Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 10:38 Slysið varð á Reykjanesbraut við Álfabakka 1. apríl síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Slysið varð á Reykjanesbraut þann 1. apríl síðastliðinn, rétt norðan við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 14:42. Slysið varð á þriðja tímanum eftir hádegi þann 1. apríl.RNSA Gangandi vegfarandinn, sem var 49 ára gamall þegar hann lést, hafði sést ganga meðfram Breiðholtsbraut í vesturátt í aðdraganda slyssins. Nokkrir höfðu gert lögreglu viðvart Nokkur vitni, sem komu höfðu auga á hann á gangi, höfðu haft samband við lögreglu fyrir slysið þar sem þau töldu manninn ekki í líkamlegu ástandi til að vera þarna á ferð. Hann hafi verið reikull í spori og nokkrum sinnum virst nálægt því að detta inn á Breiðholtsbraut þegar hann gekk meðfram henni. Maðurinn var á göngu meðfram Reykjanesbrautinni, eftir að hafa gengið við Breiðholtsbraut í nokkra hríð, þegar slysið varð.RNSA Leyfilegur hámarkshraði á Breiðholtsbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund og 80 á Reykjanesbraut. Ökumaður, sem var á leið í norðurátt á Reykjanesbraut, kvaðst hafa verið á um 70 kílómetra hraða áður en hann varð var við vegfarandann. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á brautina Hann hafi hægt á sér þegar hann hafi orðið hans var en bíllinn, sem var af gerðinni Nissan Pathfinder af árgerð 2013, var ekki útbúinn búnaði svo hægt væri að lesa hraðann sem hann var á í aðdraganda slyssins. Fram kemur í skýrslunni að frásögn ökumannsins stemmi við frásögn vitna. Ökumaður Nissan-bílsins sagðist, samkvæmt skýrslunni, hafa séð manninn ganga meðfram Reykjanesbraut í norðurátt þegar hann var nýbúinn að keyra undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Hann hafi verið á vinstri akrein og hægt á bílnum þegar hann varð mannsins var. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á akbrautina og hrasað en haldið áfram og að endingu dottið fyrir bíl hans. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að gangandi vegfarandinn hafi ekki nýtt nálægar gönguleiðir sem voru til staðar heldur reynt að þvera akbrautir, þar sem ekki er gert fyrir gangandi og hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Við rannsókn málsins hafi jafnframt komið í ljós mikið magn áfengis í blóði gangandi vegfarandans og hann hafi verið ofurölvi. Þá kvaðst ökumaðurinn hafa veitt vegfarandanum eftirtekt svo skömmu fyrir slysið að hann hafi ekki getað varnað slysinu þrátt fyrir að hafa dregið úr hraða. Samgönguslys Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48 Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Slysið varð á Reykjanesbraut þann 1. apríl síðastliðinn, rétt norðan við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 14:42. Slysið varð á þriðja tímanum eftir hádegi þann 1. apríl.RNSA Gangandi vegfarandinn, sem var 49 ára gamall þegar hann lést, hafði sést ganga meðfram Breiðholtsbraut í vesturátt í aðdraganda slyssins. Nokkrir höfðu gert lögreglu viðvart Nokkur vitni, sem komu höfðu auga á hann á gangi, höfðu haft samband við lögreglu fyrir slysið þar sem þau töldu manninn ekki í líkamlegu ástandi til að vera þarna á ferð. Hann hafi verið reikull í spori og nokkrum sinnum virst nálægt því að detta inn á Breiðholtsbraut þegar hann gekk meðfram henni. Maðurinn var á göngu meðfram Reykjanesbrautinni, eftir að hafa gengið við Breiðholtsbraut í nokkra hríð, þegar slysið varð.RNSA Leyfilegur hámarkshraði á Breiðholtsbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund og 80 á Reykjanesbraut. Ökumaður, sem var á leið í norðurátt á Reykjanesbraut, kvaðst hafa verið á um 70 kílómetra hraða áður en hann varð var við vegfarandann. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á brautina Hann hafi hægt á sér þegar hann hafi orðið hans var en bíllinn, sem var af gerðinni Nissan Pathfinder af árgerð 2013, var ekki útbúinn búnaði svo hægt væri að lesa hraðann sem hann var á í aðdraganda slyssins. Fram kemur í skýrslunni að frásögn ökumannsins stemmi við frásögn vitna. Ökumaður Nissan-bílsins sagðist, samkvæmt skýrslunni, hafa séð manninn ganga meðfram Reykjanesbraut í norðurátt þegar hann var nýbúinn að keyra undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Hann hafi verið á vinstri akrein og hægt á bílnum þegar hann varð mannsins var. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á akbrautina og hrasað en haldið áfram og að endingu dottið fyrir bíl hans. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að gangandi vegfarandinn hafi ekki nýtt nálægar gönguleiðir sem voru til staðar heldur reynt að þvera akbrautir, þar sem ekki er gert fyrir gangandi og hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Við rannsókn málsins hafi jafnframt komið í ljós mikið magn áfengis í blóði gangandi vegfarandans og hann hafi verið ofurölvi. Þá kvaðst ökumaðurinn hafa veitt vegfarandanum eftirtekt svo skömmu fyrir slysið að hann hafi ekki getað varnað slysinu þrátt fyrir að hafa dregið úr hraða.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48 Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48
Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent