Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2025 11:23 Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump. Getty/Andrew Harnik Ráðamenn og embættismenn í Evrópu eru verulega ósáttir við ætlanir Bandaríkjamanna um að hagnast á frystum sjóðum Rússa í Evrópu og enduruppbyggingu í Úkraínu. Þær ætlanir eru sagðar geta komið niður á tilraunum Evrópumanna til að hjálpa Úkraínumönnum að komast gegnum stríðið við Rússland. Embættismenn Evrópusambandsins hafa um nokkurra mánaða skeið reynt að finna leiðir til að nota um þær fúlgur fjár sem frystar hafa verið í sjóðum Rússa í Evrópu. Mest er um að ræða peninga í bönkum í Belgíu, en í heildina eru þetta um 140 milljarðar evra, eða um 20,6 billjónir króna (20.600.000.000.000). Vextirnir af þessum peningum hafa um nokkuð skeið verið notaðir til að fjármagna rekstur úkraínska ríkisins. Nú vilja bakhjarlar Úkraínu nota peningana til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum á næstu árum. Úkraínumenn vilja einnig nota þá til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Útlit er fyrir að Úkraínumenn gætu átt í fjárhagskröggum snemma á næsta ári, samkvæmt frétt Politico. Ráðamenn í Rússlandi hafa mótmælt þessum áætlunum verulega en viðræður um hvernig þetta væri hægt hafa ekki skilað árangri hingað til. Að mestu hafa þær strandað á Belgum, sem óttast að upptaka sjóðanna myndi koma niður á bankakerfi landsins og gera Belga berskjaldaða gagnvart mögulegum lögsóknum. Til stendur að halda annan fund um málið í næsta mánuði. Sjá einnig: Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Í nýopinberuðum og umdeildum friðartillögum sem skrifaðar voru af bandarískum og rússneskum erindrekum, þar á meðal Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og rússneskum auðjöfri, eru þessir sjóðir nefndir sérstaklega og hvernig eigi að verja þeim. Vilja fjárfesta og hirða helming hagnaðarins Fjórtándi liður 28 liða friðaráætlunarinnar segir til um að hundrað milljarðar dala af frystum eigum Rússa yrðu settir í sjóð sem nota ætti til uppbyggingar og fjárfestinga í Úkraínu. Þá segir þar að ríki Evrópu ættu einnig að setja hundrað milljarða dala í sjóðinn. Sjóðnum ætti að vera stýrt af Bandaríkjamönnum og þeir eiga að eignast helming þess hagnaðar sem uppbyggingin og fjárfestingarnar gætu leitt af sér. Afganginn af frystum eigum Rússa í Evrópu á samkvæmt friðaráætluninni að verja til sameiginlegra fjárfestinga Bandaríkjanna og Rússlands. Harðorðir Evrópumenn Í samtali við Politico segir einn evrópskur embættismaður að ætlanirnar séu hneykslanlegar. Sá maður, sem er franskur, segir að Evrópumenn séu að keppast við að reyna að nýta þessa sjóði í hag Úkraínumanna og að Trump vilji hagnast á þeim. Líklegast sé að enginn muni samþykkja friðaráætlunina. Annar, sem sagður er háttsettur embættismaður hjá Evrópusambandinu, gerði lítið úr hugmyndunum í friðaráætluninni og benti á að Donald Trump hefði ekkert vald til að losa frysta sjóði í Evrópu. Enn annar háttsettur embættismaður ESB er sagður hafa blótað þessum hugmyndum og sá fjórði sagði: „Witkoff þarf á geðlækni að halda.“ Embættismennirnir hafa sérstaklega áhyggjur af því að friðaráætlunin muni gera erfiðara að komast að samkomulagi um notkun sjóðanna og auka á áhyggjur ráðamanna í Belgíu. Úkraína Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. 21. nóvember 2025 15:52 Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. 21. nóvember 2025 13:30 Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55 Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. 19. nóvember 2025 13:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Embættismenn Evrópusambandsins hafa um nokkurra mánaða skeið reynt að finna leiðir til að nota um þær fúlgur fjár sem frystar hafa verið í sjóðum Rússa í Evrópu. Mest er um að ræða peninga í bönkum í Belgíu, en í heildina eru þetta um 140 milljarðar evra, eða um 20,6 billjónir króna (20.600.000.000.000). Vextirnir af þessum peningum hafa um nokkuð skeið verið notaðir til að fjármagna rekstur úkraínska ríkisins. Nú vilja bakhjarlar Úkraínu nota peningana til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum á næstu árum. Úkraínumenn vilja einnig nota þá til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Útlit er fyrir að Úkraínumenn gætu átt í fjárhagskröggum snemma á næsta ári, samkvæmt frétt Politico. Ráðamenn í Rússlandi hafa mótmælt þessum áætlunum verulega en viðræður um hvernig þetta væri hægt hafa ekki skilað árangri hingað til. Að mestu hafa þær strandað á Belgum, sem óttast að upptaka sjóðanna myndi koma niður á bankakerfi landsins og gera Belga berskjaldaða gagnvart mögulegum lögsóknum. Til stendur að halda annan fund um málið í næsta mánuði. Sjá einnig: Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Í nýopinberuðum og umdeildum friðartillögum sem skrifaðar voru af bandarískum og rússneskum erindrekum, þar á meðal Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og rússneskum auðjöfri, eru þessir sjóðir nefndir sérstaklega og hvernig eigi að verja þeim. Vilja fjárfesta og hirða helming hagnaðarins Fjórtándi liður 28 liða friðaráætlunarinnar segir til um að hundrað milljarðar dala af frystum eigum Rússa yrðu settir í sjóð sem nota ætti til uppbyggingar og fjárfestinga í Úkraínu. Þá segir þar að ríki Evrópu ættu einnig að setja hundrað milljarða dala í sjóðinn. Sjóðnum ætti að vera stýrt af Bandaríkjamönnum og þeir eiga að eignast helming þess hagnaðar sem uppbyggingin og fjárfestingarnar gætu leitt af sér. Afganginn af frystum eigum Rússa í Evrópu á samkvæmt friðaráætluninni að verja til sameiginlegra fjárfestinga Bandaríkjanna og Rússlands. Harðorðir Evrópumenn Í samtali við Politico segir einn evrópskur embættismaður að ætlanirnar séu hneykslanlegar. Sá maður, sem er franskur, segir að Evrópumenn séu að keppast við að reyna að nýta þessa sjóði í hag Úkraínumanna og að Trump vilji hagnast á þeim. Líklegast sé að enginn muni samþykkja friðaráætlunina. Annar, sem sagður er háttsettur embættismaður hjá Evrópusambandinu, gerði lítið úr hugmyndunum í friðaráætluninni og benti á að Donald Trump hefði ekkert vald til að losa frysta sjóði í Evrópu. Enn annar háttsettur embættismaður ESB er sagður hafa blótað þessum hugmyndum og sá fjórði sagði: „Witkoff þarf á geðlækni að halda.“ Embættismennirnir hafa sérstaklega áhyggjur af því að friðaráætlunin muni gera erfiðara að komast að samkomulagi um notkun sjóðanna og auka á áhyggjur ráðamanna í Belgíu.
Úkraína Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. 21. nóvember 2025 15:52 Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. 21. nóvember 2025 13:30 Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55 Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. 19. nóvember 2025 13:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
„Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. 21. nóvember 2025 15:52
Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. 21. nóvember 2025 13:30
Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55
Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. 19. nóvember 2025 13:30