Flensan orðin að faraldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 12:01 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir flensufaraldur skollinn á. Vísir/Arnar Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. Greiningum á inflúensu hefur fjölgað hratt síðustu vikur og er tveimur til fjórum vikum fyrr á ferðinni en undanfarna vetur. „Þetta er að fara hratt upp núna og við erum komin í faraldur. Það sama er að gerast í löndunum í kringum okkur, hin Norðurlöndin eru með sama mynstur og eru komin á svipaðan stað, sama tegundin af inflúensu líka,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Sýnir hve alvarleg veikindin geta verið Fólk á öllum aldri hefur verið að smitast og af þeim sem lögðust inn á spítala í síðustu viku voru fimmtán 65 ára og eldri, tveir voru á aldrinum fimmtán til 64 ára og fjögur börn undir fimmtán. Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar um síðustu helgi að eitt barn hefði verið sett í öndunarvél. „Þetta sýnir bara hvað þetta geta verið alvarleg veikindi,“ segir Guðrún. Hún segist ekkert hafa heyrt af því að veikindin séu öðruvísi en áður. „En auðvitað þegar er mikil dreifing á inflúensu þá smitast fleiri og þá er hætta á að fólk í áhættuhópum smitist líka og það er í hættu á að verða alvarlegar veikt en það er ekki í sjálfu sér að þessi inflúensa sé að valda meiri veikindum.“ Ekki of seint að fara í bólusetningu Veikindin vara hjá mörgum í allt að tvær vikur og hefur áhrifa þeirra því gætt mjög um samfélagið allt. Guðrún segir þátttöku í bólusetningum ekki hafa verið eins góða og vonast var eftir og eins hafi áhrif að flensan hafi komið fyrr en áður. „Þegar það kemur þarna í október og svo kemur inflúensan fljótt á eftir og við erum ekki búin að bólusetja eins marga eins og ef hún hefði komið þremur, fjórum vikum seinna. Þannig það spilar líka inn í, það tekur ákveðinn tíma fyrir bóluefnið að virka,“ segir Guðrún. „Ég vil hvetja fólk til að fara í bólusetningu, það er ekki of seint. Sérstaklega eldra fólk auðvitað og þá sem eru í áhættuhópum eins og börn, barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Greiningum á inflúensu hefur fjölgað hratt síðustu vikur og er tveimur til fjórum vikum fyrr á ferðinni en undanfarna vetur. „Þetta er að fara hratt upp núna og við erum komin í faraldur. Það sama er að gerast í löndunum í kringum okkur, hin Norðurlöndin eru með sama mynstur og eru komin á svipaðan stað, sama tegundin af inflúensu líka,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Sýnir hve alvarleg veikindin geta verið Fólk á öllum aldri hefur verið að smitast og af þeim sem lögðust inn á spítala í síðustu viku voru fimmtán 65 ára og eldri, tveir voru á aldrinum fimmtán til 64 ára og fjögur börn undir fimmtán. Greint var frá því í kvöldfréttum Sýnar um síðustu helgi að eitt barn hefði verið sett í öndunarvél. „Þetta sýnir bara hvað þetta geta verið alvarleg veikindi,“ segir Guðrún. Hún segist ekkert hafa heyrt af því að veikindin séu öðruvísi en áður. „En auðvitað þegar er mikil dreifing á inflúensu þá smitast fleiri og þá er hætta á að fólk í áhættuhópum smitist líka og það er í hættu á að verða alvarlegar veikt en það er ekki í sjálfu sér að þessi inflúensa sé að valda meiri veikindum.“ Ekki of seint að fara í bólusetningu Veikindin vara hjá mörgum í allt að tvær vikur og hefur áhrifa þeirra því gætt mjög um samfélagið allt. Guðrún segir þátttöku í bólusetningum ekki hafa verið eins góða og vonast var eftir og eins hafi áhrif að flensan hafi komið fyrr en áður. „Þegar það kemur þarna í október og svo kemur inflúensan fljótt á eftir og við erum ekki búin að bólusetja eins marga eins og ef hún hefði komið þremur, fjórum vikum seinna. Þannig það spilar líka inn í, það tekur ákveðinn tíma fyrir bóluefnið að virka,“ segir Guðrún. „Ég vil hvetja fólk til að fara í bólusetningu, það er ekki of seint. Sérstaklega eldra fólk auðvitað og þá sem eru í áhættuhópum eins og börn, barnshafandi konur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05 Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. 18. nóvember 2025 13:05