Tvíburarnir fengu ár í viðbót Árni Sæberg skrifar 15. september 2025 14:52 Shamsudin bræðurnir ásamt verjanda í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar fyrirtaka var í máli þeirra í ágúst. Vísir/Anton Brink Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hafa verið dæmdir í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Í síðustu viku staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs dóm yfir bræðrunum fyrir önnur fíkniefnabrot. Dómur var kveðinn upp yfir bræðrunum þann 2. september síðastliðinn. Málið var upphaflega mjög umfangsmikið en við fyrirtöku í því í ágúst féll ákæruvaldið frá fjölda ákæruliða og bræðurnir játuðu brot sín skýlaust samkvæmt nýrri ákæru. Upphaflega voru ákæruliðir málsins tíu talsins, og taldi ákæran heilar átta blaðsíður. Þar voru sakborningarnir ákærðir fyrir skjalafals, þjófnað og fíkniefnabrot. Þeim var meðal annars gefið að sök að svíkja út vörur úr verslun Símans með því að leggja fram falskar beiðnir í nafni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Þá voru þeir ákærðir fyrir þjófnað á stólum, gröfu og kerru. Þeir voru jafnframt ákærðir fyrir að flytja til landsins 377 grömm af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu og rækta kannabisplöntur. Kókaín og amfetamín Það sem eftir stóð í ákærunni hvað tvíburana varðar voru þrír ákæruliðir vegna fíkniefnalagabrota. Jónas var ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 347,16 grömmum af kókaíni í sölu-og dreifingarskyni, sem flytja átti til landsins í desember 2020 með pakka frá Belgíu. Fíkniefnin voru falin í rafhlöðuhólfi svifbrettis. Bræðurnir voru báðir ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 12. mars 2021 haft í vörslum sínum í sölu-og dreifingarskyni 487,80 grömm af amfetamíni. Elías hafi þann dag beðið ótilgreinda konu um að taka efnin úr frysti á heimili þeirra í Grindavík, sem hún hafi gert og ekið með til Elíasar þar sem hún hafi afhent honum þau í Reykjavík. Elías hafi sett fíkniefnin í bifreið. Síðar um daginn hafi hann afhent Jónasi fíkniefnin, sem hafi ekið með þau til Akureyrar, þar sem hann hafi verið handtekinn. Elías var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot með því að hafa þann 12. mars 2021 haft í vörslum sínum í bifreið 506,9 grömm af amfetamíni í sölu-og dreifingarskyni og skammbyssu af gerðinni Browning. Loks var Jónas ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og hylmingu með því að hafa þann 12. mars 2021 haft í vörslum sínum 30 stykki af Rítalín Uno, sem lögregla hafi fundið við leit í bifreið og fyrir hylmingu en bifreiðinni hefði verið stolið þann 26. febrúar 2020. Ár í hegningarauka Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar er brotaferill bræðranna rakinn og þar segir refsingu þeirra beri að tiltaka sem hegningarauka við þá refsingu sem þeir hlutu í upphafi árs, þegar þeir voru dæmdir til 2,5 ára fangelsisvistar. Sú refsing var staðfest í Landsrétti síðastliðinn fimmtudag. Með hliðsjón af játningu bræðranna en einnig sakaferli þeirra og alvarleika brotanna var refsing þeirra ákveðin eins árs hegningarauki. Þá segir að ekki þyki fært að skilorðsbinda refsingu þeirra þegar af þeirri ástæðu að um er að ræða hegningarauka við óskilorðs bundinn fangelsisdóm sem einnig var vegna stórfelldra fíkniefnalagabrota. Dómsmál Fíkniefnabrot Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Dómur var kveðinn upp yfir bræðrunum þann 2. september síðastliðinn. Málið var upphaflega mjög umfangsmikið en við fyrirtöku í því í ágúst féll ákæruvaldið frá fjölda ákæruliða og bræðurnir játuðu brot sín skýlaust samkvæmt nýrri ákæru. Upphaflega voru ákæruliðir málsins tíu talsins, og taldi ákæran heilar átta blaðsíður. Þar voru sakborningarnir ákærðir fyrir skjalafals, þjófnað og fíkniefnabrot. Þeim var meðal annars gefið að sök að svíkja út vörur úr verslun Símans með því að leggja fram falskar beiðnir í nafni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Þá voru þeir ákærðir fyrir þjófnað á stólum, gröfu og kerru. Þeir voru jafnframt ákærðir fyrir að flytja til landsins 377 grömm af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu og rækta kannabisplöntur. Kókaín og amfetamín Það sem eftir stóð í ákærunni hvað tvíburana varðar voru þrír ákæruliðir vegna fíkniefnalagabrota. Jónas var ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 347,16 grömmum af kókaíni í sölu-og dreifingarskyni, sem flytja átti til landsins í desember 2020 með pakka frá Belgíu. Fíkniefnin voru falin í rafhlöðuhólfi svifbrettis. Bræðurnir voru báðir ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 12. mars 2021 haft í vörslum sínum í sölu-og dreifingarskyni 487,80 grömm af amfetamíni. Elías hafi þann dag beðið ótilgreinda konu um að taka efnin úr frysti á heimili þeirra í Grindavík, sem hún hafi gert og ekið með til Elíasar þar sem hún hafi afhent honum þau í Reykjavík. Elías hafi sett fíkniefnin í bifreið. Síðar um daginn hafi hann afhent Jónasi fíkniefnin, sem hafi ekið með þau til Akureyrar, þar sem hann hafi verið handtekinn. Elías var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot með því að hafa þann 12. mars 2021 haft í vörslum sínum í bifreið 506,9 grömm af amfetamíni í sölu-og dreifingarskyni og skammbyssu af gerðinni Browning. Loks var Jónas ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og hylmingu með því að hafa þann 12. mars 2021 haft í vörslum sínum 30 stykki af Rítalín Uno, sem lögregla hafi fundið við leit í bifreið og fyrir hylmingu en bifreiðinni hefði verið stolið þann 26. febrúar 2020. Ár í hegningarauka Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar er brotaferill bræðranna rakinn og þar segir refsingu þeirra beri að tiltaka sem hegningarauka við þá refsingu sem þeir hlutu í upphafi árs, þegar þeir voru dæmdir til 2,5 ára fangelsisvistar. Sú refsing var staðfest í Landsrétti síðastliðinn fimmtudag. Með hliðsjón af játningu bræðranna en einnig sakaferli þeirra og alvarleika brotanna var refsing þeirra ákveðin eins árs hegningarauki. Þá segir að ekki þyki fært að skilorðsbinda refsingu þeirra þegar af þeirri ástæðu að um er að ræða hegningarauka við óskilorðs bundinn fangelsisdóm sem einnig var vegna stórfelldra fíkniefnalagabrota.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira