Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2025 09:02 Kristinn Hrafnsson hefur verið í Wikileaks-hringiðunni í vel á annan áratug. Jack Taylor/Getty Breska saksóknaraembættið, þá undir stjórn Keir Starmer núverandi forsætisráðherra Bretlands, þrýsti á Svía að koma böndum yfir Julian Assange. Fjármálafyrirtæki heims tóku höndum saman um að skrúfa fyrir greiðslur til Wikileaks. Ögmundur Jónasson, þáverandi dómsmálaráðherra, sendi útsendara FBI hins vegar úr landi þegar þeir komu til Íslands til að yfirheyra fólk í tengslum við afhjúpanir Wikilekas. Þetta er á meðal þeirra stóru mála sem fram koma í viðtali við Kristinn Hrafnsson í Skuggavaldinu, hlaðvarpi í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns. Kristinn Hrafnsson hafði starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og RÚV í fjölda ára og var jafnvel orðinn leiður á harkinu þegar umheimurinn bankaði uppá. Kristinn svaraði kallinu með afleiðingum sem engan óraði fyrir, líkt og fram kemur í nýjasta þætti Skuggavaldsins sem nú er aðgengilegur í hlaðvarpsveitum. Kristinn lýsir því hvernig fréttamaður í inniskóm hjá RÚV endaði á ferðalagi um Suður-Ameríku til að hitta hvern forsetann á fætur öðrum, ávallt með augu í hnakkanum og tvær tölvur í töskunni, því hann vissi að Bandaríkin höfðu hann í augsýn. Allt hófst þetta árið 2009 þegar Ísland var undirlagt af eftirmálum efnahagshrunsins. Inn í það andrúmsloft komu samtökin Wikileaks og samnefnd vefsíða fyrst fyrir sjónir landsmanna þegar síðan birti lánabækur Kaupþings sem afhjúpuðu viðskiptahætti sem einkenndust af fyrirgreiðslum og lánum til tengdra aðila. Skömmu síðar var stofnanda Wikileaks, Julian Assange, boðið hingað til Íslands af fólki sem taldi hugmyndafræði samtakanna vera í takt við það sem Ísland þyrfti nú á að halda: Gagnsæi sem veitti stjórnvöldum og stórfyrirtækjum nauðsynlegt aðhald. Assange líkaði lífið vel á Íslandi og endaði með að verja meirihluta vetrarins hér á landi. Þá tókust kynni með honum og Kristni. Fyrsta verkefni þeirra sem samstarfsmanna var birting „collateral murder“ myndbandsins sem Chelsea Manning hafði lekið frá bandaríska hernum að störfum í Írak þar sem saklausir borgarar og blaðamenn frá Reuters voru sallaðir niður af bandarískri herþyrlu úr gríðarlegri fjarlægð. Þarna hafði Kristinn fengið smjörþefinn af því hvernig það var að flytja fréttir á heimsvísu og það varð ekki aftur snúið. Kristinn flaug út til London snemmsumars og hefur starfað með Julian Assange síðan þá. Fljótlega syrti í álinn fyrir Wikileaks og stórveldið Bandaríkin fór að sýna klærnar. Kristinn rekur í viðtalinu hvernig reynt var að kæfa Wikileaks með því að loka á fjármögnunarleiðir samtakanna og loks hvernig ásakanir um kynferðisbrot í Svíþjóð voru happafengur fyrir bandarísk stjórnvöld sem vildu koma höndum yfir Assange. Kristinn hefur gengt lykilhlutverki hjá Wikileaks allt frá 2009 og hefur því einstaka innsýn í mál Assange sem hefur verið lýst sem stærsta prófmáli sögunnar um tjáningarfrelsi og blaðamennsku. Frásögn hans varpar skýru ljósi á spennuna sem skapast þegar uppljóstranir rekast á hagsmuni stórvelda. Í næsta þætti Skuggavaldsins heyrum við síðari hluta viðtalsins þar sem Kristinn segir frá æsilegum lokakafla sögunnar og því hvernig Assange fékk frelsi sitt að lokum. WikiLeaks Skuggavaldið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Þetta er á meðal þeirra stóru mála sem fram koma í viðtali við Kristinn Hrafnsson í Skuggavaldinu, hlaðvarpi í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns. Kristinn Hrafnsson hafði starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og RÚV í fjölda ára og var jafnvel orðinn leiður á harkinu þegar umheimurinn bankaði uppá. Kristinn svaraði kallinu með afleiðingum sem engan óraði fyrir, líkt og fram kemur í nýjasta þætti Skuggavaldsins sem nú er aðgengilegur í hlaðvarpsveitum. Kristinn lýsir því hvernig fréttamaður í inniskóm hjá RÚV endaði á ferðalagi um Suður-Ameríku til að hitta hvern forsetann á fætur öðrum, ávallt með augu í hnakkanum og tvær tölvur í töskunni, því hann vissi að Bandaríkin höfðu hann í augsýn. Allt hófst þetta árið 2009 þegar Ísland var undirlagt af eftirmálum efnahagshrunsins. Inn í það andrúmsloft komu samtökin Wikileaks og samnefnd vefsíða fyrst fyrir sjónir landsmanna þegar síðan birti lánabækur Kaupþings sem afhjúpuðu viðskiptahætti sem einkenndust af fyrirgreiðslum og lánum til tengdra aðila. Skömmu síðar var stofnanda Wikileaks, Julian Assange, boðið hingað til Íslands af fólki sem taldi hugmyndafræði samtakanna vera í takt við það sem Ísland þyrfti nú á að halda: Gagnsæi sem veitti stjórnvöldum og stórfyrirtækjum nauðsynlegt aðhald. Assange líkaði lífið vel á Íslandi og endaði með að verja meirihluta vetrarins hér á landi. Þá tókust kynni með honum og Kristni. Fyrsta verkefni þeirra sem samstarfsmanna var birting „collateral murder“ myndbandsins sem Chelsea Manning hafði lekið frá bandaríska hernum að störfum í Írak þar sem saklausir borgarar og blaðamenn frá Reuters voru sallaðir niður af bandarískri herþyrlu úr gríðarlegri fjarlægð. Þarna hafði Kristinn fengið smjörþefinn af því hvernig það var að flytja fréttir á heimsvísu og það varð ekki aftur snúið. Kristinn flaug út til London snemmsumars og hefur starfað með Julian Assange síðan þá. Fljótlega syrti í álinn fyrir Wikileaks og stórveldið Bandaríkin fór að sýna klærnar. Kristinn rekur í viðtalinu hvernig reynt var að kæfa Wikileaks með því að loka á fjármögnunarleiðir samtakanna og loks hvernig ásakanir um kynferðisbrot í Svíþjóð voru happafengur fyrir bandarísk stjórnvöld sem vildu koma höndum yfir Assange. Kristinn hefur gengt lykilhlutverki hjá Wikileaks allt frá 2009 og hefur því einstaka innsýn í mál Assange sem hefur verið lýst sem stærsta prófmáli sögunnar um tjáningarfrelsi og blaðamennsku. Frásögn hans varpar skýru ljósi á spennuna sem skapast þegar uppljóstranir rekast á hagsmuni stórvelda. Í næsta þætti Skuggavaldsins heyrum við síðari hluta viðtalsins þar sem Kristinn segir frá æsilegum lokakafla sögunnar og því hvernig Assange fékk frelsi sitt að lokum.
WikiLeaks Skuggavaldið Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent