Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Agnar Már Másson skrifar 24. október 2025 16:14 Þegar Adam Bauer fór að rannsaka skólp reyndist maðkur í mysunni. Sá maðkur var ketamín og kantínónar. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem neysla Íslendinga á ketamíni og svokölluðum „baðsöltum“ hafi aukist síðustu tvö ár á meðan dregið hefur úr ópíóíðaneyslu, samkvæmt mælingum á skólpi landsmanna. Sögur af Íslendingum er að finna víða, meðal annars í saurnum þeirra, en Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hefur síðustu tvö ár rannsakað leifar af fíkniefnum sem finnast í skólpi landsmanna. Eftir að hafa varið síðustu tveimur árum í að safna gögnum um fimm tegundir ópíóíða í skólpi virðist ljóst að notkun þeirra stefni niður á við. En á sama tíma hefur notkun annarra efna aukist. Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum.Vísir/Arnar „Við sjáum þar að ópíóðar trenda niður á við en aftur á móti eru önnur efni, eins og ketamín, á leiðinni upp,“ segir Adam í samtali við Vísi. Rannsókn Adams er hluti af doktorsverkefni hans auk þess sem heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á niðurstöðunum. Nýtt partídóp ryður sér til rúms „Svo er eitt og eitt nýtt efni sem lætur sjá sig af og til,“ bætir efnafræðingurinn við en hann á eftir að birta gögnin. Hann stefnir á að birta þau í lok árs. Dæmi um slíkt nýtt efni sem virðist hafa rutt sér til rúms er 4-CMC — kantínónar eða „baðsölt“ í daglegu tali — sem hann segir orðið algengara hér á landi síðasta árið. „Og við vitum að það er verið að selja það hérna,“ segir Adam um baðsöltin svokölluðu, „og fólk er að nota það í skemmtanalífinu.“ Baðsöltin eru örvandi lyf hverra áhrif eiga að líkjast amfetamíni, kókaíni og MDMA, að sögn Adams. Hvernig er þetta mælt? Adam segir að von bráðar verði niðurstöður samevrópskrar rannsóknar kynntar sem kannar notkun amfetamíns, metamfetamíns, THC, kókaíns og MDMA í Evrópu. Spurður hvort einhverjar sveiflur sé að finna þar kveðst hann ekki hafa kannað þau gögn. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? Til að greina á milli þess hvort um raunverulegar inntöku sé að ræða eða hvort efnunum hafi verið sturtað niður mælir hann umbrotsefni í skólpinu. Til dæmis er efnið benzoylecgonine mælt sem er umbrotsefni kókaíns, í stað þess að mæla kókaínið sjálft. Fyrir mánaðarlegar mælingar er sýnum safnað á klukkutíma fresti í heila viku. Þannig fæst meðaltal yfir sjö daga á mánuði. Flest sýni eru tekin úr skólpi í fráveitunni í Klettagörðum, sem þjónar um 110 þúsund manna svæði. Adam segir að til að greina ný efni þurfi notkun þeirra að vera komin yfir ákveðinn þröskuld í samfélaginu vegna mikillar þynningar í skólpinu. Frekari niðurstaðna verður að vænta á næstu mánuðum, að sögn Adams, sem kveðst munu gefa út gögnin í vísindaritum. Fíkniefnabrot Lyf Fíkn Vísindi Háskólar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Sögur af Íslendingum er að finna víða, meðal annars í saurnum þeirra, en Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur hefur síðustu tvö ár rannsakað leifar af fíkniefnum sem finnast í skólpi landsmanna. Eftir að hafa varið síðustu tveimur árum í að safna gögnum um fimm tegundir ópíóíða í skólpi virðist ljóst að notkun þeirra stefni niður á við. En á sama tíma hefur notkun annarra efna aukist. Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum.Vísir/Arnar „Við sjáum þar að ópíóðar trenda niður á við en aftur á móti eru önnur efni, eins og ketamín, á leiðinni upp,“ segir Adam í samtali við Vísi. Rannsókn Adams er hluti af doktorsverkefni hans auk þess sem heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á niðurstöðunum. Nýtt partídóp ryður sér til rúms „Svo er eitt og eitt nýtt efni sem lætur sjá sig af og til,“ bætir efnafræðingurinn við en hann á eftir að birta gögnin. Hann stefnir á að birta þau í lok árs. Dæmi um slíkt nýtt efni sem virðist hafa rutt sér til rúms er 4-CMC — kantínónar eða „baðsölt“ í daglegu tali — sem hann segir orðið algengara hér á landi síðasta árið. „Og við vitum að það er verið að selja það hérna,“ segir Adam um baðsöltin svokölluðu, „og fólk er að nota það í skemmtanalífinu.“ Baðsöltin eru örvandi lyf hverra áhrif eiga að líkjast amfetamíni, kókaíni og MDMA, að sögn Adams. Hvernig er þetta mælt? Adam segir að von bráðar verði niðurstöður samevrópskrar rannsóknar kynntar sem kannar notkun amfetamíns, metamfetamíns, THC, kókaíns og MDMA í Evrópu. Spurður hvort einhverjar sveiflur sé að finna þar kveðst hann ekki hafa kannað þau gögn. En hvað er nákvæmlega verið að mæla? Til að greina á milli þess hvort um raunverulegar inntöku sé að ræða eða hvort efnunum hafi verið sturtað niður mælir hann umbrotsefni í skólpinu. Til dæmis er efnið benzoylecgonine mælt sem er umbrotsefni kókaíns, í stað þess að mæla kókaínið sjálft. Fyrir mánaðarlegar mælingar er sýnum safnað á klukkutíma fresti í heila viku. Þannig fæst meðaltal yfir sjö daga á mánuði. Flest sýni eru tekin úr skólpi í fráveitunni í Klettagörðum, sem þjónar um 110 þúsund manna svæði. Adam segir að til að greina ný efni þurfi notkun þeirra að vera komin yfir ákveðinn þröskuld í samfélaginu vegna mikillar þynningar í skólpinu. Frekari niðurstaðna verður að vænta á næstu mánuðum, að sögn Adams, sem kveðst munu gefa út gögnin í vísindaritum.
Fíkniefnabrot Lyf Fíkn Vísindi Háskólar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent