hefði verið sett í öndunarvél. „Þetta sýnir bara hvað þetta geta verið alvarleg veikindi,“ segir Guðrún. Hún segist ekkert hafa heyrt af því að veikindin séu öðruvísi en áður. „En auðvitað þegar er mikil dreifing á inflúensu þá smitast fleiri og þá er hætta á að fólk í áhættuhópum smitist líka og það er í hættu á að verða alvarlegar veikt en það er ekki í sjálfu sér að þessi inflúensa sé að valda meiri veikindum.“ Ekki of seint að fara í bólusetningu Veikindin vara hjá mörgum í allt að tvær vikur og hefur áhrifa þeirra því gætt mjög um samfélagið allt. Guðrún segir þátttöku í bólusetningum ekki hafa verið eins góða og vonast var eftir og eins hafi áhrif að flensan hafi komið fyrr en áður. „Þegar það kemur þarna í október og svo kemur inflúensan fljótt á eftir og við erum ekki búin að bólusetja eins marga eins og ef hún hefði komið þremur, fjórum vikum seinna. Þannig það spilar líka inn í, það tekur ákveðinn tíma fyrir bóluefnið að virka,“ segir Guðrún. „Ég vil hvetja fólk til að fara í bólusetningu, það er ekki of seint. Sérstaklega eldra fólk auðvitað og þá sem eru í áhættuhópum eins og börn, barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05