Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. september 2025 16:01 Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks. Vísir/Vilhelm Eftir rúmlega fimmtán ára óvissu, ákærur, stofufangelsi í sendiráði og einangrun í Belmarsh-fangelsi, sneri Julian Assange heim til Ástralíu í fyrrasumar. Kristinn Hrafnsson lýsir lokasprettinum, viðkvæmum viðræðum við erlenda ráðamenn og framtíð WikiLeaks. Hlaðvarpið Skuggavaldið í umsjón prófessoranna Eiríks Bergmann og Huldu Þórisdóttur hefur lokið fjögurra þátta syrpu sinni um WikiLeaks. Kristinn Hrafnsson, ristjóri WikiLeaks, ræddi um upphaf sitt hjá alþjóðlegu samtökunum og hvernig ýmis ríki reyndu að kæfa samtökin í þriðja þætti hlaðvarpsins. Í fjórða og síðasta þættinum segir Kristinn hins vegar frá leynilegum samningaviðræðum sem leiddu til þess að Assange var loksins leystur úr haldi eftir fimmtán ár. „Markviss tilraun til að brjóta hann niður“ Kristinn segir frá því í þættinum hvernig WikiLeaks hafi á sínum tíma unnið með yfir hundrað fjölmiðlum víða um heim við að birta „Cablegate“-skjölin – áður en Guardian-blaðamaður setti af stað ótrúlega atburðarás með því að birta lykilorð sem veitti aðgang að dulkóðuðum skjölum. Í kjölfarið jókst þrýstingurinn á Assange, sem dvaldi í sjö ár innikróaður í sendiráði Ekvador í London, á meðan CIA og spænska öryggisfyrirtækið UC Global fylgdust með honum og jafnvel hleruðu samtöl hans við lögmenn. „Skjólið varð að fangelsi,“ segir Kristinn. „Þetta var markviss tilraun til að brjóta hann niður – ekki bara líkamlega heldur líka andlega.“ Málið var pólitískt allt til loka að sögn Kristins. Valdaskiptin í Ekvador og fjárhagslegur þrýstingur á landið hafi lagt grunn að því að Assange var sviptur vernd árið 2019 og handtekinn. Í Belmarsh var hann hafður á meðal hryðjuverkamanna og fangelsaður á grundvelli átján ákæruatriða sem hefðu getað þýtt 175 ára dóm. Fundaði með erlendum ráðamönnum Einnig er rakið í þættinum hvernig WikiLeaks var markvisst sett undir smásjá, hvernig stjórnvöld notuðu njósnir, ófrægingu og langvarandi málaferli til að kveða niður óþægilegan uppljóstrara og hvernig málið hefur orðið prófsteinn á framtíð frjálsrar blaðamennsku. En alþjóðlegur þrýstingur fór vaxandi og að sögn Kristins var Anthony Albanese, sem tók við sem forsætisráðherra Ástrálíu árið 2022, lykilatriði í þeim þrýstingi. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, beitti þrýstingi í málinu.EPA „Hann sýndi strax skilning og hafði pólitískt þrek til að berjast fyrir lausn málsins,“ segir Kristinn um Albanese. Kristinn ferðaðist um Rómönsku Ameríku og hitti forseta ríkja, þar á meðal Lula da Silva í Brasilíu, sem beitti sér opinberlega fyrir málinu og nefndi Assange í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Samkomulagið sem loks var undirritað var að sögn Kristins hádramatískt. „Julian var vakinn klukkan þrjú um nótt, handjárnaður, fluttur í fylgd lögreglubíla og þyrlu á Stansted-flugvöll. Þar beið lítil einkaflugvél sem flutti hann alla leið til Norður-Maríanaeyja í Kyrrahafi, þar sem hann játaði eitt brot samkvæmt bandarískum njósnalögum – og var þar með frjáls,“ segir Kristinn. Julian var í reynd dæmdur fyrir að stunda blaðamennsku. En Kristinn leggur áherslu á að niðurstaðan hafi þrátt fyrir það ekki bara verið persónuleg sigur fyrir Assange, heldur mikilvægt fordæmi. „Bandaríska dómsmálaráðuneytið viðurkenndi formlega að enginn skaði hefði hlotist af birtingum WikiLeaks. Það sýnir að við unnum af ábyrgð,“ segir Kristinn. Assange er nú kominn heim til Ástralíu og að sögn Kristins að jafna sig eftir áralanga einangrun: „Eftir fjórtán ár í haldi þurfti hann ár til að ná áttum – en hann er kominn til baka. Hann hefur ekki sagt sitt síðasta orð.“ Í þættinum ræðir Kristinn um að dagar Wikileaks séu ekki endilega taldir og að samtökin undirbúi nú næstu skref í starfsemi sinni. WikiLeaks Mál Julians Assange Ekvador Bretland Ástralía Skuggavaldið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Hlaðvarpið Skuggavaldið í umsjón prófessoranna Eiríks Bergmann og Huldu Þórisdóttur hefur lokið fjögurra þátta syrpu sinni um WikiLeaks. Kristinn Hrafnsson, ristjóri WikiLeaks, ræddi um upphaf sitt hjá alþjóðlegu samtökunum og hvernig ýmis ríki reyndu að kæfa samtökin í þriðja þætti hlaðvarpsins. Í fjórða og síðasta þættinum segir Kristinn hins vegar frá leynilegum samningaviðræðum sem leiddu til þess að Assange var loksins leystur úr haldi eftir fimmtán ár. „Markviss tilraun til að brjóta hann niður“ Kristinn segir frá því í þættinum hvernig WikiLeaks hafi á sínum tíma unnið með yfir hundrað fjölmiðlum víða um heim við að birta „Cablegate“-skjölin – áður en Guardian-blaðamaður setti af stað ótrúlega atburðarás með því að birta lykilorð sem veitti aðgang að dulkóðuðum skjölum. Í kjölfarið jókst þrýstingurinn á Assange, sem dvaldi í sjö ár innikróaður í sendiráði Ekvador í London, á meðan CIA og spænska öryggisfyrirtækið UC Global fylgdust með honum og jafnvel hleruðu samtöl hans við lögmenn. „Skjólið varð að fangelsi,“ segir Kristinn. „Þetta var markviss tilraun til að brjóta hann niður – ekki bara líkamlega heldur líka andlega.“ Málið var pólitískt allt til loka að sögn Kristins. Valdaskiptin í Ekvador og fjárhagslegur þrýstingur á landið hafi lagt grunn að því að Assange var sviptur vernd árið 2019 og handtekinn. Í Belmarsh var hann hafður á meðal hryðjuverkamanna og fangelsaður á grundvelli átján ákæruatriða sem hefðu getað þýtt 175 ára dóm. Fundaði með erlendum ráðamönnum Einnig er rakið í þættinum hvernig WikiLeaks var markvisst sett undir smásjá, hvernig stjórnvöld notuðu njósnir, ófrægingu og langvarandi málaferli til að kveða niður óþægilegan uppljóstrara og hvernig málið hefur orðið prófsteinn á framtíð frjálsrar blaðamennsku. En alþjóðlegur þrýstingur fór vaxandi og að sögn Kristins var Anthony Albanese, sem tók við sem forsætisráðherra Ástrálíu árið 2022, lykilatriði í þeim þrýstingi. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, beitti þrýstingi í málinu.EPA „Hann sýndi strax skilning og hafði pólitískt þrek til að berjast fyrir lausn málsins,“ segir Kristinn um Albanese. Kristinn ferðaðist um Rómönsku Ameríku og hitti forseta ríkja, þar á meðal Lula da Silva í Brasilíu, sem beitti sér opinberlega fyrir málinu og nefndi Assange í fyrstu ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Samkomulagið sem loks var undirritað var að sögn Kristins hádramatískt. „Julian var vakinn klukkan þrjú um nótt, handjárnaður, fluttur í fylgd lögreglubíla og þyrlu á Stansted-flugvöll. Þar beið lítil einkaflugvél sem flutti hann alla leið til Norður-Maríanaeyja í Kyrrahafi, þar sem hann játaði eitt brot samkvæmt bandarískum njósnalögum – og var þar með frjáls,“ segir Kristinn. Julian var í reynd dæmdur fyrir að stunda blaðamennsku. En Kristinn leggur áherslu á að niðurstaðan hafi þrátt fyrir það ekki bara verið persónuleg sigur fyrir Assange, heldur mikilvægt fordæmi. „Bandaríska dómsmálaráðuneytið viðurkenndi formlega að enginn skaði hefði hlotist af birtingum WikiLeaks. Það sýnir að við unnum af ábyrgð,“ segir Kristinn. Assange er nú kominn heim til Ástralíu og að sögn Kristins að jafna sig eftir áralanga einangrun: „Eftir fjórtán ár í haldi þurfti hann ár til að ná áttum – en hann er kominn til baka. Hann hefur ekki sagt sitt síðasta orð.“ Í þættinum ræðir Kristinn um að dagar Wikileaks séu ekki endilega taldir og að samtökin undirbúi nú næstu skref í starfsemi sinni.
WikiLeaks Mál Julians Assange Ekvador Bretland Ástralía Skuggavaldið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“