Innlent

Fékk að­svif og missti bílinn yfir á annan vegar­helming

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Betur fór en á horfðist.
Betur fór en á horfðist. Vísir/Bjarni

Betur fór en á horfðist nú fyrir skemmstu þegar maður missti stjórn á bíl sínum á Sæbrautinni í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann endaði á röngum vegarhelming. Maðurinn var á ferð ásamt dóttur sinni og sluppu þau með minniháttar meiðsli.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fékk maðurinn aðsvif með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bíl sínum. Bíllinn klessti á brunnlok á umferðareyju á milli akreina á Sæbrautinni og hafnaði að lokum hinumegin við götuna.

Ökumenn annarra bíla sem voru á leið í hina áttina sáu bílinn í tæka tíð og gátu því hægt á sér. Sjúkrabíll er nú á vettvangi og er hlúð að feðginunum sem sluppu eins og áður segir með minniháttar meiðsli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×