Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 13:02 Alexander Isak og félagar í sænska landsliðinu skriðu inn í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Getty/Michael Campanella Danir misstu HM-sætið frá sér á síðustu stundu í Skotlandi í gærkvöldi og þurfa því að fara í umspil um laus sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Það er dregið á morgun og svo gæti farið að Danir mæti nágrannaríkinu Svíþjóð í þessu umspili. Svíar áttu afleita undankeppni og enduðu í neðsta sæti síns riðils með engan sigur og tvö stig. Svíar hafa lengi búist við því að þeir þyrftu að treysta á aukatækifæri í umspilinu í mars en þeir komust þangað þökk sé sigri í sínum riðli í síðustu Þjóðadeild. Svíarnir unnu sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra. Í umspilinu taka þátt þau tólf lið sem lentu í öðru sæti í riðlunum sínum ásamt fjórum bestu sigurvegurunum úr riðlum í Þjóðadeildinni. Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland og Norður-Makedónía eru öll í veikasta styrkleikaflokknum vegna þess að þau komu inn í gegnum Þjóðadeildina. Þessar fjórar þjóðir þurfa því að lenda á móti sterkustu liðunum úr fyrsta styrkleikaflokki. Þar verða Ítalir sem urðu að sætta sig við umspil eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Noregi í sínum riðli. Noregur lauk undankeppninni með 4-1 sigri í Mílanó á sunnudag og tryggði sér þar með beint sæti á mótinu. Hinar tvær þjóðirnar eru Tyrkir og svo Úkraínumenn sem höfðu betur í hreinum úrslitaleik á móti okkur Íslendingum. Sextán lönd berjast um fjögur laus sæti á HM í þessu umspili og liðunum er skipt í fjóra mismunandi „undanúrslitahópa“ með fjórum liðum í hverjum. Eitt lið úr hverjum undanúrslitahópi kemst svo áfram á HM. Liðin í efsta og neðsta styrkleikaflokki dragast saman og verða í fjögurra liða móti með einu liði úr öðrum styrkleikaflokki og einu liði úr þeim þriðja. Sigurvegari úr leikjum liða úr 1. og 4. styrkleikaflokki og sigurvegari úr leikjum liða úr 2. og 3. styrkleikaflokki mætast síðan í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Það er dregið á morgun og svo gæti farið að Danir mæti nágrannaríkinu Svíþjóð í þessu umspili. Svíar áttu afleita undankeppni og enduðu í neðsta sæti síns riðils með engan sigur og tvö stig. Svíar hafa lengi búist við því að þeir þyrftu að treysta á aukatækifæri í umspilinu í mars en þeir komust þangað þökk sé sigri í sínum riðli í síðustu Þjóðadeild. Svíarnir unnu sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra. Í umspilinu taka þátt þau tólf lið sem lentu í öðru sæti í riðlunum sínum ásamt fjórum bestu sigurvegurunum úr riðlum í Þjóðadeildinni. Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland og Norður-Makedónía eru öll í veikasta styrkleikaflokknum vegna þess að þau komu inn í gegnum Þjóðadeildina. Þessar fjórar þjóðir þurfa því að lenda á móti sterkustu liðunum úr fyrsta styrkleikaflokki. Þar verða Ítalir sem urðu að sætta sig við umspil eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Noregi í sínum riðli. Noregur lauk undankeppninni með 4-1 sigri í Mílanó á sunnudag og tryggði sér þar með beint sæti á mótinu. Hinar tvær þjóðirnar eru Tyrkir og svo Úkraínumenn sem höfðu betur í hreinum úrslitaleik á móti okkur Íslendingum. Sextán lönd berjast um fjögur laus sæti á HM í þessu umspili og liðunum er skipt í fjóra mismunandi „undanúrslitahópa“ með fjórum liðum í hverjum. Eitt lið úr hverjum undanúrslitahópi kemst svo áfram á HM. Liðin í efsta og neðsta styrkleikaflokki dragast saman og verða í fjögurra liða móti með einu liði úr öðrum styrkleikaflokki og einu liði úr þeim þriðja. Sigurvegari úr leikjum liða úr 1. og 4. styrkleikaflokki og sigurvegari úr leikjum liða úr 2. og 3. styrkleikaflokki mætast síðan í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland
Hér eru styrkleikaflokkarnir í umspilsdrættinum á fimmtudag: Styrkleikaflokkur 1: Danmörk, Ítalía, Tyrkland og Úkraína Styrkleikaflokkur 2: Pólland, Wales, Tékkland og Slóvakía Styrkleikaflokkur 3: Írland, Albanía, Bosnía og Hersegóvína og Kosóvó Styrkleikaflokkur 4: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Makedónía og Norður-Írland
HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira