„Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. október 2025 11:14 Frá árinu 2017 hefur hópurinn Konur eru konum bestar selt boli til styrktar góðum málefnum. „Síðustu árin höfum við selt boli en í ár ákváðum við að breyta til og búa til klút - fyrir kvennaforsetann okkar, Höllu Tómasdóttur, sem hefur skapað tískustraum fyrir okkur og allar konur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. Frá árinu 2017 hefur hópurinn Konur eru konum bestar selt boli til styrktar góðum málefnum. Á bak við verkefnið standa þær Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Aldís Pálsdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir. Í ár hafa þær hannað sérstakan silkiklút til styrktar Hollvinum Grensás með það að markmiði að safna fyrir nýjum tækjum og búnaði sem styður konur í endurhæfingu og hjálpar þeim að komast aftur á réttan stað í lífinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Því miður sjáum við stundum dæmi um að konur tali niður til annarra kvenna. Með þessu verkefni viljum við leggja áherslu á að við stöndum saman, hvetjum og lyftum hvor annarri. Þetta snýst um breytt hugarfar - með örlítilli breytu á þekktri setningu,“ segir Elísabet. Táknræn merking um samstöðu kvenna Fram kemur í tilkynningunni að klúturinn sé hvítur, sem vísar til táknrænnar merkingar samstöðu kvenna í gegnum tíðina. Fánalitirnir í jaðri klútsins ramma inn þann kraft og elju sem íslenskar konur hafa sýnt í baráttunni síðustu 50 ár, og talan 50 prýðir tvö horn klútsins í tilefni 50 ára afmælis kvennafrídagsins; „Klúturinn er tískuflík sem hægt er að nota á ótal vegu – hann er nútímalegur, fjölhæfur og tímalaus. Og það sem skiptir mestu máli: allur ágóði, í raun öll innkoma af sölu, fer óskert til góðs málefnis.“ Salan hefst á táknrænan og skemmtilegan hátt á Kvennafrídaginn næstkomandi föstudag á Lækjartorgi, með svokallaðri „pylsusölu“ út um gluggann. Klúturinn fer á sama tíma í sölu á vefsíðunni Konur eru konum bestar. Áður hefur hópurinn stutt við Ljónshjarta, Kvennaathvarfið, Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar, Kraft, Bjarkarhlíð og Stígamót. Hingað til hefur hópurinn safnað rúmlega 20 milljónum króna til verðugra málefna. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Tengdar fréttir „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“ „Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. 25. september 2022 13:31 Selja góðgerðarboli í fimmta skipti: „Nú er það svart“ Konur eru konum bestar söfnunarátakið er farið af stað en árlega er safnað fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. 23. nóvember 2021 09:39 Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Salan á góðgerðarbol Konur eru konum bestar hefst um helgina. Að þessu sinni er safnað fyrir Bjarkarhlíð. Salan er eingöngu rafræn að þessu sinni. 2. október 2020 11:30 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur hópurinn Konur eru konum bestar selt boli til styrktar góðum málefnum. Á bak við verkefnið standa þær Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Aldís Pálsdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir. Í ár hafa þær hannað sérstakan silkiklút til styrktar Hollvinum Grensás með það að markmiði að safna fyrir nýjum tækjum og búnaði sem styður konur í endurhæfingu og hjálpar þeim að komast aftur á réttan stað í lífinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Því miður sjáum við stundum dæmi um að konur tali niður til annarra kvenna. Með þessu verkefni viljum við leggja áherslu á að við stöndum saman, hvetjum og lyftum hvor annarri. Þetta snýst um breytt hugarfar - með örlítilli breytu á þekktri setningu,“ segir Elísabet. Táknræn merking um samstöðu kvenna Fram kemur í tilkynningunni að klúturinn sé hvítur, sem vísar til táknrænnar merkingar samstöðu kvenna í gegnum tíðina. Fánalitirnir í jaðri klútsins ramma inn þann kraft og elju sem íslenskar konur hafa sýnt í baráttunni síðustu 50 ár, og talan 50 prýðir tvö horn klútsins í tilefni 50 ára afmælis kvennafrídagsins; „Klúturinn er tískuflík sem hægt er að nota á ótal vegu – hann er nútímalegur, fjölhæfur og tímalaus. Og það sem skiptir mestu máli: allur ágóði, í raun öll innkoma af sölu, fer óskert til góðs málefnis.“ Salan hefst á táknrænan og skemmtilegan hátt á Kvennafrídaginn næstkomandi föstudag á Lækjartorgi, með svokallaðri „pylsusölu“ út um gluggann. Klúturinn fer á sama tíma í sölu á vefsíðunni Konur eru konum bestar. Áður hefur hópurinn stutt við Ljónshjarta, Kvennaathvarfið, Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar, Kraft, Bjarkarhlíð og Stígamót. Hingað til hefur hópurinn safnað rúmlega 20 milljónum króna til verðugra málefna.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Tengdar fréttir „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“ „Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. 25. september 2022 13:31 Selja góðgerðarboli í fimmta skipti: „Nú er það svart“ Konur eru konum bestar söfnunarátakið er farið af stað en árlega er safnað fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. 23. nóvember 2021 09:39 Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Salan á góðgerðarbol Konur eru konum bestar hefst um helgina. Að þessu sinni er safnað fyrir Bjarkarhlíð. Salan er eingöngu rafræn að þessu sinni. 2. október 2020 11:30 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
„Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“ „Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. 25. september 2022 13:31
Selja góðgerðarboli í fimmta skipti: „Nú er það svart“ Konur eru konum bestar söfnunarátakið er farið af stað en árlega er safnað fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. 23. nóvember 2021 09:39
Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Salan á góðgerðarbol Konur eru konum bestar hefst um helgina. Að þessu sinni er safnað fyrir Bjarkarhlíð. Salan er eingöngu rafræn að þessu sinni. 2. október 2020 11:30