Innlent

Tekist á um fjár­laga­frum­varpið og morðið á Charlie Kirk

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um fjárlagafrumvarpið sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra mælti fyrir í morgun. 

Einnig segjum við frá morðinu á pólitíska áhrifavaldinum Charlie Kirk sem var skotinn til bana á fjöldafundi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Morðið hefur vakið gríðarlega athygli og við ræðum við stjórnmálafræðing um mögulegar afleiðingar þess fyrir bandarískt samfélag.

Þá verður rætt við skipuleggjanda risatónleika Laufeyjar í Kórnum í Kópavogi. Miðasala hófst í gær og undirtektirnar hafa verið vægast sagt góðar. 

Í sportpakka dagsins verður fjallað um deilur Arnars Grétarssonar fyrrverandi þjálfara KA við sitt gamla lið og þá verður farið yfir Bestu deildina sem er að hefjast eftir landsleikjahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×