Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 14:27 Öllum heimilismönnum var komið út af reykfylltum göngunum á innan við fjórum mínútum. Vísir/Lýður Valberg Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum. Eldur kom upp í rafmagnstöflu á gangi hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg á þriðjudaginn síðasta og lagði reyk inn á gang. Rýma þurfti tvo ganga húsnæðisins þar sem 22 íbúar búa en rýmingin tókst með endemum vel og voru allir íbúar komnir í öruggt skjól áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang. Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir er forstöðukona hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg. Hún segir að hægt sé að koma rúmunum út um dyrnar við venjulegar aðstæður. „Það er ekki sett út á neinar brunavarnir hjá okkur varðandi þessi mál. Auðvitað er fólk í sjokki og adrenalínið fer í gang og hlutirnir eru ekki alveg eins og þú hafðir hugsað þér. Við erum búin að funda með slökkviliðinu og rannsóknarteyminu. Við viljum hafa allt hundrað prósent, þarna eru líf í húfi og fólk sem þarf að keyra út í rúmum og draga á dýnum,“ segir Valgerður. Talsvert tjón varð á göngunum tveimur og er deildin öll rafmagnslaus. Jafnframt er mikil sót og aska sem þarf að hreinsa. Hins vegar komust allir íbúar út heilir á húfi. „Það munar einhverjum millimetrum. Þú kemur rúminu út ef þú nærð að stýra því út. En þegar þú nærð ekki að einbeita þér að bilinu þá keyrirðu bara í gegn. Það er kannski fátið sem þau upplifa. Við erum búin að fara yfir það með þeim því þetta er náttúrlega vond tilfinning. En það er ekkert sem er ólöglegt eða ekki í lagi,“ segir Valgerður. Hún hrósar starfsfólki sínu upp í hástert fyrir frammistöðu sína við þessar gríðarlega krefjandi aðstæður og segir allt gert til að hlúa að starfsfólkinu enda hafi margir orðið fyrir áfalli. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Eldur kom upp í rafmagnstöflu á gangi hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg á þriðjudaginn síðasta og lagði reyk inn á gang. Rýma þurfti tvo ganga húsnæðisins þar sem 22 íbúar búa en rýmingin tókst með endemum vel og voru allir íbúar komnir í öruggt skjól áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang. Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir er forstöðukona hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg. Hún segir að hægt sé að koma rúmunum út um dyrnar við venjulegar aðstæður. „Það er ekki sett út á neinar brunavarnir hjá okkur varðandi þessi mál. Auðvitað er fólk í sjokki og adrenalínið fer í gang og hlutirnir eru ekki alveg eins og þú hafðir hugsað þér. Við erum búin að funda með slökkviliðinu og rannsóknarteyminu. Við viljum hafa allt hundrað prósent, þarna eru líf í húfi og fólk sem þarf að keyra út í rúmum og draga á dýnum,“ segir Valgerður. Talsvert tjón varð á göngunum tveimur og er deildin öll rafmagnslaus. Jafnframt er mikil sót og aska sem þarf að hreinsa. Hins vegar komust allir íbúar út heilir á húfi. „Það munar einhverjum millimetrum. Þú kemur rúminu út ef þú nærð að stýra því út. En þegar þú nærð ekki að einbeita þér að bilinu þá keyrirðu bara í gegn. Það er kannski fátið sem þau upplifa. Við erum búin að fara yfir það með þeim því þetta er náttúrlega vond tilfinning. En það er ekkert sem er ólöglegt eða ekki í lagi,“ segir Valgerður. Hún hrósar starfsfólki sínu upp í hástert fyrir frammistöðu sína við þessar gríðarlega krefjandi aðstæður og segir allt gert til að hlúa að starfsfólkinu enda hafi margir orðið fyrir áfalli.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira