Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Agnar Már Másson skrifar 24. október 2025 16:14 Þegar Adam Bauer fór að rannsaka skólp reyndist maðkur í mysunni. Sá maðkur var ketamín og kantínónar. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem neysla Íslendinga á ketamíni og svokölluðum „baðsöltum“ hafi aukist síðustu tvö ár á meðan dregið hefur úr ópíóíðaneyslu, samkvæmt mælingum á skólpi landsmanna. Sögur af Íslendingum er að finna víða, meðal annars í saurnum þeirra, en Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hefur síðustu tvö ár rannsakað leifar af fíkniefnum sem finnast í skólpi landsmanna. Eftir að hafa varið síðustu tveimur árum í að safna gögnum um fimm tegundir ópíóíða í skólpi virðist ljóst að notkun þeirra stefni niður á við. En á sama tíma hefur notkun annarra efna aukist. Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum.Vísir/Arnar „Við sjáum þar að ópíóðar trenda niður á við en aftur á móti eru önnur efni, eins og ketamín, á leiðinni upp,“ segir Adam í samtali við Vísi. Rannsókn Adams er hluti af doktorsverkefni hans auk þess sem heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á niðurstöðunum. Nýtt partídóp ryður sér til rúms „Svo er eitt og eitt nýtt efni sem lætur sjá sig af og til,“ bætir efnafræðingurinn við en hann á eftir að birta gögnin. Hann stefnir á að birta þau í lok árs. Dæmi um slíkt nýtt efni sem virðist hafa rutt sér til rúms er 4-CMC — kantínónar eða „baðsölt“ í daglegu tali — sem hann segir orðið algengara hér á landi síðasta árið. „Og við vitum að það er verið að selja það hérna,“ segir Adam um baðsöltin svokölluðu, „og fólk er að nota það í skemmtanalífinu.“ Baðsöltin eru örvandi lyf hverra áhrif eiga að líkjast amfetamíni, kókaíni og MDMA, að sögn Adams. Hvernig er þetta mælt? Adam segir að von bráðar verði niðurstöður samevrópskrar rannsóknar kynntar sem kannar notkun amfetamíns, metamfetamíns, THC, kókaíns og MDMA í Evrópu. Spurður hvort einhverjar sveiflur sé að finna þar kveðst hann ekki hafa kannað þau gögn. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? Til að greina á milli þess hvort um raunverulegar inntöku sé að ræða eða hvort efnunum hafi verið sturtað niður mælir hann umbrotsefni í skólpinu. Til dæmis er efnið benzoylecgonine mælt sem er umbrotsefni kókaíns, í stað þess að mæla kókaínið sjálft. Fyrir mánaðarlegar mælingar er sýnum safnað á klukkutíma fresti í heila viku. Þannig fæst meðaltal yfir sjö daga á mánuði. Flest sýni eru tekin úr skólpi í fráveitunni í Klettagörðum, sem þjónar um 110 þúsund manna svæði. Adam segir að til að greina ný efni þurfi notkun þeirra að vera komin yfir ákveðinn þröskuld í samfélaginu vegna mikillar þynningar í skólpinu. Frekari niðurstaðna verður að vænta á næstu mánuðum, að sögn Adams, sem kveðst munu gefa út gögnin í vísindaritum. Fíkniefnabrot Lyf Fíkn Vísindi Háskólar Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Sögur af Íslendingum er að finna víða, meðal annars í saurnum þeirra, en Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hefur síðustu tvö ár rannsakað leifar af fíkniefnum sem finnast í skólpi landsmanna. Eftir að hafa varið síðustu tveimur árum í að safna gögnum um fimm tegundir ópíóíða í skólpi virðist ljóst að notkun þeirra stefni niður á við. En á sama tíma hefur notkun annarra efna aukist. Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum.Vísir/Arnar „Við sjáum þar að ópíóðar trenda niður á við en aftur á móti eru önnur efni, eins og ketamín, á leiðinni upp,“ segir Adam í samtali við Vísi. Rannsókn Adams er hluti af doktorsverkefni hans auk þess sem heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á niðurstöðunum. Nýtt partídóp ryður sér til rúms „Svo er eitt og eitt nýtt efni sem lætur sjá sig af og til,“ bætir efnafræðingurinn við en hann á eftir að birta gögnin. Hann stefnir á að birta þau í lok árs. Dæmi um slíkt nýtt efni sem virðist hafa rutt sér til rúms er 4-CMC — kantínónar eða „baðsölt“ í daglegu tali — sem hann segir orðið algengara hér á landi síðasta árið. „Og við vitum að það er verið að selja það hérna,“ segir Adam um baðsöltin svokölluðu, „og fólk er að nota það í skemmtanalífinu.“ Baðsöltin eru örvandi lyf hverra áhrif eiga að líkjast amfetamíni, kókaíni og MDMA, að sögn Adams. Hvernig er þetta mælt? Adam segir að von bráðar verði niðurstöður samevrópskrar rannsóknar kynntar sem kannar notkun amfetamíns, metamfetamíns, THC, kókaíns og MDMA í Evrópu. Spurður hvort einhverjar sveiflur sé að finna þar kveðst hann ekki hafa kannað þau gögn. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? Til að greina á milli þess hvort um raunverulegar inntöku sé að ræða eða hvort efnunum hafi verið sturtað niður mælir hann umbrotsefni í skólpinu. Til dæmis er efnið benzoylecgonine mælt sem er umbrotsefni kókaíns, í stað þess að mæla kókaínið sjálft. Fyrir mánaðarlegar mælingar er sýnum safnað á klukkutíma fresti í heila viku. Þannig fæst meðaltal yfir sjö daga á mánuði. Flest sýni eru tekin úr skólpi í fráveitunni í Klettagörðum, sem þjónar um 110 þúsund manna svæði. Adam segir að til að greina ný efni þurfi notkun þeirra að vera komin yfir ákveðinn þröskuld í samfélaginu vegna mikillar þynningar í skólpinu. Frekari niðurstaðna verður að vænta á næstu mánuðum, að sögn Adams, sem kveðst munu gefa út gögnin í vísindaritum.
Fíkniefnabrot Lyf Fíkn Vísindi Háskólar Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira