Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2025 13:08 Ange Postecoglou er ætlað stóra hluti í Skírisskógi. Visionhaus/Getty Images Nottingham Forest hefur fengið Ange Postecoglou til starfa sem knattspyrnustjóra eftir að hafa rekið Nuno Espirito Santo. Gríska Ástralanum er ætlað að sækja titla til Skírisskógar. Nuno var óvænt rekinn í gærkvöldi, eftir að hafa lent í útistöðum við eiganda Nottingham Forest. Postecoglou var einnig óvænt rekinn í vor, frá Tottenham, eftir að hafa tryggt liðinu sinn fyrsta stóra titil í langan tíma en endað í sautjánda sæti deildarinnar. Postecoglou er grískur að uppruna en fluttist til Ástralíu aðeins fimm ára gamall. Hann er stoltur af uppruna sínum og það heillaði eiganda Nottinham Forest, Grikkjann Evangelos Marinakis. Marinakis lenti í útistöðum við fyrrum þjálfarann Nuno en sér fyrir sér stóra hluti með Postecoglou við stjórnvölinn, enda vinnur hann, eins og frægt er orðið, alltaf titla á sínu öðru tímabili. „Við erum að fá þjálfara til félagsins sem hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla. Reynsla hans af þjálfun liða á hæsta getustigi, samhliða metnaðinum sem hann hefur, gerir hann að hárréttum manni fyrir starfið“ segir Evangelos Marinakis. Nottingham Forest is delighted to confirm the appointment of Ange Postecoglou as the Club’s First Team Head Coach.Postecoglou has been in management for over 25 years, arriving on Trentside with experience of regularly competing and winning trophies at the highest level.… pic.twitter.com/Yc2XLrZa7M— Nottingham Forest (@NFFC) September 9, 2025 „Eftir að hafa stigið skrefið upp í úrvalsdeildina og byggt á þeim árangri tímabil eftir tímabil til að tryggja Evrópudeildarsæti, getum við nú farið að stíga skref í átt að stærstu titlunum. Ange er með reynsluna og þekkinguna til þess að gera það, við erum mjög spennt fyrir því að fá hann inn í þetta metnaðarfulla verkefni“ segir hann einnig í tilkynningu félagsins. Enski boltinn Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Nuno var óvænt rekinn í gærkvöldi, eftir að hafa lent í útistöðum við eiganda Nottingham Forest. Postecoglou var einnig óvænt rekinn í vor, frá Tottenham, eftir að hafa tryggt liðinu sinn fyrsta stóra titil í langan tíma en endað í sautjánda sæti deildarinnar. Postecoglou er grískur að uppruna en fluttist til Ástralíu aðeins fimm ára gamall. Hann er stoltur af uppruna sínum og það heillaði eiganda Nottinham Forest, Grikkjann Evangelos Marinakis. Marinakis lenti í útistöðum við fyrrum þjálfarann Nuno en sér fyrir sér stóra hluti með Postecoglou við stjórnvölinn, enda vinnur hann, eins og frægt er orðið, alltaf titla á sínu öðru tímabili. „Við erum að fá þjálfara til félagsins sem hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla. Reynsla hans af þjálfun liða á hæsta getustigi, samhliða metnaðinum sem hann hefur, gerir hann að hárréttum manni fyrir starfið“ segir Evangelos Marinakis. Nottingham Forest is delighted to confirm the appointment of Ange Postecoglou as the Club’s First Team Head Coach.Postecoglou has been in management for over 25 years, arriving on Trentside with experience of regularly competing and winning trophies at the highest level.… pic.twitter.com/Yc2XLrZa7M— Nottingham Forest (@NFFC) September 9, 2025 „Eftir að hafa stigið skrefið upp í úrvalsdeildina og byggt á þeim árangri tímabil eftir tímabil til að tryggja Evrópudeildarsæti, getum við nú farið að stíga skref í átt að stærstu titlunum. Ange er með reynsluna og þekkinguna til þess að gera það, við erum mjög spennt fyrir því að fá hann inn í þetta metnaðarfulla verkefni“ segir hann einnig í tilkynningu félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira