„Þetta eru ekki góðar móttökur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. september 2025 16:55 Kristín I. Pálsdóttir, talskona Konukots, og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Vísir/Arnar Halldórsson Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Talsmaður Konukots segir kæruna skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum en í henni lýsa forsvarsmenn Sameinda meðal annars áhyggjum af því að skjólstæðingar Konukots gætu smitað skjólstæðinga Sameinda af berklum. Í kærunni, sem tekin var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, er farið fram á að byggingarleyfi fyrir Ármúla 34 vegna starfsemi Konukots verði fellt úr gildi á þeim forsendum að starfsemi Konukots, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, uppfylli ekki kröfur byggingargerðareglna. Samkvæmt byggingarleyfinu sem gefið var út þann 1. júlí er Konukot flokkað út frá notunarflokki fjögur, mannvirki þar sem gert er ráð fyrir að fólk gisti og er fært um að bjarga sér sjálft út úr mannvirkinu skyldi kvikna þar eldur. Í kæru Sameindar segir hins vegar að húsnæðið ætti að vera í notunarflokki fimm. „Þar sem Konukot er félagslegt úrræði eða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar í mikilli neyslu dvelja. Skjólstæðingar Konukots geta því ekki með nokkru móti bjargað sér af sjálfsdáðum úr mannvirkinu ef til eldsvoða kemur,“ segir í kærunni. Undir liðnum hagsmunir kæranda segir forsvarsmaður Sameindar mikið ónæði og sóðaskap fylgja fyrirhugaðri starfsemi Konukots. „Flestallar konurnar eru eiturlyfjaneytendur og eru þær hættulegar sínu nánasta umhverfi. Starfsemi Sameindar rannsóknarstofu er í um tíu metra fjarlægð frá inngangi að Ármúla 34 þar sem fyrirhugað er að starfsemi Konukots verði,“ er ritað. „Í athvarfi fyrir fíkniefnaneytendur hafa komið upp berklatilfelli á þessu ári og eru þessir einstaklingar tregir til að leita sér meðferðar og eru því oft smitandi. Til Sameindar koma ónæmisbældir sjúklingar að leita sér lækninga og getur það verið lífshættulegt fyrir þá sem smitast af berklum. Búast má við því að skjólstæðingar Konukots muni leita inn í biðstofu og salerni Sameindar sem er óásættanlegt. Athvarf fyrir fíkniefnaneytendur og heilbrigðisstarfsemi fara á engan hátt saman.“ Séu óþarflega miklar áhyggjur og stórar yfirlýsingar „Þetta eru ekki góðar móttökur sem við erum að fá þarna,“ segir Kristín I. Pálsdóttir, talskona Konukots, innt eftir viðbrögðum við kærunni. „Ég held að þetta séu óþarflega miklar áhyggjur og stórar yfirlýsingar um gesti okkar í Konukoti. Við erum núna í Eskihlíð þar sem skóli og leikskóli við hliðina á. Það sambýli hefur gengið mjög vel. Það er leiðinlegt að sjá stórýktar yfirlýsingar um gesti okkar.“ Hún segir konurnar sem nýti sér þjónustu Konukots ekki hafa áhuga á að fara inn í biðstofur eða andyri annarra stofnana og vonar að með góðu samstarfi eftir flutningana að hægt verði að slá á óttann. „Þetta er hópur sem hefur sömu réttindi og annað fólk, sömu gestir. Þær reyna almennt að forðast aðra, þessar konur. Mér finnst þetta stórar yfirlýsingar, við erum ekki fluttar og það hafa ekki komið upp neinir árekstrar.“ Varðandi meint berklasmit segir hún að henni vitandi hafi aldrei komið upp berklatilfelli í Konukoti. „Mér finnst þetta ansi mikil skrímslavæðing á þessum jaðarsetta hópi og ekki síst þegar það kemur frá fólki sem er með heilbrigðisþjónustu. Þau hljóta að þurfa sinna öllum, það eru sjálfsögð réttindi allra,“ segir Kristín. Málið sé hins vegar á borði Reykjavíkurborgar sem úthlutaði starfsemi Konukots húsnæðið. Í Ármúlanum verður pláss fyrir tólf skjólstæðinga á annarri hæð og tímabundið búsetuúrræði fyrir sex skjólstæðinga á þeirri þriðju. Líkt og kom fram var byggingarleyfið gefið út þann 1. júlí en starfsemi Konukots fer enn fram í Eskihlið. „Það er ekki hægt að segja nákvæma dagsetningu fyrir svona flutninga,“ segir Kristín en til stóð að flutningarnir færu fram í ágúst- eða septembermánuði. „Við vonumst til þess að við náum að vinna vel með nágrönnum og slá á óhóflegan ótta.“ Vilja að nefndin hafni kröfunum Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar en í ítarlegri greinargerð segist Reykjavíkurborg krefjast þess að kröfum kæranda verði vísað frá eða að öllum kröfunum verði hafnað. Hvað varði flokkun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar á starfsemi Konukots sé um að ræða húnsæði þar sem fólk gisti og sé almennt fært um að bjarga sér sjálft úr mannvirkinu skyldi þar kvikna eldur. „Konukot er ekki meðferðar- og legudeild sjúkrahúss, vöggustofa, íbúð eða stofnun fyrir aldraða eða fatlaða, leikskóli eða yngsta deild grunnskóla,“ segir í greinargerðinni en slík húsnæði falla undir fimmta notkunarflokkinn þar sem þeir sem dvelja í húsinu eru almennt ekki taldir færir um að koma sér út í eldsvoða. Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Í kærunni, sem tekin var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, er farið fram á að byggingarleyfi fyrir Ármúla 34 vegna starfsemi Konukots verði fellt úr gildi á þeim forsendum að starfsemi Konukots, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, uppfylli ekki kröfur byggingargerðareglna. Samkvæmt byggingarleyfinu sem gefið var út þann 1. júlí er Konukot flokkað út frá notunarflokki fjögur, mannvirki þar sem gert er ráð fyrir að fólk gisti og er fært um að bjarga sér sjálft út úr mannvirkinu skyldi kvikna þar eldur. Í kæru Sameindar segir hins vegar að húsnæðið ætti að vera í notunarflokki fimm. „Þar sem Konukot er félagslegt úrræði eða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar í mikilli neyslu dvelja. Skjólstæðingar Konukots geta því ekki með nokkru móti bjargað sér af sjálfsdáðum úr mannvirkinu ef til eldsvoða kemur,“ segir í kærunni. Undir liðnum hagsmunir kæranda segir forsvarsmaður Sameindar mikið ónæði og sóðaskap fylgja fyrirhugaðri starfsemi Konukots. „Flestallar konurnar eru eiturlyfjaneytendur og eru þær hættulegar sínu nánasta umhverfi. Starfsemi Sameindar rannsóknarstofu er í um tíu metra fjarlægð frá inngangi að Ármúla 34 þar sem fyrirhugað er að starfsemi Konukots verði,“ er ritað. „Í athvarfi fyrir fíkniefnaneytendur hafa komið upp berklatilfelli á þessu ári og eru þessir einstaklingar tregir til að leita sér meðferðar og eru því oft smitandi. Til Sameindar koma ónæmisbældir sjúklingar að leita sér lækninga og getur það verið lífshættulegt fyrir þá sem smitast af berklum. Búast má við því að skjólstæðingar Konukots muni leita inn í biðstofu og salerni Sameindar sem er óásættanlegt. Athvarf fyrir fíkniefnaneytendur og heilbrigðisstarfsemi fara á engan hátt saman.“ Séu óþarflega miklar áhyggjur og stórar yfirlýsingar „Þetta eru ekki góðar móttökur sem við erum að fá þarna,“ segir Kristín I. Pálsdóttir, talskona Konukots, innt eftir viðbrögðum við kærunni. „Ég held að þetta séu óþarflega miklar áhyggjur og stórar yfirlýsingar um gesti okkar í Konukoti. Við erum núna í Eskihlíð þar sem skóli og leikskóli við hliðina á. Það sambýli hefur gengið mjög vel. Það er leiðinlegt að sjá stórýktar yfirlýsingar um gesti okkar.“ Hún segir konurnar sem nýti sér þjónustu Konukots ekki hafa áhuga á að fara inn í biðstofur eða andyri annarra stofnana og vonar að með góðu samstarfi eftir flutningana að hægt verði að slá á óttann. „Þetta er hópur sem hefur sömu réttindi og annað fólk, sömu gestir. Þær reyna almennt að forðast aðra, þessar konur. Mér finnst þetta stórar yfirlýsingar, við erum ekki fluttar og það hafa ekki komið upp neinir árekstrar.“ Varðandi meint berklasmit segir hún að henni vitandi hafi aldrei komið upp berklatilfelli í Konukoti. „Mér finnst þetta ansi mikil skrímslavæðing á þessum jaðarsetta hópi og ekki síst þegar það kemur frá fólki sem er með heilbrigðisþjónustu. Þau hljóta að þurfa sinna öllum, það eru sjálfsögð réttindi allra,“ segir Kristín. Málið sé hins vegar á borði Reykjavíkurborgar sem úthlutaði starfsemi Konukots húsnæðið. Í Ármúlanum verður pláss fyrir tólf skjólstæðinga á annarri hæð og tímabundið búsetuúrræði fyrir sex skjólstæðinga á þeirri þriðju. Líkt og kom fram var byggingarleyfið gefið út þann 1. júlí en starfsemi Konukots fer enn fram í Eskihlið. „Það er ekki hægt að segja nákvæma dagsetningu fyrir svona flutninga,“ segir Kristín en til stóð að flutningarnir færu fram í ágúst- eða septembermánuði. „Við vonumst til þess að við náum að vinna vel með nágrönnum og slá á óhóflegan ótta.“ Vilja að nefndin hafni kröfunum Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar en í ítarlegri greinargerð segist Reykjavíkurborg krefjast þess að kröfum kæranda verði vísað frá eða að öllum kröfunum verði hafnað. Hvað varði flokkun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar á starfsemi Konukots sé um að ræða húnsæði þar sem fólk gisti og sé almennt fært um að bjarga sér sjálft úr mannvirkinu skyldi þar kvikna eldur. „Konukot er ekki meðferðar- og legudeild sjúkrahúss, vöggustofa, íbúð eða stofnun fyrir aldraða eða fatlaða, leikskóli eða yngsta deild grunnskóla,“ segir í greinargerðinni en slík húsnæði falla undir fimmta notkunarflokkinn þar sem þeir sem dvelja í húsinu eru almennt ekki taldir færir um að koma sér út í eldsvoða.
Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira