Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. október 2025 16:03 „Ungfrú Ísland Teen þarf að búa yfir sjálfstrausti, góðum samskiptahæfileikum og jákvæðu viðhorfi. Hún ætti að vera fyrirmynd fyrir aðra og hafa metnað til að nota rödd sína til góðs,“ segir Elinborg Jóhanna Hrannarsdóttir, ungfrú Skarðsströnd og nemi. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Elinborg Jóhanna Hrannarsdóttir. Aldur: 17 ára. Starf eða skóli? Ég stunda nám við Menntaskólann við Hamrahlíð, á opinni braut með áherslu á myndlist. Ég starfa sem þjónn á Jómfrúnni og nýti öll tækifæri sem ég fæ til að vinna á tónleikum og ýmiss konar viðburðum fyrir Senu Live og Live Production. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég er ákveðin, skapandi og góðhjörtuð. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég syng mikið – hvort sem það er í kór eða með hljómsveit. Ég hef verið í Graduale-kór Langholtskirkju í nokkur ár og syng einnig með hljómsveitinni minni, Silfur. Tónlist er einn mikilvægasti þátturinn í lífi mínu. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Foreldrar mínir. Þau hafa alltaf verið minn helsti stuðningur, hvatt mig til að fylgja draumunum mínum og trúað á mig – jafnvel þegar ég hef efast um sjálfa mig. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er fólkið í kringum mig – fjölskylda mín og vinir. Arnór Trausti Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum? Ég greindist með sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm fyrir rúmlega ári síðan. Á þeim tíma var ég komin langt í körfubolta, en þurfti að hætta vegna stöðugra verkja. Samt sem áður var léttir að fá greininguna – að skilja hvað lá að baki og geta þannig lært að takast á við einkennin. Þetta ferli hefur kennt mér að sýna sjálfri mér meiri þolinmæði og hlusta betur á eigin líkama. Þrátt fyrir allt hefur reynslan styrkt mig, gert mig seigari og kennt mér að mæta áskorunum með jákvæðu hugarfari. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa náð að byggja upp sjálfsöryggi mitt, því það hefur styrkt mig og hjálpað mér að treysta meira á sjálfa mig. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er að eiga fjölskyldu og vini sem styðja mig í gegnum allt, bæði þegar mér gengur vel og þegar ég stend frammi fyrir áskorunum. Þau gefa mér styrk, hvatningu og ást, sem gerir mér kleift að halda áfram og trúa á sjálfa mig. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég tekst á við stress með því að einblína á það sem ég get stjórnað og reyna að breyta álaginu í hvatningu frekar en hindrun. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræði sem ég hef fengið er að lifa í núinu. Það hefur kennt mér að njóta augnabliksins, vera þakklát fyrir það sem ég hef í dag og ekki eyða of mikilli orku í að hugsa um fortíðina eða framtíðina. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég datt af rafmagnshlaupahjóli fyrir þremur árum og handleggsbrotnaði mjög illa. Hef ekki farið á rafmagnshjól síðan. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Já, ég á mjög gagnlegan leyndan hæfileika, ég get hreyft á mér eyrun. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst virkilega heillandi þegar fólk hefur einlægt og geislandi bros, því það skín langar leiðir og smitar út. En óheillandi? Þegar fólk sýnir öðrum vanvirðingu og setur sig á hærri stall. Hver er þinn helsti ótti? Að missa ástvini mína, því fjölskylda og vinir eru það dýrmætasta sem ég á í lífinu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig búsetta í Los Angeles að búa til mín eigin tónlist og allskonar list. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Ég elska sushi! Hvaða lag tekur þú í karókí? Eitthvað með Amy Winehouse eða Jamiroquai. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef hitt söngvarana Khalid, Zara Larsson og Bryan Adams. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Alltaf í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ferðast og setja restina í sparnað. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhuga minn var tækifærið til að ögra sjálfri mér, kynnast nýju fólki og öðlast reynslu sem hjálpar mér að vaxa bæði persónulega og félagslega. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Í ferlinu hef ég lært að treysta betur á sjálfa mig, stíga út fyrir þægindarammann og þora að taka áskorunum. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Að umræðan um andlega heilsu verði aukin í samfélaginu, sérstaklega meðal ungs fólks, svo enginn þurfi að líða eins og hann sé einn í sinni baráttu. Hvaða eiginleikum þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ungfrú Ísland Teen þarf að búa yfir sjálfstrausti, góðum samskiptahæfileikum og jákvæðu viðhorfi. Hún ætti að vera fyrirmynd fyrir aðra og hafa metnað til að nota rödd sína til góðs. Af hverju sækist þú eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland Teen? Með því að taka þátt langar mig að sýna öðrum að það er hægt að standa sterkur þrátt fyrir áskoranir – og að vera óhræddur við að grípa tækifærin þegar þau gefast. Fegurð felst ekki aðeins í útliti, heldur líka í seiglu, jákvæðni og því hvernig maður kemur fram við aðra. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég hef þurft að aðlagast nýjum aðstæðum í lífinu sem hefur kennt mér að vera bæði opnari og þolinmóðari. Ég reyni alltaf að vera sjálfri mér trú, jafnvel þótt það sé ekki alltaf auðveldasta leiðin. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Að mínu mati er stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir andleg heilsa, sérstaklega í tengslum við samfélagsmiðla. Ég hef sjálf upplifað hversu krefjandi það getur verið að ganga í gegnum erfiðleika á sama tíma og maður finnur fyrir þrýstingnum að líta vel út eða vera fullkominn. Út frá minni eigin reynslu hef ég lært að það mikilvægasta er að sýna sjálfum sér mildi, vera heiðarlegur við sjálfan sig og muna að styrkur felst líka í því að þora að vera raunverulegur. Og hvernig mætti leysa það? Ég tel að besta leiðin til að takast á við þetta sé að opna umræðuna um andlega heilsu og gera hana eðlilega, þannig að enginn þurfi að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar. Við þurfum líka að minna okkur á að samfélagsmiðlar endurspegla oft ekki raunveruleikann – heldur aðeins brot af honum. Með því að styðja hvert annað, tala heiðarlega um reynslu okkar og leggja áherslu á sjálfsvirðingu getum við byggt upp sterkara og heilbrigðara samfélag fyrir ungt fólk. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég skil vel að sumir hafi neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum, en fyrir mér snýst þetta ekki bara um útlit. Þetta snýst líka um að öðlast sjálfstraust, þroskast sem manneskja og fá tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á aðra. Ég sé þetta því ekki eingöngu sem keppni, heldur sem reynslu sem getur styrkt mig og hjálpað mér að vaxa til framtíðar. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12 „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Þú þarft ekki að breyta þér fyrir neinn. Ef þú getur ekki verið þú sjálfur í kringum fólkið þitt, þá er best að breyta um umhverfi,“ segir Andrea Líf Hafdal Kristinsdóttir, nemi og ungfrú Hafnarfjörður. 10. október 2025 13:02 „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ RÉg er mjög stolt af sjálfri mér og fyrir það hversu dugleg ég er. Ég legg mig alltaf alla fram í því sem ég geri, geri mitt besta og gefst ekki upp,“ segir Særún Lilja Eysteinsdóttir, nemi og ungfrú Garður. 10. október 2025 10:32 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Elinborg Jóhanna Hrannarsdóttir. Aldur: 17 ára. Starf eða skóli? Ég stunda nám við Menntaskólann við Hamrahlíð, á opinni braut með áherslu á myndlist. Ég starfa sem þjónn á Jómfrúnni og nýti öll tækifæri sem ég fæ til að vinna á tónleikum og ýmiss konar viðburðum fyrir Senu Live og Live Production. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég er ákveðin, skapandi og góðhjörtuð. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég syng mikið – hvort sem það er í kór eða með hljómsveit. Ég hef verið í Graduale-kór Langholtskirkju í nokkur ár og syng einnig með hljómsveitinni minni, Silfur. Tónlist er einn mikilvægasti þátturinn í lífi mínu. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Foreldrar mínir. Þau hafa alltaf verið minn helsti stuðningur, hvatt mig til að fylgja draumunum mínum og trúað á mig – jafnvel þegar ég hef efast um sjálfa mig. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er fólkið í kringum mig – fjölskylda mín og vinir. Arnór Trausti Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum? Ég greindist með sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm fyrir rúmlega ári síðan. Á þeim tíma var ég komin langt í körfubolta, en þurfti að hætta vegna stöðugra verkja. Samt sem áður var léttir að fá greininguna – að skilja hvað lá að baki og geta þannig lært að takast á við einkennin. Þetta ferli hefur kennt mér að sýna sjálfri mér meiri þolinmæði og hlusta betur á eigin líkama. Þrátt fyrir allt hefur reynslan styrkt mig, gert mig seigari og kennt mér að mæta áskorunum með jákvæðu hugarfari. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa náð að byggja upp sjálfsöryggi mitt, því það hefur styrkt mig og hjálpað mér að treysta meira á sjálfa mig. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er að eiga fjölskyldu og vini sem styðja mig í gegnum allt, bæði þegar mér gengur vel og þegar ég stend frammi fyrir áskorunum. Þau gefa mér styrk, hvatningu og ást, sem gerir mér kleift að halda áfram og trúa á sjálfa mig. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég tekst á við stress með því að einblína á það sem ég get stjórnað og reyna að breyta álaginu í hvatningu frekar en hindrun. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræði sem ég hef fengið er að lifa í núinu. Það hefur kennt mér að njóta augnabliksins, vera þakklát fyrir það sem ég hef í dag og ekki eyða of mikilli orku í að hugsa um fortíðina eða framtíðina. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég datt af rafmagnshlaupahjóli fyrir þremur árum og handleggsbrotnaði mjög illa. Hef ekki farið á rafmagnshjól síðan. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Já, ég á mjög gagnlegan leyndan hæfileika, ég get hreyft á mér eyrun. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst virkilega heillandi þegar fólk hefur einlægt og geislandi bros, því það skín langar leiðir og smitar út. En óheillandi? Þegar fólk sýnir öðrum vanvirðingu og setur sig á hærri stall. Hver er þinn helsti ótti? Að missa ástvini mína, því fjölskylda og vinir eru það dýrmætasta sem ég á í lífinu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig búsetta í Los Angeles að búa til mín eigin tónlist og allskonar list. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Ég elska sushi! Hvaða lag tekur þú í karókí? Eitthvað með Amy Winehouse eða Jamiroquai. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef hitt söngvarana Khalid, Zara Larsson og Bryan Adams. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Alltaf í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ferðast og setja restina í sparnað. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það sem vakti áhuga minn var tækifærið til að ögra sjálfri mér, kynnast nýju fólki og öðlast reynslu sem hjálpar mér að vaxa bæði persónulega og félagslega. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Í ferlinu hef ég lært að treysta betur á sjálfa mig, stíga út fyrir þægindarammann og þora að taka áskorunum. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Að umræðan um andlega heilsu verði aukin í samfélaginu, sérstaklega meðal ungs fólks, svo enginn þurfi að líða eins og hann sé einn í sinni baráttu. Hvaða eiginleikum þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Ungfrú Ísland Teen þarf að búa yfir sjálfstrausti, góðum samskiptahæfileikum og jákvæðu viðhorfi. Hún ætti að vera fyrirmynd fyrir aðra og hafa metnað til að nota rödd sína til góðs. Af hverju sækist þú eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland Teen? Með því að taka þátt langar mig að sýna öðrum að það er hægt að standa sterkur þrátt fyrir áskoranir – og að vera óhræddur við að grípa tækifærin þegar þau gefast. Fegurð felst ekki aðeins í útliti, heldur líka í seiglu, jákvæðni og því hvernig maður kemur fram við aðra. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég hef þurft að aðlagast nýjum aðstæðum í lífinu sem hefur kennt mér að vera bæði opnari og þolinmóðari. Ég reyni alltaf að vera sjálfri mér trú, jafnvel þótt það sé ekki alltaf auðveldasta leiðin. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Að mínu mati er stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir andleg heilsa, sérstaklega í tengslum við samfélagsmiðla. Ég hef sjálf upplifað hversu krefjandi það getur verið að ganga í gegnum erfiðleika á sama tíma og maður finnur fyrir þrýstingnum að líta vel út eða vera fullkominn. Út frá minni eigin reynslu hef ég lært að það mikilvægasta er að sýna sjálfum sér mildi, vera heiðarlegur við sjálfan sig og muna að styrkur felst líka í því að þora að vera raunverulegur. Og hvernig mætti leysa það? Ég tel að besta leiðin til að takast á við þetta sé að opna umræðuna um andlega heilsu og gera hana eðlilega, þannig að enginn þurfi að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar. Við þurfum líka að minna okkur á að samfélagsmiðlar endurspegla oft ekki raunveruleikann – heldur aðeins brot af honum. Með því að styðja hvert annað, tala heiðarlega um reynslu okkar og leggja áherslu á sjálfsvirðingu getum við byggt upp sterkara og heilbrigðara samfélag fyrir ungt fólk. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég skil vel að sumir hafi neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum, en fyrir mér snýst þetta ekki bara um útlit. Þetta snýst líka um að öðlast sjálfstraust, þroskast sem manneskja og fá tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á aðra. Ég sé þetta því ekki eingöngu sem keppni, heldur sem reynslu sem getur styrkt mig og hjálpað mér að vaxa til framtíðar.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12 „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Þú þarft ekki að breyta þér fyrir neinn. Ef þú getur ekki verið þú sjálfur í kringum fólkið þitt, þá er best að breyta um umhverfi,“ segir Andrea Líf Hafdal Kristinsdóttir, nemi og ungfrú Hafnarfjörður. 10. október 2025 13:02 „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ RÉg er mjög stolt af sjálfri mér og fyrir það hversu dugleg ég er. Ég legg mig alltaf alla fram í því sem ég geri, geri mitt besta og gefst ekki upp,“ segir Særún Lilja Eysteinsdóttir, nemi og ungfrú Garður. 10. október 2025 10:32 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12
„Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Þú þarft ekki að breyta þér fyrir neinn. Ef þú getur ekki verið þú sjálfur í kringum fólkið þitt, þá er best að breyta um umhverfi,“ segir Andrea Líf Hafdal Kristinsdóttir, nemi og ungfrú Hafnarfjörður. 10. október 2025 13:02
„Þetta er virkilega fallegt samfélag“ RÉg er mjög stolt af sjálfri mér og fyrir það hversu dugleg ég er. Ég legg mig alltaf alla fram í því sem ég geri, geri mitt besta og gefst ekki upp,“ segir Særún Lilja Eysteinsdóttir, nemi og ungfrú Garður. 10. október 2025 10:32