Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2025 21:32 Eyþór segir tækni Hopp nú þegar tryggja öryggi farþega. Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á leigubílamarkaði. Markmiðið er að tryggja öryggi farþega. Forsvarsmenn Hopp Leigubíla segjast efins um að takmarkinu verði náð og óttast fækkun leigubílstjóra. Það eru ekki nema tvö ár síðan leigubílalögum var alfarið breytt, fjöldatakmarkanir voru afnumdar og stöðvaskylda sömuleiðis. Eftir breytingarnar fjölgaði leigubílum gríðarlega en æ oftar bárust fréttir af meintu misferli leigubílstjóra, svikastarfsemi og jafnvel ofbeldisbrotum. Í nýju frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir að ekki verði lengur leyfilegt fyrir einstaka bílstjóra að keyra undir merkjum eigin leigubílastöðvar. Í greinargerð kemur fram að slíkir leigubílstjórar séu nú 188 talsins en alls eru 993 skráðir á landinu. 32 leigubílastöðvar eru svo starfandi með gilt starfsleyfi. Ráðherra segir markmiðið að auka öryggi farþega. Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp er efins. Leigubílstjórar vilji læra íslensku „Þó breytingarnar hafi lítil sem engin áhrif á okkar starfsemi sérstaklega finnst okkur ásetningurinn með lögunum góður og gott skref að reyna að bæta öryggi á leigubílamarkaðnum. Að því sögðu þá er þessi framkvæmd ekki eitthvað sem okkur finnst vera markviss eða gagnleg í áttina að því.“ Það sé ótækt að farþegar viti ekki hver keyri leigubílinn sinn fyrirfram og hvað ferðin muni kosta. Tæknin sé þegar til sem Hopp nýti. Þá hefur ráðherra sagt að hann vilji að próf sem lögð séu fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. Eyþór segir það gefa augaleið að slíkt muni fækka leigubílstjórum. „Ég þekki ekki einn leigubílstjóra sem er ekki allur af vilja gerður til þess að læra íslensku en það ætti kannski ekki að vera það sem segir til um það eða ekki hvort þú getir keyrt leigubíl sérstaklega. Ef þú vilt bæta stöðu íslenskunnar í samfélaginu eru margir staðir þar sem garðurinn er lægri til þess að ná árangri heldur en að ráðast á leigubílstjórastéttina og þá sérstaklega aðgengi leigubílstjóra eða tilvonandi leigubílstjóra að markaðnum.“ Hefur sjálfur þreytt prófið Sjálfur er Eyþór leigubílstjóri og hefur þar með tekið og staðist prófið. Hann segir að nærtækara yrði að nútímavæða prófið. „Það eru partar af náminu þar sem þú lærir hvernig á að nota gjaldmæli hjá einum tilteknum aðila á markaðnum, það eru partar af náminu þar sem þú lærir um tölfræði umferðarslysa frá 1980. Þú færð öll námsgögnin prentuð út á svarthvítan pappír.“ Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
Það eru ekki nema tvö ár síðan leigubílalögum var alfarið breytt, fjöldatakmarkanir voru afnumdar og stöðvaskylda sömuleiðis. Eftir breytingarnar fjölgaði leigubílum gríðarlega en æ oftar bárust fréttir af meintu misferli leigubílstjóra, svikastarfsemi og jafnvel ofbeldisbrotum. Í nýju frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir að ekki verði lengur leyfilegt fyrir einstaka bílstjóra að keyra undir merkjum eigin leigubílastöðvar. Í greinargerð kemur fram að slíkir leigubílstjórar séu nú 188 talsins en alls eru 993 skráðir á landinu. 32 leigubílastöðvar eru svo starfandi með gilt starfsleyfi. Ráðherra segir markmiðið að auka öryggi farþega. Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp er efins. Leigubílstjórar vilji læra íslensku „Þó breytingarnar hafi lítil sem engin áhrif á okkar starfsemi sérstaklega finnst okkur ásetningurinn með lögunum góður og gott skref að reyna að bæta öryggi á leigubílamarkaðnum. Að því sögðu þá er þessi framkvæmd ekki eitthvað sem okkur finnst vera markviss eða gagnleg í áttina að því.“ Það sé ótækt að farþegar viti ekki hver keyri leigubílinn sinn fyrirfram og hvað ferðin muni kosta. Tæknin sé þegar til sem Hopp nýti. Þá hefur ráðherra sagt að hann vilji að próf sem lögð séu fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. Eyþór segir það gefa augaleið að slíkt muni fækka leigubílstjórum. „Ég þekki ekki einn leigubílstjóra sem er ekki allur af vilja gerður til þess að læra íslensku en það ætti kannski ekki að vera það sem segir til um það eða ekki hvort þú getir keyrt leigubíl sérstaklega. Ef þú vilt bæta stöðu íslenskunnar í samfélaginu eru margir staðir þar sem garðurinn er lægri til þess að ná árangri heldur en að ráðast á leigubílstjórastéttina og þá sérstaklega aðgengi leigubílstjóra eða tilvonandi leigubílstjóra að markaðnum.“ Hefur sjálfur þreytt prófið Sjálfur er Eyþór leigubílstjóri og hefur þar með tekið og staðist prófið. Hann segir að nærtækara yrði að nútímavæða prófið. „Það eru partar af náminu þar sem þú lærir hvernig á að nota gjaldmæli hjá einum tilteknum aðila á markaðnum, það eru partar af náminu þar sem þú lærir um tölfræði umferðarslysa frá 1980. Þú færð öll námsgögnin prentuð út á svarthvítan pappír.“
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira