Innlent

Tegundin sé lík­lega komin til að vera

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Matthías Alfreðsson segir Náttúrufræðistofnun fylgjast vel með stöðunni.
Matthías Alfreðsson segir Náttúrufræðistofnun fylgjast vel með stöðunni.

Moskítóflugan sem fannst í Kjós um helgina er af tegund sem er algeng og útbreidd um alla Evrópu og þrífst vel í köldu loftslagi. Líklegt er að tegundin sé komin til að vera en Náttúrufræðistofnun fylgist með. 

Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Matthíasi Alfreðssyni skordýrafræðingi við stofnunina til fréttastofu. Tilefnið eru tíðindi af því að moskító hafi fundist í Kjós.

„Þessi tegund hefur ekki fundist hér á landi áður. Culiseta annulata er frekar stór moskítófluga, algeng og útbreidd um alla Evrópu. Hún þrífst vel í köldu loftslagi. Erlendis þá finnst tegundin á öllum þroskastigum allt árið um kring,“ skrifar Matthías.

„Þær þiggja blóðmáltíð frá fuglum, mannfólki og öðrum spendýrum. Þessi tegund er ekki talin mjög alvarleg hvað varðar sjúkdóma en þær geta verið nokkuð pirrandi. Tegundin er líklega komin til að vera en við þurfum að fylgjast vel með og vakta þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×