Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2025 09:43 Eyjólfur Ármannssson innviðaráðherra hefur birt drög að ítarlegu frumvarpi í samráðsgátt. Vísir/Anton Innviðaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitastjórnarlögum. Meðal tillaga er lögfesting á 250 íbúa lágmarki sveitarfélaga og er stefnt að sameiningu fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Átta sveitarfélög eru undir lágmarkinu. Drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 13. október 2025. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Meginmarkmið lagabreytinganna sé að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið. Ráðherra eigi frumkvæði að sameiningu Lagðar er til fjölmargar breytingar, svo sem á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Þá eru tillögur um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem eru undir 250 nema sérstakar aðstæður mæla því í mót og að sameining verði lokið við sveitarstjórnarkosningar 2026. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar eru átta sveitarfélög með færri en 250 íbúa, þau eru: Reykhólahreppur mwð 246 íbúa, Súðavíkurhreppur með 209, Eyja- og Miklaholtshreppur með 124, Kaldrananeshreppur með 115, Fljótsdalshreppur með 90, Skorradalshreppur með 65 (en þegar hefur verið samþykkt að hann sameinist Borgarbyggð), Árneshreppur með 60 og Tjörneshreppur með 53 íbúa. Lagt er til að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í fjármálum sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar á eftilitsheimild ráðherra með sveitarfélögum og heimildir ráðherra afmarkaðar með skýrari hætti en nú. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem stefna að því að auka áhrif byggðalaga innan sveitarfélaga með stofnun heimastjórnar, nefndar sem fari með sérstakar valdheimildir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Kaldrananeshreppur Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur Árneshreppur Tjörneshreppur Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 13. október 2025. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Meginmarkmið lagabreytinganna sé að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið. Ráðherra eigi frumkvæði að sameiningu Lagðar er til fjölmargar breytingar, svo sem á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Þá eru tillögur um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem eru undir 250 nema sérstakar aðstæður mæla því í mót og að sameining verði lokið við sveitarstjórnarkosningar 2026. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar eru átta sveitarfélög með færri en 250 íbúa, þau eru: Reykhólahreppur mwð 246 íbúa, Súðavíkurhreppur með 209, Eyja- og Miklaholtshreppur með 124, Kaldrananeshreppur með 115, Fljótsdalshreppur með 90, Skorradalshreppur með 65 (en þegar hefur verið samþykkt að hann sameinist Borgarbyggð), Árneshreppur með 60 og Tjörneshreppur með 53 íbúa. Lagt er til að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í fjármálum sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar á eftilitsheimild ráðherra með sveitarfélögum og heimildir ráðherra afmarkaðar með skýrari hætti en nú. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem stefna að því að auka áhrif byggðalaga innan sveitarfélaga með stofnun heimastjórnar, nefndar sem fari með sérstakar valdheimildir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Kaldrananeshreppur Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur Árneshreppur Tjörneshreppur Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31