Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. október 2025 18:01 Emilíana Ísis Káradóttir er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. Arnór Trausti „Ég brenn fyrir því að efla umræðuna um andlega heilsu og tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum stuðningi. Heilbrigt samfélag byrjar á því að öllum líði vel og geti blómstrað innan þess,“ Emilíana Ísis Káradóttir hársnyrtinemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Emilíana Ísis Káradóttir. Aldur: Ég er 15, en verð 16 ára í nóvember. Starf eða skóli? Ég er að læra hársnyrtingu í Tækniskólanum og vinn í Krónunni. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Sjálfsörugg, opin, ástríðufull. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það kæmi fólki mest á óvart að ég kann að spila á munnhörpu. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Gerður Arinbjarnar, frænka mín. Hún er sjálfstæð, sjálfsörugg og gefst aldrei upp. Það er eru eignleikar sem ég dáist að. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru samkvæmisdansarnir. Þeir hafa kennt mér að tjá mig, leggja allt í sölurnar og gefast ekki upp. Einnig hef ég betri líkamsstöðu og meira elegant. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ein stærsta áskorunin sem ég hef þurft að takast á við er kvíði. Það koma oft tímabil þar sem ég verð mjög kvíðin. Þá finn ég að ég þarf að fjarlægja mig úr aðstæðum til að róa mig niður. Þá kem ég aftur af fullum krafti. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af vinkonum mínum. Ef það væri ekki fyrir þær væri ég ekki á sama stað og ég er í dag. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er að umgangast það fólk sem mér þykir vænt um. Það dýrmætasta sem maður hefur eru fjölskylda og vinir. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég er undir miklu stressi og álagi tek ég mér pásu frá öllu áreinu og fæ mér eitthvað gott að borða. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta ráð sem ég hef fengið er: Ekki vera fáviti. Þetta getur þýtt mjög margt, en segir sig sjálft. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Í útskriftarferðinni minni í 10. bekk fórum við í Adrenalín-garðinn. Ég var svo rosalega spennt, en þegar ég fór upp í öskurgrindina grét ég og varð ótrúlega stressuð. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ef þeir eru leyndir hljótar þeir að vera líka leyndir fyrir mér. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst mjög heillandi þegar fólk kýlir á hlutina þrátt fyrir að vera stressað, fer út fyrir þægindaramma og gefur allt í botn. En óheillandi? Mér finnst afar óheillandi þegar fólk dregur aðra niður, gerir lítið úr öðrum og lætur eins og það sé meira virði. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að missa einhvern nákominn mér, fjölskyldumeðlim eða góðan vin. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég séð fyrir mér að eiga hárgreiðslustofu, trúlofuð er gift, og vera mjög hamingjusama. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala reiprennandi íslensku og ensku, og get spjarað mig í dönsku. Síðan gæti ég kannski pantað borð á spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? IKEA-naggarnir standa alltaf upp úr. Hvaða lag tekur þú í karókí? „Píanó Man“ er alltaf tekið og spila á munnhörpuna með. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Í gegnum tíðina hef ég dansað á alls konar tónleikum og fengið að vinna með mörgum, tónlistarmönnum, uppistöndurum og öðrum dönsurum. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samskipti augliti til auglitis. Ég tjái mig mikið líkamlega og það getur verið auðvelt að misskilja mig í gegnum skjá. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi borga bílprófið, kaupa mér bíl og setja restina inn á sparnaðarreikning. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef elskað að fylgst með keppninni frá því að ég var lítil stelpa og hef dreymt um að fá að taka þátt einn daginn. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært mikið um sjálfa mig og aðra. Við erum orðnar afar nánar og það er yndislegt að sjá hversu ólíkar við erum en samt svo samrýndar. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir því að efla umræðuna um andlega heilsu og tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum stuðningi. Heilbrigt samfélag byrjar á því að öllum líði vel og geti blómstrað innan þess. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Útgeislun er það sem láta mun þig standa út. Örfáir sjá hvort þú labbar ekki fullkomlega, en allir taka eftir því að þér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og brosir út að eyrum. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Mínar bestu minningar eru að horfa á Ungfrú Ísland með mömmu og rífast um hver er með fallegasta kjólinn. Ég hef alltaf litið mikið upp til keppendanna og dreymir aðeins um að verða þannig fyrirmynd fyrir aðra. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Það sem greinir mig frá öðrum er sjálfstraust mitt. Ég á auðvelt með að koma fram og tala fyrir framan stóra hópa. Ég hef alltaf haft gaman af sviðsljósinu og get ekki beðið eftir keppninni. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Stærsta vandamálið er aukning á andlegri vanlíðan og kvíða. Við þurfum að styðja hvert annað og útrýma fordómum. Og hvernig mætti leysa það? Við þurfum öll að leggja okkur fram við að styðja hvert annað. Það mun ekkert ef við gerum þetta ekki sem ein heild. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fegurðarsamkeppnir snúast ekki aðeins um útlit. Þær snúast líka um sjálfstraust, innri styrk og að nota rödd sína til góðra verka. Þetta er frábær vettvangur til að láta í sér heyra og sýna hver maður er. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu „Ég er mjög kvíðin en í stað þess að forðast þær aðstæður sem eru kvíðavaldandi þá reyni ég að takast á við þær,“ segir Ísey Lilja Waage, Ungfrú Húnaþing vestra og nemi. Ísey er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 3. október 2025 10:08 „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ „Minn helsti ótti er sá að við eldumst öll með hverjum deginum og fáum aðeins eitt líf til að lifa,“ segir Lovísa Rós Hlynsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen, þegar hún er spurð um sinn helsta ótta. 2. október 2025 10:02 „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. 1. október 2025 08:13 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Emilíana Ísis Káradóttir. Aldur: Ég er 15, en verð 16 ára í nóvember. Starf eða skóli? Ég er að læra hársnyrtingu í Tækniskólanum og vinn í Krónunni. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Sjálfsörugg, opin, ástríðufull. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það kæmi fólki mest á óvart að ég kann að spila á munnhörpu. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Gerður Arinbjarnar, frænka mín. Hún er sjálfstæð, sjálfsörugg og gefst aldrei upp. Það er eru eignleikar sem ég dáist að. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru samkvæmisdansarnir. Þeir hafa kennt mér að tjá mig, leggja allt í sölurnar og gefast ekki upp. Einnig hef ég betri líkamsstöðu og meira elegant. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ein stærsta áskorunin sem ég hef þurft að takast á við er kvíði. Það koma oft tímabil þar sem ég verð mjög kvíðin. Þá finn ég að ég þarf að fjarlægja mig úr aðstæðum til að róa mig niður. Þá kem ég aftur af fullum krafti. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af vinkonum mínum. Ef það væri ekki fyrir þær væri ég ekki á sama stað og ég er í dag. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er að umgangast það fólk sem mér þykir vænt um. Það dýrmætasta sem maður hefur eru fjölskylda og vinir. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég er undir miklu stressi og álagi tek ég mér pásu frá öllu áreinu og fæ mér eitthvað gott að borða. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta ráð sem ég hef fengið er: Ekki vera fáviti. Þetta getur þýtt mjög margt, en segir sig sjálft. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Í útskriftarferðinni minni í 10. bekk fórum við í Adrenalín-garðinn. Ég var svo rosalega spennt, en þegar ég fór upp í öskurgrindina grét ég og varð ótrúlega stressuð. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ef þeir eru leyndir hljótar þeir að vera líka leyndir fyrir mér. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst mjög heillandi þegar fólk kýlir á hlutina þrátt fyrir að vera stressað, fer út fyrir þægindaramma og gefur allt í botn. En óheillandi? Mér finnst afar óheillandi þegar fólk dregur aðra niður, gerir lítið úr öðrum og lætur eins og það sé meira virði. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að missa einhvern nákominn mér, fjölskyldumeðlim eða góðan vin. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég séð fyrir mér að eiga hárgreiðslustofu, trúlofuð er gift, og vera mjög hamingjusama. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala reiprennandi íslensku og ensku, og get spjarað mig í dönsku. Síðan gæti ég kannski pantað borð á spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? IKEA-naggarnir standa alltaf upp úr. Hvaða lag tekur þú í karókí? „Píanó Man“ er alltaf tekið og spila á munnhörpuna með. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Í gegnum tíðina hef ég dansað á alls konar tónleikum og fengið að vinna með mörgum, tónlistarmönnum, uppistöndurum og öðrum dönsurum. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs að eiga samskipti augliti til auglitis. Ég tjái mig mikið líkamlega og það getur verið auðvelt að misskilja mig í gegnum skjá. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi borga bílprófið, kaupa mér bíl og setja restina inn á sparnaðarreikning. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef elskað að fylgst með keppninni frá því að ég var lítil stelpa og hef dreymt um að fá að taka þátt einn daginn. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært mikið um sjálfa mig og aðra. Við erum orðnar afar nánar og það er yndislegt að sjá hversu ólíkar við erum en samt svo samrýndar. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir því að efla umræðuna um andlega heilsu og tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum stuðningi. Heilbrigt samfélag byrjar á því að öllum líði vel og geti blómstrað innan þess. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Útgeislun er það sem láta mun þig standa út. Örfáir sjá hvort þú labbar ekki fullkomlega, en allir taka eftir því að þér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og brosir út að eyrum. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Mínar bestu minningar eru að horfa á Ungfrú Ísland með mömmu og rífast um hver er með fallegasta kjólinn. Ég hef alltaf litið mikið upp til keppendanna og dreymir aðeins um að verða þannig fyrirmynd fyrir aðra. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Það sem greinir mig frá öðrum er sjálfstraust mitt. Ég á auðvelt með að koma fram og tala fyrir framan stóra hópa. Ég hef alltaf haft gaman af sviðsljósinu og get ekki beðið eftir keppninni. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Stærsta vandamálið er aukning á andlegri vanlíðan og kvíða. Við þurfum að styðja hvert annað og útrýma fordómum. Og hvernig mætti leysa það? Við þurfum öll að leggja okkur fram við að styðja hvert annað. Það mun ekkert ef við gerum þetta ekki sem ein heild. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fegurðarsamkeppnir snúast ekki aðeins um útlit. Þær snúast líka um sjálfstraust, innri styrk og að nota rödd sína til góðra verka. Þetta er frábær vettvangur til að láta í sér heyra og sýna hver maður er.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu „Ég er mjög kvíðin en í stað þess að forðast þær aðstæður sem eru kvíðavaldandi þá reyni ég að takast á við þær,“ segir Ísey Lilja Waage, Ungfrú Húnaþing vestra og nemi. Ísey er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 3. október 2025 10:08 „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ „Minn helsti ótti er sá að við eldumst öll með hverjum deginum og fáum aðeins eitt líf til að lifa,“ segir Lovísa Rós Hlynsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen, þegar hún er spurð um sinn helsta ótta. 2. október 2025 10:02 „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. 1. október 2025 08:13 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu „Ég er mjög kvíðin en í stað þess að forðast þær aðstæður sem eru kvíðavaldandi þá reyni ég að takast á við þær,“ segir Ísey Lilja Waage, Ungfrú Húnaþing vestra og nemi. Ísey er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. 3. október 2025 10:08
„Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ „Minn helsti ótti er sá að við eldumst öll með hverjum deginum og fáum aðeins eitt líf til að lifa,“ segir Lovísa Rós Hlynsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen, þegar hún er spurð um sinn helsta ótta. 2. október 2025 10:02
„Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ „Ég hef lent í ýmsu sem margir unglingar og krakkar geta tengt við, og þess vegna vil ég leggja áherslu á að tala um þau vandamál sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir,“ segir Sara Lind Edvinsdóttir, nemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Hún segir að einelti hafi haft djúpstæð áhrif á líf hennar og að hún hafi prófað flestar íþróttir sem í boði eru. 1. október 2025 08:13