Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. október 2025 14:32 Ketillaugarfjall er fjölskylduvænt fjall að sögn fjallgöngugarpanna þriggja sem klifu það í Okkar eigin Íslandi. Garpur fór með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni upp á Ketillaugarfjall í Nesjum í Hornafirði. Fjallið er fjölskylduvænt og litríkt en á leiðinni upp rákust þeir á hreindýrahjörð. „Það er alltaf verið að rukka mig um sjónvarpsþætti um fjöll sem allir geta farið, þetta er þannig fjall,“ segir Garpur í nýjasta Okkar eigin Íslands. „Þetta er fullkomið fjölskyldufjall,“ bætti Sigurður við um Ketillaugarfjall en slóðin upp 668 metra fjallið er ansi góður. Nafnið dregur fjallið af þjóðsögu um konu að nafni Ketillaug sem gekk í fjallið og hafði með sér ketil, fullan af gulli. „Ég var einmitt að þefa af þessu“ Garpur vissi að fjallið væri þekkt fyrir fegurð sína en hún kom honum samt í opna skjöld þegar þeir voru komnir upp að fjallinu. „Einhvers konar mini-Landmannalaugar, alls konar litir og alls konar berg,“ sagði hann um Ketillaugarfjall. Ekki nóg með að hafa fengið að dást að fjallinu heldur birtist þeim glæsileg hreindýrahjörð í fjarska. „Ég sá svolítið af hreindýraskít áðan,“ sagði Sigurður þegar þeir ráku loks augun í hreindýrin. „Ég var einmitt af þefa af þessu líka og mig grunaði að þetta væri hreindýr,“ bætti Garpur við. Hreindýrin sem strákarnir sáu. Skömmu síðar glötuðu þeir einum þriðjungi tríósins. „Við grínuðumst smá um það á leiðinni að Leifur væri smá eins og barnið okkar. Núna erum við hálfnaðir upp fjallið og við höfum ekki hugmynd hvar Leifur er, hann er týndur,“ segir Garpur á einum tímapunkti í þættinum. Leifur lét þó á endanum sjá sig og hittust þeir á toppnum, dáðust að stórbrotnu útsýninu og sötruðu ropvatn. Þeir trítluðu síðan niður fjallið og fengu sér humarsúpu í Höfn. Sjón er sögu ríkari. Fjallið er fagurt. Magnað útsýni. Mountain Dew á toppnum. Okkar eigið Ísland Fjallamennska Ferðalög Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Ég er mættur í eiginlega algjöra óvissuferð, sem hófst í morgun þegar ég sótti móður mína í Hveragerði og skutlaði henni í Selsund sem er bóndabær undir Heklu. Ég ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist á bílnum að Krakatind.“ 3. október 2025 14:32 Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýramaðurinn Garpur klifraði með vini sínum Bergi upp á Skessuhorn sem er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar. Útsýnið stóð sannarlega undir nafni en aðstæðurnar voru líka krefjandi. 18. september 2025 09:31 Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. 4. september 2025 07:02 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
„Það er alltaf verið að rukka mig um sjónvarpsþætti um fjöll sem allir geta farið, þetta er þannig fjall,“ segir Garpur í nýjasta Okkar eigin Íslands. „Þetta er fullkomið fjölskyldufjall,“ bætti Sigurður við um Ketillaugarfjall en slóðin upp 668 metra fjallið er ansi góður. Nafnið dregur fjallið af þjóðsögu um konu að nafni Ketillaug sem gekk í fjallið og hafði með sér ketil, fullan af gulli. „Ég var einmitt að þefa af þessu“ Garpur vissi að fjallið væri þekkt fyrir fegurð sína en hún kom honum samt í opna skjöld þegar þeir voru komnir upp að fjallinu. „Einhvers konar mini-Landmannalaugar, alls konar litir og alls konar berg,“ sagði hann um Ketillaugarfjall. Ekki nóg með að hafa fengið að dást að fjallinu heldur birtist þeim glæsileg hreindýrahjörð í fjarska. „Ég sá svolítið af hreindýraskít áðan,“ sagði Sigurður þegar þeir ráku loks augun í hreindýrin. „Ég var einmitt af þefa af þessu líka og mig grunaði að þetta væri hreindýr,“ bætti Garpur við. Hreindýrin sem strákarnir sáu. Skömmu síðar glötuðu þeir einum þriðjungi tríósins. „Við grínuðumst smá um það á leiðinni að Leifur væri smá eins og barnið okkar. Núna erum við hálfnaðir upp fjallið og við höfum ekki hugmynd hvar Leifur er, hann er týndur,“ segir Garpur á einum tímapunkti í þættinum. Leifur lét þó á endanum sjá sig og hittust þeir á toppnum, dáðust að stórbrotnu útsýninu og sötruðu ropvatn. Þeir trítluðu síðan niður fjallið og fengu sér humarsúpu í Höfn. Sjón er sögu ríkari. Fjallið er fagurt. Magnað útsýni. Mountain Dew á toppnum.
Okkar eigið Ísland Fjallamennska Ferðalög Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Ég er mættur í eiginlega algjöra óvissuferð, sem hófst í morgun þegar ég sótti móður mína í Hveragerði og skutlaði henni í Selsund sem er bóndabær undir Heklu. Ég ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist á bílnum að Krakatind.“ 3. október 2025 14:32 Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýramaðurinn Garpur klifraði með vini sínum Bergi upp á Skessuhorn sem er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar. Útsýnið stóð sannarlega undir nafni en aðstæðurnar voru líka krefjandi. 18. september 2025 09:31 Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. 4. september 2025 07:02 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
„Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Ég er mættur í eiginlega algjöra óvissuferð, sem hófst í morgun þegar ég sótti móður mína í Hveragerði og skutlaði henni í Selsund sem er bóndabær undir Heklu. Ég ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist á bílnum að Krakatind.“ 3. október 2025 14:32
Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýramaðurinn Garpur klifraði með vini sínum Bergi upp á Skessuhorn sem er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar. Útsýnið stóð sannarlega undir nafni en aðstæðurnar voru líka krefjandi. 18. september 2025 09:31
Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. 4. september 2025 07:02