Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 23:15 Grindvíkingar draga frásögn Jóns Gnarrs í efa um hjón úr bænum sem vilji ekki flytja þangað aftur eftir að hafa séð „húsið okkar færast um eitt húsnúmer og síðan aftur til baka.“ Samsett Mynd Grindvíkingar eru margir móðgaðir eftir að hafa heyrt umræðuna sem spannst um heimabæ þeirra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudag þar sem Jón Gnarr þingmaður var meðal gesta. Þeim blöskrar að talað sé um bæinn eins og hann sé glataður en einmitt þetta sama kvöld var íþróttamiðstöð Grindavíkur troðfull þar sem Grindvíkingar kepptu sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár. Í spjallþættinum spannst umræða í kringum kvikmyndina Eldana, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sigríðar Hagalín, og í því samhengi var ekki komist hjá því að nefna eldsumbrotin í og í nágrenni við Grindavík. Jón sagði þá hafa hitt hjón úr bænum sem sögðust ætla aldrei að flytja þangað aftur, „eftir að við sáum húsið okkar færast um eitt húsnúmer og síðan aftur til baka,“ hefur hann eftir hjónunum. Grindvíkingar draga þessa frásögn í efa eins og fram kemur hér að neðan. Þá rak Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðalleikkona í kvikmyndinni, söguna af því þegar þau tóku upp kvikmyndina í bænum. „Að keyra inn í bæinn, sem var yfirgefinn, sjá sprungurnar á veginum og maður hugsar: „Hvernig getur fólk snúið aftur og verið rólegt?“ Það er búið að taka svo rosalega mikið af þeim.“ Og svo bætti stjórnmálakonan Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við: „En Grindvíkingar eru ótrúlegir og það er rosa seigla í þeim.“ Vonar að um fáfræði sé að ræða Þetta samtal virðist hafa farið fyrir brjóstið á Grindvíkingum sem gera margir athugasemdir við að talað sé um bæinn eins og hann sé farinn í bál og brand, sem hann er sannarlega ekki þó að eitt hús hafi farið undir hraun í janúar 2024. Á sama tíma og Vikan var í loftinu héldu Grindvíkingar nefnilega sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár og báru þar sigur úr býtum gegn Njarðvík. Stuðningsmenn létu sig ekki vanta í íþróttamiðstöð Grindavíkur það kvöld. „[Á] ríkisrekna fjölmiðlinum var Gísli Marteinn á dagskrá þar sem tveir aðilar opinberuðu fáfræði sína (eða ég sannarlega vona að um fáfræði sé að ræða en ekki ósmekklegt grín),“ skrifar Eva Lind Matthíasdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur, á Facebook. Eva Lind Matthíasdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur.LiknedIn Hún hampar þó Írisi fyrir að „taka alls ekki þátt í umræðunni.“ „Eftir stendur að allt er vont og hættulegt í Grindavík“ Otti Sigmarsson, Grindvíkingur og fyrrverandi formaður Landsbjargar, benti á að viðburðir eins og körfuboltaleikurinn gegn Njarðvík sé táknmynd um samstöðu og baráttu Grindvíkinga. „Álit og þekking almennings á stöðunni í Grindavík byggir á lélegum einhliða fréttaflutningi í að verða tvö ár,“ skrifar Otti sem tekur þó fram að ekkert sé óeðlilegt við fréttaflutning af eldsumbrotum. „En þegar allt fer að snúast aftur og ferðamenn sækja okkur heim þá bara gleymumst við einhvern veginn,“ bætir hann við, „og eftir stendur að allt er vont og hættulegt í Grindavík.“ Vilhjálmur Ánason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kemur frá Grindavík, deilir og tekur undir með færslu Otta. „Upplifun af vettvangi alltaf betri en að trúa fréttaflutningi nú til dags.“ Ólafur Ólafsson, körfuknattleiksmaður Grindvíkinga, deilir einnig færslu Otta. Otti Rafn er Grindavíkur og var formaður Landsbjargar þegar umbrotin hófust í heimabænum.Vísir/Vilhelm „Einfaldlega ekki rétt“ Kristín María Birgisdóttir, fyrrverandi formaður bæjarráðs og forstjóri Discover Grindavík, stingur einnig niður penna og bendir á að stemningin og andrúmsloftið í íþróttamiðstöð Grindavíkur hafi verið geggjuð og andrúmsloftið ólýsandi. „Þetta var ekki leikur,“ skrifar Kristín um körfuboltaleikinn á föstudag, „heldur tákn um líf, von og endurreisn Grindavíkur.“ Þess vegna hafi henni þótt djúp vonbrigði að hlusta á umræðuna í vikunni. Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur „Þar sat þingmaður í ríkisstjórn og talaði um Grindavík eins og stað sem fólk ætlaði sér ekki að snúa aftur til, þar sem hús hefðu færst um heilu húsnúmerin og „aftur til baka“..... sem er einfaldlega ekki rétt,“ skrifar hún. Hún bendir á að fjöldi fólks ætli sér að flytja aftur í bæinn. Það sé saga sem þurfi að segja. Enn fremur bendir Kristín á að ástæðan fyrir því að öllu hafi verið lokað þegar tökur á eldunum stóðu yfir hafi verið vegna þess að svæðið var á þeim tíma skilgreint hættusvæði og lokað óviðkomandi. Sólveig Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður kvenfélags Grindavíkur, spyr hvers vegna ekki hafi verið sett „bíbb“ yfir rödd Jóns Gnarrs. Valgerður Jennýjardóttir tekur undir með Evu Lind og segist skilja hvers vegna fólk fái ranghugmyndir um Grindavík þegar „það heyrir bara svona rugl í miðlunum.“ Grindavík UMF Grindavík Viðreisn Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Í spjallþættinum spannst umræða í kringum kvikmyndina Eldana, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sigríðar Hagalín, og í því samhengi var ekki komist hjá því að nefna eldsumbrotin í og í nágrenni við Grindavík. Jón sagði þá hafa hitt hjón úr bænum sem sögðust ætla aldrei að flytja þangað aftur, „eftir að við sáum húsið okkar færast um eitt húsnúmer og síðan aftur til baka,“ hefur hann eftir hjónunum. Grindvíkingar draga þessa frásögn í efa eins og fram kemur hér að neðan. Þá rak Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðalleikkona í kvikmyndinni, söguna af því þegar þau tóku upp kvikmyndina í bænum. „Að keyra inn í bæinn, sem var yfirgefinn, sjá sprungurnar á veginum og maður hugsar: „Hvernig getur fólk snúið aftur og verið rólegt?“ Það er búið að taka svo rosalega mikið af þeim.“ Og svo bætti stjórnmálakonan Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við: „En Grindvíkingar eru ótrúlegir og það er rosa seigla í þeim.“ Vonar að um fáfræði sé að ræða Þetta samtal virðist hafa farið fyrir brjóstið á Grindvíkingum sem gera margir athugasemdir við að talað sé um bæinn eins og hann sé farinn í bál og brand, sem hann er sannarlega ekki þó að eitt hús hafi farið undir hraun í janúar 2024. Á sama tíma og Vikan var í loftinu héldu Grindvíkingar nefnilega sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár og báru þar sigur úr býtum gegn Njarðvík. Stuðningsmenn létu sig ekki vanta í íþróttamiðstöð Grindavíkur það kvöld. „[Á] ríkisrekna fjölmiðlinum var Gísli Marteinn á dagskrá þar sem tveir aðilar opinberuðu fáfræði sína (eða ég sannarlega vona að um fáfræði sé að ræða en ekki ósmekklegt grín),“ skrifar Eva Lind Matthíasdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur, á Facebook. Eva Lind Matthíasdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur.LiknedIn Hún hampar þó Írisi fyrir að „taka alls ekki þátt í umræðunni.“ „Eftir stendur að allt er vont og hættulegt í Grindavík“ Otti Sigmarsson, Grindvíkingur og fyrrverandi formaður Landsbjargar, benti á að viðburðir eins og körfuboltaleikurinn gegn Njarðvík sé táknmynd um samstöðu og baráttu Grindvíkinga. „Álit og þekking almennings á stöðunni í Grindavík byggir á lélegum einhliða fréttaflutningi í að verða tvö ár,“ skrifar Otti sem tekur þó fram að ekkert sé óeðlilegt við fréttaflutning af eldsumbrotum. „En þegar allt fer að snúast aftur og ferðamenn sækja okkur heim þá bara gleymumst við einhvern veginn,“ bætir hann við, „og eftir stendur að allt er vont og hættulegt í Grindavík.“ Vilhjálmur Ánason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kemur frá Grindavík, deilir og tekur undir með færslu Otta. „Upplifun af vettvangi alltaf betri en að trúa fréttaflutningi nú til dags.“ Ólafur Ólafsson, körfuknattleiksmaður Grindvíkinga, deilir einnig færslu Otta. Otti Rafn er Grindavíkur og var formaður Landsbjargar þegar umbrotin hófust í heimabænum.Vísir/Vilhelm „Einfaldlega ekki rétt“ Kristín María Birgisdóttir, fyrrverandi formaður bæjarráðs og forstjóri Discover Grindavík, stingur einnig niður penna og bendir á að stemningin og andrúmsloftið í íþróttamiðstöð Grindavíkur hafi verið geggjuð og andrúmsloftið ólýsandi. „Þetta var ekki leikur,“ skrifar Kristín um körfuboltaleikinn á föstudag, „heldur tákn um líf, von og endurreisn Grindavíkur.“ Þess vegna hafi henni þótt djúp vonbrigði að hlusta á umræðuna í vikunni. Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur „Þar sat þingmaður í ríkisstjórn og talaði um Grindavík eins og stað sem fólk ætlaði sér ekki að snúa aftur til, þar sem hús hefðu færst um heilu húsnúmerin og „aftur til baka“..... sem er einfaldlega ekki rétt,“ skrifar hún. Hún bendir á að fjöldi fólks ætli sér að flytja aftur í bæinn. Það sé saga sem þurfi að segja. Enn fremur bendir Kristín á að ástæðan fyrir því að öllu hafi verið lokað þegar tökur á eldunum stóðu yfir hafi verið vegna þess að svæðið var á þeim tíma skilgreint hættusvæði og lokað óviðkomandi. Sólveig Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður kvenfélags Grindavíkur, spyr hvers vegna ekki hafi verið sett „bíbb“ yfir rödd Jóns Gnarrs. Valgerður Jennýjardóttir tekur undir með Evu Lind og segist skilja hvers vegna fólk fái ranghugmyndir um Grindavík þegar „það heyrir bara svona rugl í miðlunum.“
Grindavík UMF Grindavík Viðreisn Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira