Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2025 18:52 Umferð hefur víða raskast vegna snjóþungans í dag. Landsbjörg Áfram eru miklar tafir á ferðum Strætó á höfuðborgarsvæðinu og eru farþegar beðnir um að sýna þolinmæði. Fimm strætisvagnar eru fastir en aðeins einn sagður trufla umferð. Engir vagnar eru á nagladekkjum. Mælt er með því að fólk fylgist með staðsetningu vagna á rauntímakorti sem aðgengilegt er í appi og á heimasíðu Strætó í stað þess að einblína á tímatöflur. Þetta sagði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs hjá Strætó, í samtali við fréttastofu á sjötta tímanum í dag. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó „Það gengur ekkert sérstaklega vel en það er svona að greiðast úr þessu. Það er líka því að þakka að það er búið að minnka mikið umferð á götunum núna og hætt að snjóa. Áætlunin er mjög mikið úr skorðum en við erum samt með bíla á öllum leiðum og að halda þjónustu á öllum leiðum,“ segir Steinar. Ólíklegt sé að það náist að rétta af tímaáætlanir fyrr en seint í kvöld. Mikið af fólki sé búið að vera í vögnunum í dag og greinileg aukning eftir hádegi miðað við venjubundnari þriðjudag. „Þetta gengur hægt en þetta gengur. Heilt yfir er þetta allt í lagi og engin óhöpp eða þannig. Þetta hefur gengið ágætlega miðað við aðstæður.“ Steinar segir að vagnar séu fastir við Óla Rún tún og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Stekkjarbakka og Gufunes í Reykjavík og Miðgarð í Garðabæ. Sá fyrsti sé bilaður en aðrir séu ekki fastir í umferðinni. Unnið sé að því að láta dráttarbíl færa vagnana. Ekki á nöglum Engir strætisvagnar eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Það var samningur gerður við borgina um að strætóleiðir væru í forgangi varðandi mokstur og þá værum við ekki á nöglum. Þetta hefur gengið ágætlega og við þurfum í 99,99% tilfella ekki að vera á nöglum,“ segir Steinar. Hann á von á því að staðan á leiðakerfinu lagist í kvöld eftir því sem snjómokstur heldur áfram og umferð minnkar. Fréttin hefur verið uppfærð. Strætó Veður Tengdar fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Mælt er með því að fólk fylgist með staðsetningu vagna á rauntímakorti sem aðgengilegt er í appi og á heimasíðu Strætó í stað þess að einblína á tímatöflur. Þetta sagði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs hjá Strætó, í samtali við fréttastofu á sjötta tímanum í dag. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó „Það gengur ekkert sérstaklega vel en það er svona að greiðast úr þessu. Það er líka því að þakka að það er búið að minnka mikið umferð á götunum núna og hætt að snjóa. Áætlunin er mjög mikið úr skorðum en við erum samt með bíla á öllum leiðum og að halda þjónustu á öllum leiðum,“ segir Steinar. Ólíklegt sé að það náist að rétta af tímaáætlanir fyrr en seint í kvöld. Mikið af fólki sé búið að vera í vögnunum í dag og greinileg aukning eftir hádegi miðað við venjubundnari þriðjudag. „Þetta gengur hægt en þetta gengur. Heilt yfir er þetta allt í lagi og engin óhöpp eða þannig. Þetta hefur gengið ágætlega miðað við aðstæður.“ Steinar segir að vagnar séu fastir við Óla Rún tún og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Stekkjarbakka og Gufunes í Reykjavík og Miðgarð í Garðabæ. Sá fyrsti sé bilaður en aðrir séu ekki fastir í umferðinni. Unnið sé að því að láta dráttarbíl færa vagnana. Ekki á nöglum Engir strætisvagnar eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Það var samningur gerður við borgina um að strætóleiðir væru í forgangi varðandi mokstur og þá værum við ekki á nöglum. Þetta hefur gengið ágætlega og við þurfum í 99,99% tilfella ekki að vera á nöglum,“ segir Steinar. Hann á von á því að staðan á leiðakerfinu lagist í kvöld eftir því sem snjómokstur heldur áfram og umferð minnkar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Strætó Veður Tengdar fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58