Lífið

Kærastinn skyndi­lega orðinn „pabbi“ Al­dísar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson kynntust við tökur á þáttunum Svörtu söndum.
Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson kynntust við tökur á þáttunum Svörtu söndum.

Leikkonan Aldís Amah Hamilton varar fólk við gervigreind eftir að gervigreindartól Google sagði Kolbein Arnbjörnsson, kærasta Aldísar, vera föður hennar og skáldaði upp móður hennar.

„Af engu sérstöku tilefni vil ég minna fólk á að passa sig á gervigreindarupplýsingum,“ skrifaði Aldís í Instagram-hringrás sinni í gær og birti mynd af gervigreindaryfirliti um fjölskyldu sína.

Aldís og Kolbeinn fluttu í Kópavoginn í fyrra.

Gervigreindin sagði þar að Aldís væri dóttir íslenskrar móður og bandarísks föður af afrískum uppruna en hvort tveggja er rétt. Hins vegar voru foreldrarnir líka nefndir á nafn, faðirinn héti Kolbeinn Arnbjörnsson og móðirin Ólína T. Þórðardóttir.

Þar skjátlaðist gervigreindinni því Kolbeinn er kærasti Aldísar meðan það er enginn kona til sem heitir Ólína T. Þórðardóttir (allavega ekki samkvæmt Íslendingabók). 

Móðir Aldísar er rithöfundurinn Alda Helen Sigmundsdóttir en faðir hennar en bandarískur kennari frá Detroit sem hún hefur lítið séð frá því hún var barn.

„Daddy jokes afþökkuð,“ skrifaði Aldís jafnframt.

Aldís prófaði síðan að gúggla „Aldís Amah Hamilton's father“. Þá skipti gervigreindin um skoðun, sagði föður hennar heita Ólaf Haraldsson og móður hennar vera hina afrísk-amerísku Brendu Hamilton. Aftur skjátlaðist henni.

„Passið bara að nota hjálm á netinu krakkar,“ skrifaði Aldís að lokum.

Aldís með hjálminn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.