Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 08:31 Stjórn Hallveigar Aðsend Hallveig, félag Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, ákvað á félagsfundi þann 12. nóvember að halda forprófkjör í desember 2025 fyrir prófkjör Samfylkingar í sveitarstjórnarkosningum 20226. Forseti segir það tilraun hreyfingarinnar til að koma ungu fólki að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Illa hafi gengið í síðasta prófkjöri að koma ungum einstaklingum að. Í tilkynningu segir að forprófkjör sé prófkjör þar sem félagar Hallveigar, ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, muni kjósa tvo einstaklinga á aldrinum 18 til 35 ára sem munu svo verða fulltrúar ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 24. janúar 2026. „Staðreyndin er sú að það vantar ungt fólk í pólitík. Við höfum séð að ungt fólk hefur ekki náð árangri í prófkjörum innan flokksins. Þetta er viðbragð okkar við því. Hallveig er að taka af skarið til þess að koma ungu fólki í borgarstjórn. Ekki bara í þágu ungs fólks heldur í þágu allra borgarbúa. Síðast þegar Samfylkingin gaf ungri manneskju tækifæri varð hún forsætisráðherra,“ segir Steindór Örn Gunnarsson, forseti Hallveigar, og á við Kristrúnu Frostadóttur. Í samtali við fréttastofu segir Steindór Örn að ákveðið hafi verið að miða við tvo einstaklinga til að koma fleirum að og koma í veg fyrir að þeir keppi um sömu sætin. „Við lentum í því síðast að tveir ungir karlmenn voru að berjast um sömu atkvæði fyrir sömu sæti og það endaði þannig að hvorugur náði sæti, þannig að þetta er hugsað til að koma í veg fyrir það,“ segir hann. Umræddir frambjóðendur eru þeir Pétur Marteinn Urbancic Tómasson og Stein Olav Romslo. Steindór Örn segir auðvitað ekki gefið að forprófkjörið tryggi árangur en þau telji líklegra að ná betri árangri með þessum hætti. Framboðsfrestur í forprófkjörið rennur út þann 2. desember. Birta býður fram Bjarnveig Birta Bjarnadóttir hefur tilkynnt um framboð sitt í forprófkjörið. Í tilkynningu um framboðið segir að Bjarnveig Birta, sem er alltaf kölluð Birta, sé 33 ára og starfi sem rekstrarstjóri hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop. Birta er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands en hluta af meistaranámi sínu tók hún við Copenhagen Business School. Birta býður sig fram í forprófkjöri. Sunna Ben Birta ólst upp í Breiðholti, útskrifaðist með stúdentspróf úr Kvennaskólanum árið 2012 en býr í dag í Rimahverfi Grafarvogs ásamt eiginmanni sínum Pétri Frey Sigurjónssyni og þremur börnum 2, 5 og 6 ára. „Ég þekki það af eigin raun hvað þjónustan í Reykjavíkurborg getur verið þunglamaleg, hægfara og ósveigjanleg. Ég hef upplifað biðlista og mönnunarvanda á leikskóla og þekki kvíðann og streituna sem því fylgir líkt og flestallir foreldrar ungra barna í Reykjavík í dag. Börn og fjölskyldur þeirra bíða mánuðum saman eftir þjónustu sem þau eiga rétt á. Stjórnsýslan í borginni virðist farin að ganga framar sjálfri þjónustunni. Við verðum búa til kvika borg sem virkar fyrir Reykjavíkurbúa. Ég vil að borgin einblíni á að auðvelda Reykjavíkurbúum daglega lífið og að leysa þær áskoranir sem skipta fólk raunverulegu máli. Það skortir ekki fjármagn hjá borginni en það þarf að forgangsraða betur,“ segir hún í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um framboð Birtu. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Í tilkynningu segir að forprófkjör sé prófkjör þar sem félagar Hallveigar, ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, muni kjósa tvo einstaklinga á aldrinum 18 til 35 ára sem munu svo verða fulltrúar ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 24. janúar 2026. „Staðreyndin er sú að það vantar ungt fólk í pólitík. Við höfum séð að ungt fólk hefur ekki náð árangri í prófkjörum innan flokksins. Þetta er viðbragð okkar við því. Hallveig er að taka af skarið til þess að koma ungu fólki í borgarstjórn. Ekki bara í þágu ungs fólks heldur í þágu allra borgarbúa. Síðast þegar Samfylkingin gaf ungri manneskju tækifæri varð hún forsætisráðherra,“ segir Steindór Örn Gunnarsson, forseti Hallveigar, og á við Kristrúnu Frostadóttur. Í samtali við fréttastofu segir Steindór Örn að ákveðið hafi verið að miða við tvo einstaklinga til að koma fleirum að og koma í veg fyrir að þeir keppi um sömu sætin. „Við lentum í því síðast að tveir ungir karlmenn voru að berjast um sömu atkvæði fyrir sömu sæti og það endaði þannig að hvorugur náði sæti, þannig að þetta er hugsað til að koma í veg fyrir það,“ segir hann. Umræddir frambjóðendur eru þeir Pétur Marteinn Urbancic Tómasson og Stein Olav Romslo. Steindór Örn segir auðvitað ekki gefið að forprófkjörið tryggi árangur en þau telji líklegra að ná betri árangri með þessum hætti. Framboðsfrestur í forprófkjörið rennur út þann 2. desember. Birta býður fram Bjarnveig Birta Bjarnadóttir hefur tilkynnt um framboð sitt í forprófkjörið. Í tilkynningu um framboðið segir að Bjarnveig Birta, sem er alltaf kölluð Birta, sé 33 ára og starfi sem rekstrarstjóri hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop. Birta er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands en hluta af meistaranámi sínu tók hún við Copenhagen Business School. Birta býður sig fram í forprófkjöri. Sunna Ben Birta ólst upp í Breiðholti, útskrifaðist með stúdentspróf úr Kvennaskólanum árið 2012 en býr í dag í Rimahverfi Grafarvogs ásamt eiginmanni sínum Pétri Frey Sigurjónssyni og þremur börnum 2, 5 og 6 ára. „Ég þekki það af eigin raun hvað þjónustan í Reykjavíkurborg getur verið þunglamaleg, hægfara og ósveigjanleg. Ég hef upplifað biðlista og mönnunarvanda á leikskóla og þekki kvíðann og streituna sem því fylgir líkt og flestallir foreldrar ungra barna í Reykjavík í dag. Börn og fjölskyldur þeirra bíða mánuðum saman eftir þjónustu sem þau eiga rétt á. Stjórnsýslan í borginni virðist farin að ganga framar sjálfri þjónustunni. Við verðum búa til kvika borg sem virkar fyrir Reykjavíkurbúa. Ég vil að borgin einblíni á að auðvelda Reykjavíkurbúum daglega lífið og að leysa þær áskoranir sem skipta fólk raunverulegu máli. Það skortir ekki fjármagn hjá borginni en það þarf að forgangsraða betur,“ segir hún í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um framboð Birtu.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira