Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 23:15 Grindvíkingar draga frásögn Jóns Gnarrs í efa um hjón úr bænum sem vilji ekki flytja þangað aftur eftir að hafa séð „húsið okkar færast um eitt húsnúmer og síðan aftur til baka.“ Samsett Mynd Grindvíkingar eru margir móðgaðir eftir að hafa heyrt umræðuna sem spannst um heimabæ þeirra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudag þar sem Jón Gnarr þingmaður var meðal gesta. Þeim blöskrar að talað sé um bæinn eins og hann sé glataður en einmitt þetta sama kvöld var íþróttamiðstöð Grindavíkur troðfull þar sem Grindvíkingar kepptu sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár. Í spjallþættinum spannst umræða í kringum kvikmyndina Eldana, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sigríðar Hagalín, og í því samhengi var ekki komist hjá því að nefna eldsumbrotin í og í nágrenni við Grindavík. Jón sagði þá hafa hitt hjón úr bænum sem sögðust ætla aldrei að flytja þangað aftur, „eftir að við sáum húsið okkar færast um eitt húsnúmer og síðan aftur til baka,“ hefur hann eftir hjónunum. Grindvíkingar draga þessa frásögn í efa eins og fram kemur hér að neðan. Þá rak Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðalleikkona í kvikmyndinni, söguna af því þegar þau tóku upp kvikmyndina í bænum. „Að keyra inn í bæinn, sem var yfirgefinn, sjá sprungurnar á veginum og maður hugsar: „Hvernig getur fólk snúið aftur og verið rólegt?“ Það er búið að taka svo rosalega mikið af þeim.“ Og svo bætti stjórnmálakonan Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við: „En Grindvíkingar eru ótrúlegir og það er rosa seigla í þeim.“ Vonar að um fáfræði sé að ræða Þetta samtal virðist hafa farið fyrir brjóstið á Grindvíkingum sem gera margir athugasemdir við að talað sé um bæinn eins og hann sé farinn í bál og brand, sem hann er sannarlega ekki þó að eitt hús hafi farið undir hraun í janúar 2024. Á sama tíma og Vikan var í loftinu héldu Grindvíkingar nefnilega sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár og báru þar sigur úr býtum gegn Njarðvík. Stuðningsmenn létu sig ekki vanta í íþróttamiðstöð Grindavíkur það kvöld. „[Á] ríkisrekna fjölmiðlinum var Gísli Marteinn á dagskrá þar sem tveir aðilar opinberuðu fáfræði sína (eða ég sannarlega vona að um fáfræði sé að ræða en ekki ósmekklegt grín),“ skrifar Eva Lind Matthíasdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur, á Facebook. Eva Lind Matthíasdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur.LiknedIn Hún hampar þó Írisi fyrir að „taka alls ekki þátt í umræðunni.“ „Eftir stendur að allt er vont og hættulegt í Grindavík“ Otti Sigmarsson, Grindvíkingur og fyrrverandi formaður Landsbjargar, benti á að viðburðir eins og körfuboltaleikurinn gegn Njarðvík sé táknmynd um samstöðu og baráttu Grindvíkinga. „Álit og þekking almennings á stöðunni í Grindavík byggir á lélegum einhliða fréttaflutningi í að verða tvö ár,“ skrifar Otti sem tekur þó fram að ekkert sé óeðlilegt við fréttaflutning af eldsumbrotum. „En þegar allt fer að snúast aftur og ferðamenn sækja okkur heim þá bara gleymumst við einhvern veginn,“ bætir hann við, „og eftir stendur að allt er vont og hættulegt í Grindavík.“ Vilhjálmur Ánason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kemur frá Grindavík, deilir og tekur undir með færslu Otta. „Upplifun af vettvangi alltaf betri en að trúa fréttaflutningi nú til dags.“ Ólafur Ólafsson, körfuknattleiksmaður Grindvíkinga, deilir einnig færslu Otta. Otti Rafn er Grindavíkur og var formaður Landsbjargar þegar umbrotin hófust í heimabænum.Vísir/Vilhelm „Einfaldlega ekki rétt“ Kristín María Birgisdóttir, fyrrverandi formaður bæjarráðs og forstjóri Discover Grindavík, stingur einnig niður penna og bendir á að stemningin og andrúmsloftið í íþróttamiðstöð Grindavíkur hafi verið geggjuð og andrúmsloftið ólýsandi. „Þetta var ekki leikur,“ skrifar Kristín um körfuboltaleikinn á föstudag, „heldur tákn um líf, von og endurreisn Grindavíkur.“ Þess vegna hafi henni þótt djúp vonbrigði að hlusta á umræðuna í vikunni. Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur „Þar sat þingmaður í ríkisstjórn og talaði um Grindavík eins og stað sem fólk ætlaði sér ekki að snúa aftur til, þar sem hús hefðu færst um heilu húsnúmerin og „aftur til baka“..... sem er einfaldlega ekki rétt,“ skrifar hún. Hún bendir á að fjöldi fólks ætli sér að flytja aftur í bæinn. Það sé saga sem þurfi að segja. Enn fremur bendir Kristín á að ástæðan fyrir því að öllu hafi verið lokað þegar tökur á eldunum stóðu yfir hafi verið vegna þess að svæðið var á þeim tíma skilgreint hættusvæði og lokað óviðkomandi. Sólveig Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður kvenfélags Grindavíkur, spyr hvers vegna ekki hafi verið sett „bíbb“ yfir rödd Jóns Gnarrs. Valgerður Jennýjardóttir tekur undir með Evu Lind og segist skilja hvers vegna fólk fái ranghugmyndir um Grindavík þegar „það heyrir bara svona rugl í miðlunum.“ Grindavík UMF Grindavík Viðreisn Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Í spjallþættinum spannst umræða í kringum kvikmyndina Eldana, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sigríðar Hagalín, og í því samhengi var ekki komist hjá því að nefna eldsumbrotin í og í nágrenni við Grindavík. Jón sagði þá hafa hitt hjón úr bænum sem sögðust ætla aldrei að flytja þangað aftur, „eftir að við sáum húsið okkar færast um eitt húsnúmer og síðan aftur til baka,“ hefur hann eftir hjónunum. Grindvíkingar draga þessa frásögn í efa eins og fram kemur hér að neðan. Þá rak Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðalleikkona í kvikmyndinni, söguna af því þegar þau tóku upp kvikmyndina í bænum. „Að keyra inn í bæinn, sem var yfirgefinn, sjá sprungurnar á veginum og maður hugsar: „Hvernig getur fólk snúið aftur og verið rólegt?“ Það er búið að taka svo rosalega mikið af þeim.“ Og svo bætti stjórnmálakonan Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, við: „En Grindvíkingar eru ótrúlegir og það er rosa seigla í þeim.“ Vonar að um fáfræði sé að ræða Þetta samtal virðist hafa farið fyrir brjóstið á Grindvíkingum sem gera margir athugasemdir við að talað sé um bæinn eins og hann sé farinn í bál og brand, sem hann er sannarlega ekki þó að eitt hús hafi farið undir hraun í janúar 2024. Á sama tíma og Vikan var í loftinu héldu Grindvíkingar nefnilega sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár og báru þar sigur úr býtum gegn Njarðvík. Stuðningsmenn létu sig ekki vanta í íþróttamiðstöð Grindavíkur það kvöld. „[Á] ríkisrekna fjölmiðlinum var Gísli Marteinn á dagskrá þar sem tveir aðilar opinberuðu fáfræði sína (eða ég sannarlega vona að um fáfræði sé að ræða en ekki ósmekklegt grín),“ skrifar Eva Lind Matthíasdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur, á Facebook. Eva Lind Matthíasdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur.LiknedIn Hún hampar þó Írisi fyrir að „taka alls ekki þátt í umræðunni.“ „Eftir stendur að allt er vont og hættulegt í Grindavík“ Otti Sigmarsson, Grindvíkingur og fyrrverandi formaður Landsbjargar, benti á að viðburðir eins og körfuboltaleikurinn gegn Njarðvík sé táknmynd um samstöðu og baráttu Grindvíkinga. „Álit og þekking almennings á stöðunni í Grindavík byggir á lélegum einhliða fréttaflutningi í að verða tvö ár,“ skrifar Otti sem tekur þó fram að ekkert sé óeðlilegt við fréttaflutning af eldsumbrotum. „En þegar allt fer að snúast aftur og ferðamenn sækja okkur heim þá bara gleymumst við einhvern veginn,“ bætir hann við, „og eftir stendur að allt er vont og hættulegt í Grindavík.“ Vilhjálmur Ánason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kemur frá Grindavík, deilir og tekur undir með færslu Otta. „Upplifun af vettvangi alltaf betri en að trúa fréttaflutningi nú til dags.“ Ólafur Ólafsson, körfuknattleiksmaður Grindvíkinga, deilir einnig færslu Otta. Otti Rafn er Grindavíkur og var formaður Landsbjargar þegar umbrotin hófust í heimabænum.Vísir/Vilhelm „Einfaldlega ekki rétt“ Kristín María Birgisdóttir, fyrrverandi formaður bæjarráðs og forstjóri Discover Grindavík, stingur einnig niður penna og bendir á að stemningin og andrúmsloftið í íþróttamiðstöð Grindavíkur hafi verið geggjuð og andrúmsloftið ólýsandi. „Þetta var ekki leikur,“ skrifar Kristín um körfuboltaleikinn á föstudag, „heldur tákn um líf, von og endurreisn Grindavíkur.“ Þess vegna hafi henni þótt djúp vonbrigði að hlusta á umræðuna í vikunni. Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur „Þar sat þingmaður í ríkisstjórn og talaði um Grindavík eins og stað sem fólk ætlaði sér ekki að snúa aftur til, þar sem hús hefðu færst um heilu húsnúmerin og „aftur til baka“..... sem er einfaldlega ekki rétt,“ skrifar hún. Hún bendir á að fjöldi fólks ætli sér að flytja aftur í bæinn. Það sé saga sem þurfi að segja. Enn fremur bendir Kristín á að ástæðan fyrir því að öllu hafi verið lokað þegar tökur á eldunum stóðu yfir hafi verið vegna þess að svæðið var á þeim tíma skilgreint hættusvæði og lokað óviðkomandi. Sólveig Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður kvenfélags Grindavíkur, spyr hvers vegna ekki hafi verið sett „bíbb“ yfir rödd Jóns Gnarrs. Valgerður Jennýjardóttir tekur undir með Evu Lind og segist skilja hvers vegna fólk fái ranghugmyndir um Grindavík þegar „það heyrir bara svona rugl í miðlunum.“
Grindavík UMF Grindavík Viðreisn Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira