Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2025 19:00 Hreiðar Eiríksson er lögmaður mannsins og segist líta málið alvarlegum augum. Lögmaður manns, sem beittur var piparúða í gegnum lúgu á fangaklefa á Akureyri, sveltur í haldi og hótað með rafbyssu á meðan hann var frelsissviptur, segist líta málið grafalvarlegum augum. Lögreglumönnunum sé þó ekki um að kenna. Í bréfi lögmannsins til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu kemur fram að maðurinn telji sig hafa verið beittan ómannúðlegri meðferð í þrígang á meðan hann sat í fangageymslum á lögreglustöðinni á Akureyri. Fyrst í október 2024 þegar hann hafi sparkað í hurð fangaklefans, þá hafi lúgan á klefanum verið opnuð og rafbyssu miðað inn og honum hótað. Í mars hafi svo piparúða verið sprautað á hann inn um lúgu, hann hafi svo verið látinn dúsa í klefanum í klukkutíma með nærbuxur sínar einar fyrir vitum. Þriðja kvörtun mannsins snýr að því að hann hafi í júlí hvorki fengið vatn né mat í fjórtán klukkustundir í haldi lögreglu. Hreiðar Eiríksson lögmaður hans segir slíka meðferð ekki eiga að líðast. Ekki við lögreglumennina að sakast „Þessi vopn lögreglunnar eru hugsuð sem varnarvopn til þess að lögreglumenn verði síður fyrir meiðslum og draga úr þeirri hættu sem fylgir þeirra störfum. Hún er umtalsverð og ég held að við getum verið sammála um að lögregla á að hafa þessi vopn og þarf að hafa þau en það verður að vera hægt að treysta því að þeim sé ekki beitt nema í þeim tilgangi sem á að beita þeim.“ Óheimilt sé að beita vopnunum nema í vörn. Ekki stafi hætta af manni sem læstur sé inni í fangaklefa. Hreiðar segir ekki við lögreglumennina að sakast. „Það eru stjórnendur lögreglunnar sem bera ábyrgð á þessu. Það væri óeðlilegt að það yrðu einhverjum lögreglumönnum hefnt fyrir þetta, þetta eru aðstæður sem þeir eru í, menning sem þeir vinna í, henni á að stýra og veita aðhald af hálfu stjórnenda lögreglunnar.“ Ræða þurfi breytingar á núverandi fyrirkomulagi vegna kvartana undan lögreglu. Það sé ekki til þess fallið að viðhalda trausti og því hafi verið breytt í nágrannalöndum. „Nefndin getur vísað svona málum til sakamálarannsóknar og þá er það eitt af lögregluembættum landsins em rannskar, það er að segja Héraðssaksóknari. Þetta fyrirkomulag er ekki trúverðugt.“ Lögreglumál Akureyri Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Í bréfi lögmannsins til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu kemur fram að maðurinn telji sig hafa verið beittan ómannúðlegri meðferð í þrígang á meðan hann sat í fangageymslum á lögreglustöðinni á Akureyri. Fyrst í október 2024 þegar hann hafi sparkað í hurð fangaklefans, þá hafi lúgan á klefanum verið opnuð og rafbyssu miðað inn og honum hótað. Í mars hafi svo piparúða verið sprautað á hann inn um lúgu, hann hafi svo verið látinn dúsa í klefanum í klukkutíma með nærbuxur sínar einar fyrir vitum. Þriðja kvörtun mannsins snýr að því að hann hafi í júlí hvorki fengið vatn né mat í fjórtán klukkustundir í haldi lögreglu. Hreiðar Eiríksson lögmaður hans segir slíka meðferð ekki eiga að líðast. Ekki við lögreglumennina að sakast „Þessi vopn lögreglunnar eru hugsuð sem varnarvopn til þess að lögreglumenn verði síður fyrir meiðslum og draga úr þeirri hættu sem fylgir þeirra störfum. Hún er umtalsverð og ég held að við getum verið sammála um að lögregla á að hafa þessi vopn og þarf að hafa þau en það verður að vera hægt að treysta því að þeim sé ekki beitt nema í þeim tilgangi sem á að beita þeim.“ Óheimilt sé að beita vopnunum nema í vörn. Ekki stafi hætta af manni sem læstur sé inni í fangaklefa. Hreiðar segir ekki við lögreglumennina að sakast. „Það eru stjórnendur lögreglunnar sem bera ábyrgð á þessu. Það væri óeðlilegt að það yrðu einhverjum lögreglumönnum hefnt fyrir þetta, þetta eru aðstæður sem þeir eru í, menning sem þeir vinna í, henni á að stýra og veita aðhald af hálfu stjórnenda lögreglunnar.“ Ræða þurfi breytingar á núverandi fyrirkomulagi vegna kvartana undan lögreglu. Það sé ekki til þess fallið að viðhalda trausti og því hafi verið breytt í nágrannalöndum. „Nefndin getur vísað svona málum til sakamálarannsóknar og þá er það eitt af lögregluembættum landsins em rannskar, það er að segja Héraðssaksóknari. Þetta fyrirkomulag er ekki trúverðugt.“
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira