Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 13:34 Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að reynt sé að hlusta á allar áhyggjur og ábendingar sem komi inn vegna starfsemi meðferðarheimila. Vísir/Arnar Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar stigu nafnlaust fram í kvöldfréttum Sýnar í fyrradag og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið opnaði árið 2022 og er fyrir stelpur og stálp á milli 13 og átján ára, með flókinn vanda. „Við erum á meðferðarheimilunum alltaf endalaust að breyta og bæta okkar verklag. Í dag eru um þrjátíu verklagslýsingar inni á öllum meðferðarheimilunum inni í svokallaðri meðferðarhandbók. Það er það sem við höfum verið að reyna að gera er að bregðast við þegar ábendingar koma,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, fostjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur meðferðarheimilið. Bæði taki þau við ábendingum frá eftirlitsstofnunum en einnig frá starfsmönnum í gegnum mánaðarlegar nafnlausar kannanir. Þá sé reynt að bregðast við öllum ábendingum skjólstæðinga og foreldra. Meðal ábendinga fyrrverandi starfsmanna er að fíkniefni hafi verið látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit hafi verið lítið sem ekkert. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hóf frumkvæðisathugun á starfinu vorið 2024 og verða lagðar til miklar umbætur. „Við getum aldrei haft verklagsreglur um alla mannlega hegðun. Við erum að vinna með unglinga á mjög viðkvæmu stað og það verður að vera sveigjanleiki í meðferð til að mæta þeirra þörfum hverju sinni.“ Verði að vera sveigjanleg Hún nefnir að sumum starfsmönnum hafi til að mynda þótt erfitt að aðrir starfsmenn leyfðu börnunum að vaka lengur, þvert á verklagsreglur, til að klára bíómyndir og þannig hafi ekki verið samræmi milli vakta. „Við erum að reyna að skapa heimili fyrir börn og þegar við erum með framhaldsmeðferð erum við alltaf að reyna að einblína á að þeim líði sem allra best ásamt því að vera að vinna með líðan þeirra, tilfinningar og hjálpa þeim í þessari atferlismótun daglegs lífs,“ segir Ólöf. Starfsemi meðferðarheimila verði að vera sveigjanleg og alltaf sé hægt að gera betur. „Við getum alltaf gert betur og það er það sem við erum alltaf að reyna. Þess vegna höfum við þessa nafnlausu könnun sem starfsmenn geta sent inn, til að tryggja öryggi þeirra að þau séu ekki dæmd út frá því sem þau segja,“ segir Ólöf. „Og ég myndi segja að við séum alltaf að endurskoða. Þannig er það með meðferðarheimili að við verðum alltaf að vera sveigjanleg.“ Meðferðarheimili Barnavernd Vistheimili Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar stigu nafnlaust fram í kvöldfréttum Sýnar í fyrradag og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið opnaði árið 2022 og er fyrir stelpur og stálp á milli 13 og átján ára, með flókinn vanda. „Við erum á meðferðarheimilunum alltaf endalaust að breyta og bæta okkar verklag. Í dag eru um þrjátíu verklagslýsingar inni á öllum meðferðarheimilunum inni í svokallaðri meðferðarhandbók. Það er það sem við höfum verið að reyna að gera er að bregðast við þegar ábendingar koma,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, fostjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur meðferðarheimilið. Bæði taki þau við ábendingum frá eftirlitsstofnunum en einnig frá starfsmönnum í gegnum mánaðarlegar nafnlausar kannanir. Þá sé reynt að bregðast við öllum ábendingum skjólstæðinga og foreldra. Meðal ábendinga fyrrverandi starfsmanna er að fíkniefni hafi verið látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit hafi verið lítið sem ekkert. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hóf frumkvæðisathugun á starfinu vorið 2024 og verða lagðar til miklar umbætur. „Við getum aldrei haft verklagsreglur um alla mannlega hegðun. Við erum að vinna með unglinga á mjög viðkvæmu stað og það verður að vera sveigjanleiki í meðferð til að mæta þeirra þörfum hverju sinni.“ Verði að vera sveigjanleg Hún nefnir að sumum starfsmönnum hafi til að mynda þótt erfitt að aðrir starfsmenn leyfðu börnunum að vaka lengur, þvert á verklagsreglur, til að klára bíómyndir og þannig hafi ekki verið samræmi milli vakta. „Við erum að reyna að skapa heimili fyrir börn og þegar við erum með framhaldsmeðferð erum við alltaf að reyna að einblína á að þeim líði sem allra best ásamt því að vera að vinna með líðan þeirra, tilfinningar og hjálpa þeim í þessari atferlismótun daglegs lífs,“ segir Ólöf. Starfsemi meðferðarheimila verði að vera sveigjanleg og alltaf sé hægt að gera betur. „Við getum alltaf gert betur og það er það sem við erum alltaf að reyna. Þess vegna höfum við þessa nafnlausu könnun sem starfsmenn geta sent inn, til að tryggja öryggi þeirra að þau séu ekki dæmd út frá því sem þau segja,“ segir Ólöf. „Og ég myndi segja að við séum alltaf að endurskoða. Þannig er það með meðferðarheimili að við verðum alltaf að vera sveigjanleg.“
Meðferðarheimili Barnavernd Vistheimili Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira