„Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2025 15:07 Myndin hefur þegar hlotið nokkur verðlaun og fer í sýningar í Bíó Paradís í framhaldi af frumsýningunni annað kvöld. Í heimildamyndinni Jörðin undir fótum okkar bregðum við okkur í fylgd leikstjórans og fylgjumst við með sólsetri lífsins á hjúkrunarheimili í Reykjavík, þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum. Stiklu úr myndinni sem er í leikstjórn Yrsu Roca Fannberg má sjá hér að neðan en hún verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF annað kvöld. „Myndin fangar hið ljóðræna í hinu hversdagslega og minningarnar sem vitja eru fallegar en um leið hverfular. Þessi hugljúfa mynd Yrsu má heita lofsöngur um hvunndaginn þegar húmar að, í frásögn sem einkennist af mjúkri nálgun leikstjórans og mildi og aðgát í öllum efnistökum,“ segir í tilkynningu um myndina. Hún er öll tekin upp á filmu og eftirvinnsla sérstaklega vönduð. Síðan myndin var frumsýnd í keppni á CPH:DOX í Kaupmannahöfn í vor, hefur hún farið sigurför um kvikmyndahátíðar víða í Evrópu, Kanada og vann aðalverðlaun á DMZ kvikmyndahátíðinni í Suður-Kóreu. Hanna Björk Valsdóttir vann svo Nordic Documentary Producer Award 2025 á Nordisk Panorama. Jörðin undir fótum okkar er framleidd af Akkeri Films, Hanna Björk er framleiðandi, meðframleiðandi er pólski framleiðandinn Malgorzata Staron og kvikmyndatökumaður myndarinnar er hinn pólski Wojchiech Staron en hann er margverðlaunaður tökumaður og er myndin skotin á 16mm filmu. Klippari er Federico Delpero Bejar, um hljóðhönnun sá Björn Viktorsson og tónlist er í höndum Skúla Sverrissonar. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Tengdar fréttir Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Gjaldþrot Play hefur sett starfsemi kvikmyndahátíðarinnar RIFF úr skorðum þar sem tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem áttu að taka þátt í dagskrá hennar, sitja fastir á flugvöllum víða um heim. Aðstandendur biðla til Icelandair um að hjálpa sér. 29. september 2025 14:47 Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Hanna Björk Valsdóttir hlaut Nordic Documentary Producer Award 2025 sem veitt eru framúrskarandi framleiðanda heimildamynda. Leikstjórar á Norðurlöndunum tilnefna einn framleiðanda ár hvert, frá hverju landi og voru verðlaunin veitt á lokahófi Nordisk Panorama hátíðarinnar í Malmö. 26. september 2025 10:50 Samdi lag um ást sína á RIFF Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo. 23. september 2025 14:48 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Stiklu úr myndinni sem er í leikstjórn Yrsu Roca Fannberg má sjá hér að neðan en hún verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF annað kvöld. „Myndin fangar hið ljóðræna í hinu hversdagslega og minningarnar sem vitja eru fallegar en um leið hverfular. Þessi hugljúfa mynd Yrsu má heita lofsöngur um hvunndaginn þegar húmar að, í frásögn sem einkennist af mjúkri nálgun leikstjórans og mildi og aðgát í öllum efnistökum,“ segir í tilkynningu um myndina. Hún er öll tekin upp á filmu og eftirvinnsla sérstaklega vönduð. Síðan myndin var frumsýnd í keppni á CPH:DOX í Kaupmannahöfn í vor, hefur hún farið sigurför um kvikmyndahátíðar víða í Evrópu, Kanada og vann aðalverðlaun á DMZ kvikmyndahátíðinni í Suður-Kóreu. Hanna Björk Valsdóttir vann svo Nordic Documentary Producer Award 2025 á Nordisk Panorama. Jörðin undir fótum okkar er framleidd af Akkeri Films, Hanna Björk er framleiðandi, meðframleiðandi er pólski framleiðandinn Malgorzata Staron og kvikmyndatökumaður myndarinnar er hinn pólski Wojchiech Staron en hann er margverðlaunaður tökumaður og er myndin skotin á 16mm filmu. Klippari er Federico Delpero Bejar, um hljóðhönnun sá Björn Viktorsson og tónlist er í höndum Skúla Sverrissonar.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Tengdar fréttir Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Gjaldþrot Play hefur sett starfsemi kvikmyndahátíðarinnar RIFF úr skorðum þar sem tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem áttu að taka þátt í dagskrá hennar, sitja fastir á flugvöllum víða um heim. Aðstandendur biðla til Icelandair um að hjálpa sér. 29. september 2025 14:47 Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Hanna Björk Valsdóttir hlaut Nordic Documentary Producer Award 2025 sem veitt eru framúrskarandi framleiðanda heimildamynda. Leikstjórar á Norðurlöndunum tilnefna einn framleiðanda ár hvert, frá hverju landi og voru verðlaunin veitt á lokahófi Nordisk Panorama hátíðarinnar í Malmö. 26. september 2025 10:50 Samdi lag um ást sína á RIFF Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo. 23. september 2025 14:48 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Gjaldþrot Play hefur sett starfsemi kvikmyndahátíðarinnar RIFF úr skorðum þar sem tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem áttu að taka þátt í dagskrá hennar, sitja fastir á flugvöllum víða um heim. Aðstandendur biðla til Icelandair um að hjálpa sér. 29. september 2025 14:47
Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Hanna Björk Valsdóttir hlaut Nordic Documentary Producer Award 2025 sem veitt eru framúrskarandi framleiðanda heimildamynda. Leikstjórar á Norðurlöndunum tilnefna einn framleiðanda ár hvert, frá hverju landi og voru verðlaunin veitt á lokahófi Nordisk Panorama hátíðarinnar í Malmö. 26. september 2025 10:50
Samdi lag um ást sína á RIFF Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo. 23. september 2025 14:48