Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. október 2025 16:01 París Anna hefur frá barnsaldri staðið andspænis aðstæðum sem reyna á þolrif og þrautseigju. Hún hefur bæði upplifað kerfisbrest og alvarlegt slys, en beinir nú athygli sinni að réttindum barna og ungs fólks í samfélaginu. Vísir/Anton Brink París Anna Bergmann ólst upp við erfiðar aðstæður þar sem hún þurfti snemma að verða sterk og bera ábyrgð. Fjögurra ára löng forsjárdeila foreldra hennar einkenndist af óöryggi og vanrækslu, og mótaði hana djúpt. Nokkrum árum síðar varð hún fyrir alvarlegu slysi sem breytti lífi hennar varanlega. Í dag vinnur hún af heilum hug að því að rödd ungs fólks fái að heyrast þegar ákvarðanir eru teknar í samfélaginu. Var alltaf á verði París fæddist á Akureyri og var sex ára gömul þegar foreldrar hennar slitu samvistum. Hún á eina eldri systur sem þurfti ekki að fara til föðurins - og þrjár yngri systur sem voru þriggja, fjögurra og fimm ára. Í kjölfarið tók við löng og erfið forsjárdeila á milli foreldra þeirra. Systurnar voru með lögheimili hjá móður sinni en dvöldu með reglulegu millibili hjá föður sínum, þrátt fyrir að aðstæður á heimili hans einkenndust að sögn Parísar af miklu óöryggi og hegðun sem þær upplifðu sem ofbeldi af ýmsu tagi. „Við vorum oft hræddar og áttum erfitt með að finna okkur öruggar, sérstaklega þegar áfengisneysla kom við sögu,“ segir París. „Ég reyndi að veita systrum mínum öryggi í þessum aðstæðum og gerði mitt besta til að vernda þær - jafnvel þótt ég væri sjálf lítið barn. Ég var að þjást alveg jafn mikið og þær en mér fannst ég verða að vera sterk fyrir framan þær, þær máttu ekki sjá mig hrædda eða brotna. Það tók ótrúlega mikið á og var mjög erfitt, en mér fannst ég ekki hafa neitt val. Það er mjög erfið staða, að vera barn og vera í þessum aðstæðum; þar sem þú elskar systur þínar svo mikið og það eina sem þú vilt gera er að passa þær en á sama tíma viltu bara fá að vera barn og leika þér og vera í öruggu umhverfi,“ segir hún. Ég þurfti að hugsa meira eins og fullorðin manneskja heldur en barn, og það er eitthvað sem hefur fylgt mér síðan. Að sögn Parísar vissu barnaverndaryfirvöld hver staðan var á heimili föður hennar. Á meðan forsjármálið hafi verið fyrir dómi hafi meðal annars verið lögð fram sönnunargögn og vitnisburðir sem sýndu fram á að þeim systrum var ekki óhætt í þessum aðstæðum. Þær systur hafi jafnframt sjálfar látið það skýrt í ljós þegar þær voru spurðar, að þær vildu ekki fara til pabba síns. „Mér fannst rödd okkar systra ekki vera tekin af alvöru, þögguð niður og líðan okkar virt einskis. Og það er kerfisbrestur sem má aldrei, undir neinum kringumstæðum, endurtaka sig. Það er oft eins og réttur foreldrisins í þessum málum sé sterkari en réttur barnsins. Kerfið hefði að mínu mati átt að grípa hraðar inn í, hlusta á okkur börnin og setja öryggi okkar í fyrsta sæti. Það var ekki gripið inn í með þeim hætti sem þurfti. Þessi reynsla sýndi mér hversu brothætt réttar- og barnaverndarkerfið getur verið gagnvart börnum. Það er líka sárt að hugsa til þess að mamma vissi auðvitað algjörlega hvað var í gangi þegar við fórum til pabba okkar, hún vissi alveg hvaða aðstæður við vorum að fara í og hún þurfti að horfa á eftir okkur fara til pabba hágrátandi. Hún reyndi allt til að þurfa ekki að gera það en það var ekki hlustað.“ Lífið fullt af ótta og varnarleysi Forsjárdeilan stóð yfir í fjögur ár. „Sem er galið þegar börn eiga í hlut. Þetta var mjög langt og þungt ferli. Það að vera barn og þurfa að lifa í stanslausri óvissu, ótta og svo lamandi vanlíðan, er tilfinning sem ekki er hægt að útskýra. Á þessum tíma var lífið okkar fullt af ótta og varnarleysi. Ég var alltaf á nálum. Þetta gerði meðal annars það að verkum að ég þróaði með mér rosalega mikla áráttuhegðun sem tók yfir lífið mitt þegar ég var yngri. Ég þurfti alltaf að hafa fullkomna stjórn á öllu í kringum mig og hafa allt í föstum skorðum. Ég þurfti til dæmis alltaf að fara með sömu þuluna aftur og aftur í hvert sinn áður en ég fór að sofa. Ef ég rak mig hægra megin þá þurfti ég líka að reka mig vinstra megin. Ég átti erfitt með að sofa því ég var svo hrædd um að eitthvað hræðilegt myndi gerast ef ég sofnaði. Ég var alltaf á „verði.“ Ég þróaði líka með mér mjög mikla fullkomnunaráráttu, sem ég er ennþá með í dag. Ég þurfti alltaf að vera með fullkomnar einkunnir í skólanum og ég þurfti alltaf að vera stundvís; í gegnum alla mína skólagöngu kom það aldrei fyrir að ég mætti of seint.“ Líf Parísar breyttist til hins betra árið 2019.Vísir/Anton Brink Leit á jafnaldra sína sem smábörn Það var ekki fyrr en árið 2019, þegar París var orðin 12 ára, að móðir hennar fékk loksins fulla forsjá yfir henni og systrunum. Það var að sögn Parísar algjör vendipunktur en hún hefur engin afskipti haft af föður sínum síðan þá. „Í dag sé ég hvað þessi reynsla hefur mótað mig mikið – hún gerði mig bæði ábyrgari og sterkari, þó að það hafi kostað mig mikið. Meirihluti æskunnar fór í það að vera í ábyrgðarhlutverki. Mamma mín er að mínu mati algjör hetja, mér finnst ótrúlegt hvernig henni tókst að koma okkur systrunum, og sjálfri sér, í gegnum þetta; hún var auðvitað brotin niður á sama tíma og við. Þetta hefur valdið því að ég og mamma eigum mjög sterk tengsl, og við systurnar líka. Þrátt fyrir þetta allt erum við allar að gera mjög flotta hluti í dag. Það er allt mömmu að þakka,“ segir París jafnframt. „Mamma er mín allra stærsta fyrirmynd. Hún stóð alltaf með okkur, jafnvel þegar aðstæður voru nánast óbærilegar. Hún skapaði öryggi þar sem ekkert öryggi var, og gafst aldrei upp þó að hún hafi þurft að fórna miklu. Ég dáist að styrk hennar, seiglu og elsku. Hún kenndi mér að það er hægt að lifa af erfiðustu stormana og samt halda í kærleikann. Fyrir mér er hún hetja – og án hennar væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag.“ Líkt og París lýsir því þá gerði þessi reynsla það að verkum að hún þurfti að fullorðnast snemma og þroskaðist ef til vill hraðar en jafnaldrar sínir. Það hafði það meðal annars í för með sér að hún var ári á undan jafnöldrum sínum í Oddeyrarskóla á Akureyri og síðar meir í Menntaskólanum á Akureyri. „En mér gekk alltaf vel félagslega, ég var aldrei lögð í einelti eða neitt slíkt. Ég var alltaf hluti af hópnum þó svo að hinir krakkarnir væru eldri en ég, enda var ég mjög þroskuð. Ég man að ég horfði á jafnaldra mína og fannst þau vera bara einhver smábörn.“ Allt breyttist á einu andartaki Í lok árs 2023 varð París fyrir alvarlegu slysi sem breytti lífi hennar á einni sekúndu. „Ég var á leiðinni í skólann og labbaði yfir gangbraut þegar bíll kom allt í einu á mikilli ferð. Ég man bara eftir því að sjá ljósin koma á móti mér – og svo næst þegar ég rankaði við mér, þá var ég á slysadeildinni.” Í kjölfarið á slysinu var París greind með eftirheilahristingsheilkenni og svokallað Chiari Malformation - afbrigði. Það er ástand í neðsta hluta heilans, sem er stundum meðfætt og stundum áunnið, þar sem litli heilinn liggur of langt niður og þrýstist niður í mænugöngin. Þegar einstaklingur með slíkt frávik fær skyndilega höfuðáverka þá getur það haft alvarlegar afleiðingar, slys sem hefði annars valdið vægum höfuðáverka getur hjá einstaklingi með slíkt ástand valdið miklum heilaskaða. „Lífinu var bókstaflega kippt undan mér og vikurnar og mánuðirnir eftir á voru rosalega erfiðir. Ég missti mikið úr skóla og félagslífi, mér fannst framtíðin hverfa og vonin með henni. Það var eins og lífið hefði stöðvast. Það er ólýsanlega erfitt að upplifa sig svona hjálparvana og bjargarlausan allt í einu,“segir París. Hún fór í endurhæfingu á Kristnesi á Akureyri þar sem hún fékk stuðning og leiðsögn til að byggja sig upp á ný. „Það var mjög erfitt fyrst, en ég ákvað að gefast ekki upp. Ég tók þetta skref fyrir skref – og þó að ég sé enn að takast á við afleiðingarnar, þá er ég smám saman að finna mig aftur. Það erfiðast við þetta allt er að þetta er svo ósýnilegt. Fólk myndi aldrei halda að ég væri með heilaskaða. Ég hef jafnvel lent í því að fólk segi við mig að „það sé ekkert að mér“ af því það sjást engin sár. En heilaskaði er ekki alltaf sjáanlegur,“ segir París. Lifir lífinu í hægagangi „Á þessum tíma leið mér virkilega illa og ég sá enga von. Ég var búin að missa heilsuna, og fannst eins og allt sem ég hafði byggt upp væri hrunið. Ég var í miklu áfalli en svo kynntist ég yndislegum taugasálfræðingi, henni Maríu Guðnadóttur á Barnaspítalanum. Hún sýndi mér ótrúlega mikla hlýju og skilning og hjálpaði mér að sjá að þrátt fyrir allt gæti lífið orðið gott aftur – bara öðruvísi. Hún gaf mér alls kyns verkfæri til að vinna með. Ég er samt enn í dag að glíma við afleiðingarnar af slysinu, en ég er hægt og rólega að koma til baka. Ég þurfti að læra mikið upp á nýtt; að taka lífinu hægar og sætta mig við að ég hugsa ekki lengur jafn hratt og áður. Hugræna úrvinnslan mín skertist mikið og ég á ennþá erfitt með að tala, finna orðin eða koma hugsunum frá mér. Það er svolítið eins og að lifa lífinu í „slow motion“. Það var mjög erfitt í byrjun og stundum fannst mér þetta algjörlega ómögulegt en ég hef samt lært svo mikið. Ég hef lært að þolinmæði skipti allra mestu máli - og að taka einn dag í einu.“ Unga fólkið vill fá sæti við borðið Árið 2023, þegar hún var aðeins 15 ára, tók París þátt í ráðstefnu mennta- og barnamálaráðherra um Barnvænt Ísland og innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þar fékk ég tækifæri til að láta mína rödd heyrast og þá fékk ég svona „aha“-moment –þegar ég sá að það gat virkilega haft áhrif á ákvarðanatöku. Ég upplifði það svo sterkt í forsjárdeilunni að það var aldrei hlustað á mig, og þess vegna fann ég hvað það skiptir miklu máli að börn og ungmenni séu höfð með í ákvarðanatöku. Það var í raun þá sem ég byrjaði að taka þátt í öllu þessu starfi. Ég áttaði mig á að ég gæti notað reynsluna mína til að hafa áhrif og skapa breytingar. Markmið mitt er að tryggja að raddir ungs fólks fái að heyrast og að við fáum raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif. Það er svo mikilvægt að ungmenni upplifi að þau skipti máli – að þau séu hluti af samtalinu, ekki bara áhorfendur að ákvörðunum sem snerta líf þeirra. Við unga fólkið viljum fá sæti við borðið. Við viljum taka þátt í umræðum um jafnrétti, réttlæti og framtíð samfélagsins – líka þegar umræðurnar eru erfiðar. Við höfum rödd, við höfum skoðanir og við viljum að það sé hlustað á okkur. París hlaut verðlaunin sVonarstjarna ársins 2024 hjá Skörungnum, sem eru íslensku ungmennaverðlaunin.Aðsend Vonarstjarna ársins Í dag situr París í Ungmennaráði UNICEF, Ungmennaráði Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna, í Ráðgjafahópi Umboðsmanns barna og fleiri ráðum þar sem hún vinnur að því að rödd ungs fólks fái að heyrast í samfélagsumræðunni. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri árið 2023 tók hún til máls og vakti athygli á óviðunandi aðstæðum á vettvangi slyssins sem hún varð fyrir – þar sem gangbraut og ljósastaurar voru illa máluð og öryggi gangandi vegfarenda ekki tryggt. Hún hefur einnig talað um önnur málefni sem snerta líðan og velferð barna og ungmenna. Á árlegum bæjarstjórnarfundi unga fólksins í mars síðastliðnum ræddi hún um gæði og fjölbreytni skólamáltíða, og lagði áherslu á að enginn nemandi ætti að upplifa að hann skipti minna máli vegna mataróþols eða heilsu. Í sömu ræðu talaði París líka um mikilvægi félagsmiðstöðva og hlutverk þeirra í lífi barna og ungmenna: „Þær eru ekki aðeins vettvangur fyrir skemmtun heldur líka öruggt rými þar sem börnin geta leitað til starfsfólks ef þau þurfa stuðning. Við megum ekki gleyma því að sum börn eiga erfitt heima fyrir. Stundum er félagsmiðstöðin eina örugga rýmið sem þau hafa –eini staðurinn þar sem þau geta leitað til fullorðinna sem hlusta og hjálpa. Að hafa einhvern sem tekur eftir þeim, einhvern sem spyr hvernig þeim líður, það getur skipt sköpum.“ Í fyrra hlaut hún síðan Íslensku ungmennaverðlaunin og var valin Vonarstjarna ársins. „Viðurkenningar og verðlaun sem ég hef hlotið hafa hvatt mig enn frekar til að halda áfram að vinna að þessum málum. Fyrir mér þýða þau að saga mín og barátta skipta máli – að það sem ég hef gengið í gegnum getur orðið öðrum að styrk. Að fá slíka viðurkenningu var fyrir mig ekki bara heiður, heldur áminning um að öll vinna,orka og hjarta sem ég hef lagt í þetta skiptir raunverulega máli. Hún minnti mig á hvers vegna ég geri þetta – til að skapa breytingar, til að tala fyrir þá sem fá ekki áheyrn - og til að hjálpa börnum og ungmennum að finna sína eigin rödd.“ París og skólasystir hennar úr MA, Ásdís Lind Vigfúsdóttir, vöktu á sínum tíma athygli á því að bækur sem voru hluti af kjarnagreinum í bóklegu grunnámi í MA innihéldu sumar grafískar lýsingar á kynferðisofbeldi – og þær börðust fyrir því að slíkt námsefni ætti ekki að vera skylda. Málið vakti upp töluverðar umræður en þær stöllur mættu meðal annars í viðtal á RÚV og lýstu skoðun sinni. „Ég fékk bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð, en ég tók gagnrýnina ekki inn á mig. Eftir að fréttin birtist fékk ég rosalega mikið af skilaboðum. Ein stelpa á mínum aldri skrifaði mér og sagði að hún hefði upplifað mikla vanlíðan út af náminu með bókina. Hún sagðist hafa upplifað sig svo einmana og hjálparlausa, og hún hefði ekki þorað að segja neitt. Þegar hún sá að við höfðum stigið fram og vakið athygli á þessu, fannst henni eins og þungu fargi væri létt af henni. Hún sagðist vera svo þakklát fyrir að einhver hefði haft hugrekki til að tala um þetta.“ París stefnir hátt og vill hafa raunveruleg áhrif á samfélagið í kringum sig.Vísir/Anton Brink Vill skapa raunverulegar breytingar París á sér stóra framtíðardrauma og stefnir langt. Hún hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og langar að verða lögfræðingur eða taugasálfræðingur í framtíðinni. „Ég sé sjálfan mig á vettvangi þar sem ég get breytt hlutunum og aðstoðað þá sem virkilega þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það er í stjórnmálum eða annars staðar. Mig dreymir um að skapa raunverulegar breytingar á kerfinu, þannig að enginn þurfi að ganga í gegnum það sem ég upplifði. Það er þessi reynsla sem knýr mig áfram: að umbreyta sársauka í kraft og nota hann til að skapa breytingar sem skipta máli. Ég vil vera rödd þeirra sem hafa ekki rödd. Og mér finnst líka mikilvægt að minna fólk á að enginn þarf að fela sig eða skammast sín fyrir erfiða reynslu. Það er sárt að horfast í augu við fortíðina, en ég veit að sagan mín getur hjálpað einhverjum öðrum að sjá að það er alltaf leið út. Þegar mér finnst ég ekki geta meira, hugsa ég um systur mínar – og um börnin sem enn lifa við aðstæður sem enginn ætti að þurfa að þola. Þá finn ég tilgang. Þó stundum sé erfitt að halda áfram, þá geri ég það – því ég veit að það er fólk þarna úti sem þarf að heyra að það er hægt að lifa af stormana og finna leið út í birtuna, eins og mamma mín sagði alltaf.” Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
Var alltaf á verði París fæddist á Akureyri og var sex ára gömul þegar foreldrar hennar slitu samvistum. Hún á eina eldri systur sem þurfti ekki að fara til föðurins - og þrjár yngri systur sem voru þriggja, fjögurra og fimm ára. Í kjölfarið tók við löng og erfið forsjárdeila á milli foreldra þeirra. Systurnar voru með lögheimili hjá móður sinni en dvöldu með reglulegu millibili hjá föður sínum, þrátt fyrir að aðstæður á heimili hans einkenndust að sögn Parísar af miklu óöryggi og hegðun sem þær upplifðu sem ofbeldi af ýmsu tagi. „Við vorum oft hræddar og áttum erfitt með að finna okkur öruggar, sérstaklega þegar áfengisneysla kom við sögu,“ segir París. „Ég reyndi að veita systrum mínum öryggi í þessum aðstæðum og gerði mitt besta til að vernda þær - jafnvel þótt ég væri sjálf lítið barn. Ég var að þjást alveg jafn mikið og þær en mér fannst ég verða að vera sterk fyrir framan þær, þær máttu ekki sjá mig hrædda eða brotna. Það tók ótrúlega mikið á og var mjög erfitt, en mér fannst ég ekki hafa neitt val. Það er mjög erfið staða, að vera barn og vera í þessum aðstæðum; þar sem þú elskar systur þínar svo mikið og það eina sem þú vilt gera er að passa þær en á sama tíma viltu bara fá að vera barn og leika þér og vera í öruggu umhverfi,“ segir hún. Ég þurfti að hugsa meira eins og fullorðin manneskja heldur en barn, og það er eitthvað sem hefur fylgt mér síðan. Að sögn Parísar vissu barnaverndaryfirvöld hver staðan var á heimili föður hennar. Á meðan forsjármálið hafi verið fyrir dómi hafi meðal annars verið lögð fram sönnunargögn og vitnisburðir sem sýndu fram á að þeim systrum var ekki óhætt í þessum aðstæðum. Þær systur hafi jafnframt sjálfar látið það skýrt í ljós þegar þær voru spurðar, að þær vildu ekki fara til pabba síns. „Mér fannst rödd okkar systra ekki vera tekin af alvöru, þögguð niður og líðan okkar virt einskis. Og það er kerfisbrestur sem má aldrei, undir neinum kringumstæðum, endurtaka sig. Það er oft eins og réttur foreldrisins í þessum málum sé sterkari en réttur barnsins. Kerfið hefði að mínu mati átt að grípa hraðar inn í, hlusta á okkur börnin og setja öryggi okkar í fyrsta sæti. Það var ekki gripið inn í með þeim hætti sem þurfti. Þessi reynsla sýndi mér hversu brothætt réttar- og barnaverndarkerfið getur verið gagnvart börnum. Það er líka sárt að hugsa til þess að mamma vissi auðvitað algjörlega hvað var í gangi þegar við fórum til pabba okkar, hún vissi alveg hvaða aðstæður við vorum að fara í og hún þurfti að horfa á eftir okkur fara til pabba hágrátandi. Hún reyndi allt til að þurfa ekki að gera það en það var ekki hlustað.“ Lífið fullt af ótta og varnarleysi Forsjárdeilan stóð yfir í fjögur ár. „Sem er galið þegar börn eiga í hlut. Þetta var mjög langt og þungt ferli. Það að vera barn og þurfa að lifa í stanslausri óvissu, ótta og svo lamandi vanlíðan, er tilfinning sem ekki er hægt að útskýra. Á þessum tíma var lífið okkar fullt af ótta og varnarleysi. Ég var alltaf á nálum. Þetta gerði meðal annars það að verkum að ég þróaði með mér rosalega mikla áráttuhegðun sem tók yfir lífið mitt þegar ég var yngri. Ég þurfti alltaf að hafa fullkomna stjórn á öllu í kringum mig og hafa allt í föstum skorðum. Ég þurfti til dæmis alltaf að fara með sömu þuluna aftur og aftur í hvert sinn áður en ég fór að sofa. Ef ég rak mig hægra megin þá þurfti ég líka að reka mig vinstra megin. Ég átti erfitt með að sofa því ég var svo hrædd um að eitthvað hræðilegt myndi gerast ef ég sofnaði. Ég var alltaf á „verði.“ Ég þróaði líka með mér mjög mikla fullkomnunaráráttu, sem ég er ennþá með í dag. Ég þurfti alltaf að vera með fullkomnar einkunnir í skólanum og ég þurfti alltaf að vera stundvís; í gegnum alla mína skólagöngu kom það aldrei fyrir að ég mætti of seint.“ Líf Parísar breyttist til hins betra árið 2019.Vísir/Anton Brink Leit á jafnaldra sína sem smábörn Það var ekki fyrr en árið 2019, þegar París var orðin 12 ára, að móðir hennar fékk loksins fulla forsjá yfir henni og systrunum. Það var að sögn Parísar algjör vendipunktur en hún hefur engin afskipti haft af föður sínum síðan þá. „Í dag sé ég hvað þessi reynsla hefur mótað mig mikið – hún gerði mig bæði ábyrgari og sterkari, þó að það hafi kostað mig mikið. Meirihluti æskunnar fór í það að vera í ábyrgðarhlutverki. Mamma mín er að mínu mati algjör hetja, mér finnst ótrúlegt hvernig henni tókst að koma okkur systrunum, og sjálfri sér, í gegnum þetta; hún var auðvitað brotin niður á sama tíma og við. Þetta hefur valdið því að ég og mamma eigum mjög sterk tengsl, og við systurnar líka. Þrátt fyrir þetta allt erum við allar að gera mjög flotta hluti í dag. Það er allt mömmu að þakka,“ segir París jafnframt. „Mamma er mín allra stærsta fyrirmynd. Hún stóð alltaf með okkur, jafnvel þegar aðstæður voru nánast óbærilegar. Hún skapaði öryggi þar sem ekkert öryggi var, og gafst aldrei upp þó að hún hafi þurft að fórna miklu. Ég dáist að styrk hennar, seiglu og elsku. Hún kenndi mér að það er hægt að lifa af erfiðustu stormana og samt halda í kærleikann. Fyrir mér er hún hetja – og án hennar væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag.“ Líkt og París lýsir því þá gerði þessi reynsla það að verkum að hún þurfti að fullorðnast snemma og þroskaðist ef til vill hraðar en jafnaldrar sínir. Það hafði það meðal annars í för með sér að hún var ári á undan jafnöldrum sínum í Oddeyrarskóla á Akureyri og síðar meir í Menntaskólanum á Akureyri. „En mér gekk alltaf vel félagslega, ég var aldrei lögð í einelti eða neitt slíkt. Ég var alltaf hluti af hópnum þó svo að hinir krakkarnir væru eldri en ég, enda var ég mjög þroskuð. Ég man að ég horfði á jafnaldra mína og fannst þau vera bara einhver smábörn.“ Allt breyttist á einu andartaki Í lok árs 2023 varð París fyrir alvarlegu slysi sem breytti lífi hennar á einni sekúndu. „Ég var á leiðinni í skólann og labbaði yfir gangbraut þegar bíll kom allt í einu á mikilli ferð. Ég man bara eftir því að sjá ljósin koma á móti mér – og svo næst þegar ég rankaði við mér, þá var ég á slysadeildinni.” Í kjölfarið á slysinu var París greind með eftirheilahristingsheilkenni og svokallað Chiari Malformation - afbrigði. Það er ástand í neðsta hluta heilans, sem er stundum meðfætt og stundum áunnið, þar sem litli heilinn liggur of langt niður og þrýstist niður í mænugöngin. Þegar einstaklingur með slíkt frávik fær skyndilega höfuðáverka þá getur það haft alvarlegar afleiðingar, slys sem hefði annars valdið vægum höfuðáverka getur hjá einstaklingi með slíkt ástand valdið miklum heilaskaða. „Lífinu var bókstaflega kippt undan mér og vikurnar og mánuðirnir eftir á voru rosalega erfiðir. Ég missti mikið úr skóla og félagslífi, mér fannst framtíðin hverfa og vonin með henni. Það var eins og lífið hefði stöðvast. Það er ólýsanlega erfitt að upplifa sig svona hjálparvana og bjargarlausan allt í einu,“segir París. Hún fór í endurhæfingu á Kristnesi á Akureyri þar sem hún fékk stuðning og leiðsögn til að byggja sig upp á ný. „Það var mjög erfitt fyrst, en ég ákvað að gefast ekki upp. Ég tók þetta skref fyrir skref – og þó að ég sé enn að takast á við afleiðingarnar, þá er ég smám saman að finna mig aftur. Það erfiðast við þetta allt er að þetta er svo ósýnilegt. Fólk myndi aldrei halda að ég væri með heilaskaða. Ég hef jafnvel lent í því að fólk segi við mig að „það sé ekkert að mér“ af því það sjást engin sár. En heilaskaði er ekki alltaf sjáanlegur,“ segir París. Lifir lífinu í hægagangi „Á þessum tíma leið mér virkilega illa og ég sá enga von. Ég var búin að missa heilsuna, og fannst eins og allt sem ég hafði byggt upp væri hrunið. Ég var í miklu áfalli en svo kynntist ég yndislegum taugasálfræðingi, henni Maríu Guðnadóttur á Barnaspítalanum. Hún sýndi mér ótrúlega mikla hlýju og skilning og hjálpaði mér að sjá að þrátt fyrir allt gæti lífið orðið gott aftur – bara öðruvísi. Hún gaf mér alls kyns verkfæri til að vinna með. Ég er samt enn í dag að glíma við afleiðingarnar af slysinu, en ég er hægt og rólega að koma til baka. Ég þurfti að læra mikið upp á nýtt; að taka lífinu hægar og sætta mig við að ég hugsa ekki lengur jafn hratt og áður. Hugræna úrvinnslan mín skertist mikið og ég á ennþá erfitt með að tala, finna orðin eða koma hugsunum frá mér. Það er svolítið eins og að lifa lífinu í „slow motion“. Það var mjög erfitt í byrjun og stundum fannst mér þetta algjörlega ómögulegt en ég hef samt lært svo mikið. Ég hef lært að þolinmæði skipti allra mestu máli - og að taka einn dag í einu.“ Unga fólkið vill fá sæti við borðið Árið 2023, þegar hún var aðeins 15 ára, tók París þátt í ráðstefnu mennta- og barnamálaráðherra um Barnvænt Ísland og innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þar fékk ég tækifæri til að láta mína rödd heyrast og þá fékk ég svona „aha“-moment –þegar ég sá að það gat virkilega haft áhrif á ákvarðanatöku. Ég upplifði það svo sterkt í forsjárdeilunni að það var aldrei hlustað á mig, og þess vegna fann ég hvað það skiptir miklu máli að börn og ungmenni séu höfð með í ákvarðanatöku. Það var í raun þá sem ég byrjaði að taka þátt í öllu þessu starfi. Ég áttaði mig á að ég gæti notað reynsluna mína til að hafa áhrif og skapa breytingar. Markmið mitt er að tryggja að raddir ungs fólks fái að heyrast og að við fáum raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif. Það er svo mikilvægt að ungmenni upplifi að þau skipti máli – að þau séu hluti af samtalinu, ekki bara áhorfendur að ákvörðunum sem snerta líf þeirra. Við unga fólkið viljum fá sæti við borðið. Við viljum taka þátt í umræðum um jafnrétti, réttlæti og framtíð samfélagsins – líka þegar umræðurnar eru erfiðar. Við höfum rödd, við höfum skoðanir og við viljum að það sé hlustað á okkur. París hlaut verðlaunin sVonarstjarna ársins 2024 hjá Skörungnum, sem eru íslensku ungmennaverðlaunin.Aðsend Vonarstjarna ársins Í dag situr París í Ungmennaráði UNICEF, Ungmennaráði Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna, í Ráðgjafahópi Umboðsmanns barna og fleiri ráðum þar sem hún vinnur að því að rödd ungs fólks fái að heyrast í samfélagsumræðunni. Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri árið 2023 tók hún til máls og vakti athygli á óviðunandi aðstæðum á vettvangi slyssins sem hún varð fyrir – þar sem gangbraut og ljósastaurar voru illa máluð og öryggi gangandi vegfarenda ekki tryggt. Hún hefur einnig talað um önnur málefni sem snerta líðan og velferð barna og ungmenna. Á árlegum bæjarstjórnarfundi unga fólksins í mars síðastliðnum ræddi hún um gæði og fjölbreytni skólamáltíða, og lagði áherslu á að enginn nemandi ætti að upplifa að hann skipti minna máli vegna mataróþols eða heilsu. Í sömu ræðu talaði París líka um mikilvægi félagsmiðstöðva og hlutverk þeirra í lífi barna og ungmenna: „Þær eru ekki aðeins vettvangur fyrir skemmtun heldur líka öruggt rými þar sem börnin geta leitað til starfsfólks ef þau þurfa stuðning. Við megum ekki gleyma því að sum börn eiga erfitt heima fyrir. Stundum er félagsmiðstöðin eina örugga rýmið sem þau hafa –eini staðurinn þar sem þau geta leitað til fullorðinna sem hlusta og hjálpa. Að hafa einhvern sem tekur eftir þeim, einhvern sem spyr hvernig þeim líður, það getur skipt sköpum.“ Í fyrra hlaut hún síðan Íslensku ungmennaverðlaunin og var valin Vonarstjarna ársins. „Viðurkenningar og verðlaun sem ég hef hlotið hafa hvatt mig enn frekar til að halda áfram að vinna að þessum málum. Fyrir mér þýða þau að saga mín og barátta skipta máli – að það sem ég hef gengið í gegnum getur orðið öðrum að styrk. Að fá slíka viðurkenningu var fyrir mig ekki bara heiður, heldur áminning um að öll vinna,orka og hjarta sem ég hef lagt í þetta skiptir raunverulega máli. Hún minnti mig á hvers vegna ég geri þetta – til að skapa breytingar, til að tala fyrir þá sem fá ekki áheyrn - og til að hjálpa börnum og ungmennum að finna sína eigin rödd.“ París og skólasystir hennar úr MA, Ásdís Lind Vigfúsdóttir, vöktu á sínum tíma athygli á því að bækur sem voru hluti af kjarnagreinum í bóklegu grunnámi í MA innihéldu sumar grafískar lýsingar á kynferðisofbeldi – og þær börðust fyrir því að slíkt námsefni ætti ekki að vera skylda. Málið vakti upp töluverðar umræður en þær stöllur mættu meðal annars í viðtal á RÚV og lýstu skoðun sinni. „Ég fékk bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð, en ég tók gagnrýnina ekki inn á mig. Eftir að fréttin birtist fékk ég rosalega mikið af skilaboðum. Ein stelpa á mínum aldri skrifaði mér og sagði að hún hefði upplifað mikla vanlíðan út af náminu með bókina. Hún sagðist hafa upplifað sig svo einmana og hjálparlausa, og hún hefði ekki þorað að segja neitt. Þegar hún sá að við höfðum stigið fram og vakið athygli á þessu, fannst henni eins og þungu fargi væri létt af henni. Hún sagðist vera svo þakklát fyrir að einhver hefði haft hugrekki til að tala um þetta.“ París stefnir hátt og vill hafa raunveruleg áhrif á samfélagið í kringum sig.Vísir/Anton Brink Vill skapa raunverulegar breytingar París á sér stóra framtíðardrauma og stefnir langt. Hún hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og langar að verða lögfræðingur eða taugasálfræðingur í framtíðinni. „Ég sé sjálfan mig á vettvangi þar sem ég get breytt hlutunum og aðstoðað þá sem virkilega þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það er í stjórnmálum eða annars staðar. Mig dreymir um að skapa raunverulegar breytingar á kerfinu, þannig að enginn þurfi að ganga í gegnum það sem ég upplifði. Það er þessi reynsla sem knýr mig áfram: að umbreyta sársauka í kraft og nota hann til að skapa breytingar sem skipta máli. Ég vil vera rödd þeirra sem hafa ekki rödd. Og mér finnst líka mikilvægt að minna fólk á að enginn þarf að fela sig eða skammast sín fyrir erfiða reynslu. Það er sárt að horfast í augu við fortíðina, en ég veit að sagan mín getur hjálpað einhverjum öðrum að sjá að það er alltaf leið út. Þegar mér finnst ég ekki geta meira, hugsa ég um systur mínar – og um börnin sem enn lifa við aðstæður sem enginn ætti að þurfa að þola. Þá finn ég tilgang. Þó stundum sé erfitt að halda áfram, þá geri ég það – því ég veit að það er fólk þarna úti sem þarf að heyra að það er hægt að lifa af stormana og finna leið út í birtuna, eins og mamma mín sagði alltaf.”
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira