Innlent

Peninga­kassa stolið af hóteli í mið­bæ Reykja­víkur

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan sinnti fjölda fjölbreyttra verkefna í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan sinnti fjölda fjölbreyttra verkefna í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Ívar Fannar

Peningakassa var stolið af hóteli í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að atvikið hafi náðst á upptökuvél og að annar gerandinn sé þekktur af lögreglu. Þar kemur einnig fram að málið sé í rannsókn.

Í dagbók lögreglu er einnig fjallað um að lögregla hafi elt par vegna gruns um að þau væru með þýfi. Þegar þau sáu lögreglu hafi þau skilið eftir bifreið með líklegu þýfi en í bílnum voru til dæmis málverk. Í dagbók segir að gerendur séu þekktir lögreglu og að lögregla hafi lagt hald á bílinn.

Þá er einnig í dagbók lögreglu fjallað um ökumann sem ók á skilti og sofandi menn í stigagangi í fjölbýli. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa en þeir eru þekktir af lögreglu fyrir ítrekuð húsbrot.

Annað sem er er fjallað um eru eignaspjöll á bílskúr og þjófnað á skráningarmerkjum bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×