Innlent

Skorið á hjól­barða og spreyjað á bif­reiðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Alls voru 50 mál bókuð á vaktinni í nótt.
Alls voru 50 mál bókuð á vaktinni í nótt. Vísir/Vilhelm

Óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður með blæðandi sár á höfði á bar í miðborg Reykjavíkur. Í ljós kom að um slys var að ræða en viðkomandi fékk aðhlynningu sjúkraliðs.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni næturinnar. Alls voru 50 mál bókuð á vaktinni.

Óskað var eftir aðstoð vegna líkamsárásar í Seljahverfi og þá var tilkynnt um eignaspjöll á fjórum bifreiðum í póstnúmerinu 111, þar sem stungið hafði verið á hjólbarða bifreiðanna og spreyjað á þær. Einnig barst tilkynning um rúðubrot í póstnúmerinu 108 og önnur um framkvæmdahávaða í 110.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars einn sem reyndi að komast undan lögreglu eftir að hafa stöðvað bifreið sína. Sá er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, auk þess að vera réttindalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×