Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 23:31 Jonjo Shelvey með eiginkonu sinni og tveimur af börnum þeirra þegar hann var leikmaður Liverpool. Getty/John Powell Fyrrum leikmaður Liverpool er nú að spila í C-deildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og fullvissar alla um það í nýju viðtali að hann sé ekki kominn til Dúbaí vegna peninganna. Jonjo Shelvey spilaði 278 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Newcastle United, Liverpool, Swansea City og Nottingham Forest. Breska ríkisútvarpið elti Shelvey upp til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem hann var að spila sinn síðasta leik fyrir kannski 75 áhorfendur. Nýverið fór myndband á flug á netinu þar sem Shelvey sést klikka á vítaspyrnu. Jonjo Shelvey says he doesn’t want his children growing up in England, and would “never wear a watch” in LondonThe former Newcastle midfielder has started a new life in Dubai after leaving English football behind, find out more about it ⤵️https://t.co/gZRXsA8EUd pic.twitter.com/u5J0BbbFcq— Telegraph Football (@TeleFootball) October 16, 2025 Miðjumaðurinn fullyrti þó að honum væri „alveg sama“ eftir að myndskeið af spyrnunni sem hann klúðraði á Jebel Ali Shooting Club fékk milljón áhorf á samfélagsmiðlum. Truflar mig ekki „Það truflar mig ekki,“ sagði hann. „Ég hef síðan séð nokkur ummæli eins og „hann fór þangað fyrir peninga“. Ég hugsa með mér: „Hvaða peninga? Það eru engir peningar í annarri deild SAF,“ sagði Shelvey. „Hérna eru meðallaun fótboltamanns um tvö þúsund pund á mánuði. Miðað við það sem ég hef þénað á ferlinum er það ekki neitt. Bróðir minn þénar meira við að vinna á hóteli í London, svo það var aldrei út af peningunum sem ég kom hingað,“ sagði Shelvey. Hvernig gerðist þetta? Tvö þúsund pund eru um 327 þúsund íslenskar krónur. En hvers vegna endaði Shelvey á því að spila í þriðju efstu deild í SAF? Eftir misheppnaða reynslu hjá Hull City meiddist samningslausi leikmaðurinn aftan í læri sem flækti möguleika hans á að tryggja sér samning yfir sumarið. Harry Agombar, stjóri Arabian Falcons, hafði samband og bað æskuvin sinn um að flytja til Dúbaí til að hjálpa við að „byggja upp félagið“. Byrjaði upp á nýtt Þrátt fyrir að fjölskylda Shelveys hefði lengi verið búsett í Tyneside, jafnvel eftir að hann yfirgaf Newcastle árið 2023, sá þriggja barna faðirinn þetta sem tækifæri til að „byrja upp á nýtt“. Jonjo Shelvey has responded to claims around his move to UAE 🗣💬 pic.twitter.com/IJQt89xMmW— Match of the Day (@BBCMOTD) October 16, 2025 „Ég er búinn að eiga minn tíma. Ég er ánægður og sáttur. Ég er bara kominn á þann stað núna að ég vil njóta fótboltans. Þetta snýst um að vakna, njóta þess sem ég geri og eyða tíma með fjölskyldunni,“ sagði Shelvey. „Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég ekki að börnin mín alist upp í Englandi lengur. Við erum mjög heppin að hafa búið í góðum hluta Bretlands en þar sem ég er upphaflega frá getur maður ekki átt flotta hluti að mínu mati. Ég myndi aldrei ganga með úr í London lengur. Maður getur ekki verið með símann sinn á lofti í London, að mínu mati,“ sagði Shelvey. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Jonjo Shelvey spilaði 278 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Newcastle United, Liverpool, Swansea City og Nottingham Forest. Breska ríkisútvarpið elti Shelvey upp til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem hann var að spila sinn síðasta leik fyrir kannski 75 áhorfendur. Nýverið fór myndband á flug á netinu þar sem Shelvey sést klikka á vítaspyrnu. Jonjo Shelvey says he doesn’t want his children growing up in England, and would “never wear a watch” in LondonThe former Newcastle midfielder has started a new life in Dubai after leaving English football behind, find out more about it ⤵️https://t.co/gZRXsA8EUd pic.twitter.com/u5J0BbbFcq— Telegraph Football (@TeleFootball) October 16, 2025 Miðjumaðurinn fullyrti þó að honum væri „alveg sama“ eftir að myndskeið af spyrnunni sem hann klúðraði á Jebel Ali Shooting Club fékk milljón áhorf á samfélagsmiðlum. Truflar mig ekki „Það truflar mig ekki,“ sagði hann. „Ég hef síðan séð nokkur ummæli eins og „hann fór þangað fyrir peninga“. Ég hugsa með mér: „Hvaða peninga? Það eru engir peningar í annarri deild SAF,“ sagði Shelvey. „Hérna eru meðallaun fótboltamanns um tvö þúsund pund á mánuði. Miðað við það sem ég hef þénað á ferlinum er það ekki neitt. Bróðir minn þénar meira við að vinna á hóteli í London, svo það var aldrei út af peningunum sem ég kom hingað,“ sagði Shelvey. Hvernig gerðist þetta? Tvö þúsund pund eru um 327 þúsund íslenskar krónur. En hvers vegna endaði Shelvey á því að spila í þriðju efstu deild í SAF? Eftir misheppnaða reynslu hjá Hull City meiddist samningslausi leikmaðurinn aftan í læri sem flækti möguleika hans á að tryggja sér samning yfir sumarið. Harry Agombar, stjóri Arabian Falcons, hafði samband og bað æskuvin sinn um að flytja til Dúbaí til að hjálpa við að „byggja upp félagið“. Byrjaði upp á nýtt Þrátt fyrir að fjölskylda Shelveys hefði lengi verið búsett í Tyneside, jafnvel eftir að hann yfirgaf Newcastle árið 2023, sá þriggja barna faðirinn þetta sem tækifæri til að „byrja upp á nýtt“. Jonjo Shelvey has responded to claims around his move to UAE 🗣💬 pic.twitter.com/IJQt89xMmW— Match of the Day (@BBCMOTD) October 16, 2025 „Ég er búinn að eiga minn tíma. Ég er ánægður og sáttur. Ég er bara kominn á þann stað núna að ég vil njóta fótboltans. Þetta snýst um að vakna, njóta þess sem ég geri og eyða tíma með fjölskyldunni,“ sagði Shelvey. „Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég ekki að börnin mín alist upp í Englandi lengur. Við erum mjög heppin að hafa búið í góðum hluta Bretlands en þar sem ég er upphaflega frá getur maður ekki átt flotta hluti að mínu mati. Ég myndi aldrei ganga með úr í London lengur. Maður getur ekki verið með símann sinn á lofti í London, að mínu mati,“ sagði Shelvey. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira