Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2025 15:04 Gunnar Gunnarsson rithöfundur í upplestrarferð í Þýskalandi. Gunnarsstofnun Meirihluti Nóbelsnefndarinnar árið 1955 mælti með sem fyrsta valkosti að bókmenntaverðlaununum yrði deilt milli íslensku rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Í lokaatkvæðagreiðslu innan akademíunnar varð niðurstaðan hins vegar sú að Halldór skyldi einn fá verðlaunin. Þetta er rifjað upp núna í tilefni þess að á morgun, laugardag, verður þess minnst að fimmtíu ár eru frá andláti Gunnars. Gunnarsstofnun, í samstarfi við Bókmenntaborgina og fleiri aðila, stendur þá fyrir minningardagskrá í Veröld, húsi Vigdísar, og Eddu, húsi íslenskunnar. Á vef Gunnarsstofnunar, Skriðuklaustur, kemur fram að samkvæmt heimildum í skjalasafni sænsku akademíunnar hafi Gunnar Gunnarsson verið tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna átta sinnum: 1918, 1921, 1922, 1955, 1960, 1961, 1965 og 1969. Næst því að hljóta hin eftirsóttu verðlaun hafi hann komist árið 1955 þegar til stóð að deila þeim milli íslensku rithöfundanna. Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness á Laugum í Sælingsdal árið 1940.Örnólfur Thorlacius/Gunnarsstofnun „Leiddar hafa verið líkur að því að það hafi komið Gunnari í koll að hafa ritað flest sín verk á dönsku en ekki móðurmálinu og að vinsældir verka hans í Þýskalandi á valdatíma nasista hafi einnig haft sitt að segja,“ segir á vef Gunnarsstofnunar en á endanum hlaut Halldór Laxness afgerandi stuðning innan akademíunnar. „Að tilheyra engum bókmenntum“ er heiti dagskrárinnar á morgun í tilefni 50 ára ártíðar Gunnars. Hún samanstendur af opnu málþingi og upplestri á Aðventu á tuttugu tungum, einu frægasta verki Gunnars. Dagskráin hefst í Auðarsal klukkan 9:15 með setningarávarpi Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Fyrsta erindið á málþinginu flytur svo ævisöguritari Gunnars, Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Fjallað verður um Gunnar, bókmenntir innflytjenda og Aðventu með þátttöku fræðimanna og rithöfunda. Varpað verður ljósi á hvernig Gunnar var á vissan hátt innflytjendahöfundur bæði í Danmörku og á Íslandi og rætt um stöðu höfunda af erlendum uppruna í dag. Eftir hádegi munu um þrjátíu manns lesa Aðventu á yfir tuttugu tungumálum vítt og breitt um byggingarnar tvær. Vera Illugadóttir les íslensku útgáfuna en aðrir lesarar eru sendiherrar, þýðendur, rithöfundar, fræðimenn og áhugafólk um bókmenntir. Aðventa verður lesin í heild sinni og gefst gestum færi á að ganga milli málheima eða sitja og njóta á sama stað þá rúmu tvo klukkutíma sem lesturinn tekur. Aðgangur er ókeypis á báða viðburði. Bókmenntir Nóbelsverðlaun Halldór Laxness Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira
Þetta er rifjað upp núna í tilefni þess að á morgun, laugardag, verður þess minnst að fimmtíu ár eru frá andláti Gunnars. Gunnarsstofnun, í samstarfi við Bókmenntaborgina og fleiri aðila, stendur þá fyrir minningardagskrá í Veröld, húsi Vigdísar, og Eddu, húsi íslenskunnar. Á vef Gunnarsstofnunar, Skriðuklaustur, kemur fram að samkvæmt heimildum í skjalasafni sænsku akademíunnar hafi Gunnar Gunnarsson verið tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna átta sinnum: 1918, 1921, 1922, 1955, 1960, 1961, 1965 og 1969. Næst því að hljóta hin eftirsóttu verðlaun hafi hann komist árið 1955 þegar til stóð að deila þeim milli íslensku rithöfundanna. Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness á Laugum í Sælingsdal árið 1940.Örnólfur Thorlacius/Gunnarsstofnun „Leiddar hafa verið líkur að því að það hafi komið Gunnari í koll að hafa ritað flest sín verk á dönsku en ekki móðurmálinu og að vinsældir verka hans í Þýskalandi á valdatíma nasista hafi einnig haft sitt að segja,“ segir á vef Gunnarsstofnunar en á endanum hlaut Halldór Laxness afgerandi stuðning innan akademíunnar. „Að tilheyra engum bókmenntum“ er heiti dagskrárinnar á morgun í tilefni 50 ára ártíðar Gunnars. Hún samanstendur af opnu málþingi og upplestri á Aðventu á tuttugu tungum, einu frægasta verki Gunnars. Dagskráin hefst í Auðarsal klukkan 9:15 með setningarávarpi Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Fyrsta erindið á málþinginu flytur svo ævisöguritari Gunnars, Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Fjallað verður um Gunnar, bókmenntir innflytjenda og Aðventu með þátttöku fræðimanna og rithöfunda. Varpað verður ljósi á hvernig Gunnar var á vissan hátt innflytjendahöfundur bæði í Danmörku og á Íslandi og rætt um stöðu höfunda af erlendum uppruna í dag. Eftir hádegi munu um þrjátíu manns lesa Aðventu á yfir tuttugu tungumálum vítt og breitt um byggingarnar tvær. Vera Illugadóttir les íslensku útgáfuna en aðrir lesarar eru sendiherrar, þýðendur, rithöfundar, fræðimenn og áhugafólk um bókmenntir. Aðventa verður lesin í heild sinni og gefst gestum færi á að ganga milli málheima eða sitja og njóta á sama stað þá rúmu tvo klukkutíma sem lesturinn tekur. Aðgangur er ókeypis á báða viðburði.
Bókmenntir Nóbelsverðlaun Halldór Laxness Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira